Færslur: Marokkó

Allt brjálað í Brussel eftir leik
Ungmenni létu öllum illum látum í Brussel í Belgíu eftir tap landsliðsins gegn Marokkó á HM karla í fótbolta í Katar í dag. Kveikt var í fjölda rafhlaupahjóla og skemmdir unnar á bílum. Samkvæmt myndböndum á vettvangi virðist sem stuðningsmenn Marokkó hafi verið fremstir í flokki í óeirðunum.
27.11.2022 - 16:53
Miðjarðarhaf
Minnst 25.034 horfið eða drukknað frá árinu 2014
Nær 1.700 manneskjur hafa drukknað eða horfið á Miðjarðarhafinu á þessu ári og yfir 25.000 frá árinu 2014. Þetta kemur fram í skýrslu á vegum Alþjóðlegu Fólksflutningastofnunarinnar.
Mótmælin í Íran eðlisólík fyrri tíðar andófi
Mótmælin sem spruttu upp eftir andlát ungrar, kúrdískrar konu, Mahsa Amini, eru eðlisólík fyrri mótmælum í Íran að mati blaðamanns og sérfræðings í málefnum landsins.
Stríðsfangi segist aldrei aftur geta hlustað á Abba
Shaun Pinner er einn þeirra fimm bresku stríðsfanga sem látnir voru lausir í viðamiklum fangaskiptum milli Rússlands og Úkraínu í síðustu viku. Hann segist feginn að vera laus en hann muni aldrei geta hlustað á ABBA framar.
23 dóu í rútuslysi í Marokkó
23 manneskjur létu lífið þegar rúta valt í beygju á þjóðvegi austur af borginni Casablanca í Marokkó í gær morgun, og 36 til viðbótar slösuðust. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Rochdi Kaddar, yfirmanni heilbrigðismála í Khouribga-héraði, þar sem slysið varð. Hin slösuðu voru flutt á sjúkrahús í héraðshöfuðborginni Khouribga og rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.
18.08.2022 - 05:34
Þúsundir hektara af gróðurlendi fuðrað upp í Marokkó
Skæðir gróðureldar hafa brennt yfir fjögur þúsund og sex hundruð hektara landsvæði í norður-Afríkuríkinu Marokkó. Yfirvöld í landinu hafa ræst út allt tiltækt slökkvilið til þess að reyna að hemja útbreiðslu eldanna, auk hersins í landinu sem einnig hefur verið kallaður út til að aðstoða við slökkvistörfin.
17.07.2022 - 04:52
Átján fórust er þúsundir stormuðu spænska hólmlendu
Minnst átján manns úr hópi afrísks flótta- og förufólks lét lífið og á þriðja hundrað manns slasaðist þegar fjöldi fólks freistaði þess að komast inn í spænsku hólmlenduna Melilla á norðurströnd Marokkó í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir spænskum og marokkóskum yfirvöldum.
25.06.2022 - 04:35
Þrír erlendir liðsmenn Úkraínuhers dæmdir til dauða
Dómstóll í Alþýðulýðveldinu Donetsk, héraði í Austur-Úkraínu sem rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar og bandamenn Rússa hafa lýst sjálfstætt ríki, dæmdi á fimmtudag þrjá erlenda liðsmenn Úkraínuhers til dauða. Mennirnir, tveir breskir ríkisborgarar og einn marokkóskur, voru ákærðir og sakfelldir fyrir að vera málaliðar á vegum Úkraínu, samkvæmt rússnesku fréttastofunni RIA Novosti.
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn andófskonum
Mannréttindasamtökin Amnesty International krefja stjórnvöld í Marokkó um að rannsaka umsvifalaust ásakanir fimm andófskvenna um ofbeldi öryggissveita ríkisins gegn þeim. Tvær þeirra segja að brotið hafi verið á þeim kynferðislega.
Vonast til að bjarga fimm ára dreng úr brunni í dag
Björgunarfólk í Marokkó reynir nú af öllum mætti að komast til fimm ára drengs sem féll rúma þrjátíu metra ofan í brunn á þriðjudag. Vonast er til þess að aðgerðum ljúki í dag.
