Færslur: Mars

Kínversk könnunarflaug lögð af stað til Mars
Fyrsta al-kínverska könnunarfarinu sem rannsaka á plánetuna Mars var skotið á loft í morgunsárið. Mun flugtakið hafa gengið að óskum. Könnunarflaugin er flutt út í geim með kínverskri Chang Zheng-5 eldflaug, sem skotið var upp frá Wenchang-eldflaugastöðinni á eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi. Er könnunarfarinu síðan ætlað að halda ferðinni áfram til Mars og skila þangað rannsóknartækjum og tólum sem fara munu um yfirborð plánetunnar rauðu, taka þar sýni og myndir og senda til Jarðar.
23.07.2020 - 05:42
Fjötrakynlíf virkar best í geimnum
Er líf á Mars? er spurt í dægurlagi eftir Bowie sem var samið fyrir þó nokkrum árum. Það hefur verið leitað töluvert af hugsanlegu lífi þar án árangurs. Það eru líka ýmis konar vandræði sem fylgja því fyrir mannkynið að fjölga sér á þessari fjarlægu plánetu, þó það sé langt frá því ómögulegt.
25.06.2019 - 15:19
NASA finnur rennandi vatn á Mars
Vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa fundið sannanir fyrir því að flæðandi vatn sé að finna á plánetunni Mars. Heimildir breska blaðsins Guardian herma að þetta komi fram á blaðamannafundi NASA kl. 15:20.
28.09.2015 - 15:13
Erlent · NASA · Mars