05.02.2022 - 10:11
Marokkó
Barn fast í brunni í tvo sólarhringa
Marókkómenn fylgjast grannt með björgun fimm ára gamals drengs sem féll í brunn í borginni Chefchaouen í norðurhluta landsins. Slysið varð þegar drengurinn var við brunninn ásamt pabba sínum á þriðjudag. Pabbi hans var að lagfæra brunninn.
03.02.2022 - 15:14
Banni á flugferðum til Marokkó aflétt í febrúar
Banni við öllum flugferðum til Norður-Afríkuríkisins Marokkó verður aflétt 7. febrúar næstkomandi. Þarlend stjórnvöld ákváðu að grípa til bannsins til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Flúðu úr flugvél sem lenti með veikan farþega
Loka þurfti einum fjölfarnasta flugvelli Spánar í um fjórar klukkustundir á föstudaginn. Allt lítur út fyrir að flóttamenn hafi gripið tækifærið og komist ólöglega inn í landið.
07.11.2021 - 06:17
Segir yfirráð Marokkó yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg
Múhammeð konungur Norður-Afríkuríkisins Marokkó segir yfirráð ríkisins yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg. Þetta kom fram í ræðu konungsins í dag en spenna hefur vaxið undanfarið milli Marokkó og nágrannaríkisins Alsír sem styður frelsishreyfinguna Polisario í Vestur-Sahara.
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Spenna milli Frakka og Alsír í kjölfar ummæla Macrons
Sendiherra Norður-Afríkuríkisins Alsír var kallaður heim frá Frakklandi í dag í kjölfar ummæla Emmanuels Macron Frakklandsforseta um stjórnmál og stjórnarhætti Alsírs sem lýst er sem ólíðandi afskiptum af innanríkismálum.
02.10.2021 - 22:49
Alsír slítur stjórnmálasambandi við Marokkó
Utanríkisráðherra Alsírs tilkynnti í gær að ríkið hafi slitið stjórnmálasambandi við Marokkó vegna herskárra aðgerða þeirra. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Samband ríkjanna hefur verið þrungið spennu undanfarna mánuði. 
25.08.2021 - 04:42
Sími Macrons var hugsanlega hleraður
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.
20.07.2021 - 23:20
Um 5.000 förufólks komust til spænsku borgarinnar Ceuta
Minnst 5.000 flótta- og förufólks komust inn í spænsku hólmlenduna Ceuta, á norðurodda Marokkós, í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Um eitt þúsund börn voru í þessum stóra hópi, samkvæmt frétt AFP. Spenna hefur færst í samskipti Spánar og Marokkós að undanförnu vegna sjúkrahúsvistar leiðtoga Polisario, sjálfstæðishreyfingar Vestur Sahara, á Spáni.
18.05.2021 - 01:16
Átti von á sjö börnum en fæddi níu
Halima Cisse, 25 ára kona frá Malí, fæddi níu börn í gær að því er heilbrigðisráðuneytið í Malí greinir frá. Samkvæmt tilkynningu eru móðir og börn við góða heilsu enn sem komið er.
05.05.2021 - 10:45
Erlent · Afríka · Malí · Marokkó · Fæðingar · Börn
Tugir komust til Melilla
Tugum hælisleitenda tókst í morgun að komast frá Marokkó inn á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háa gaddavírsgirðingu sem umlykur svæðið. Að sögn yfirvalda reyndu yfir 150 að klifra yfir og 59 komust alla leið.
08.03.2021 - 13:39
28 drukknuðu í ólöglegri fataverksmiðju í kjallara
Minnst 28 verkamenn og -konur í ólöglegri fataverksmiðju í marokkósku borginni Tangier drukknuðu á mánudag, þegar vatn flæddi inn í kjallara hússins sem verksmiðjan var starfrækt í. Úrhellisrigning varð til þess að vatn flæddi um alla borg. Í tilkynningu frá yfirvöldum segir að vatnið í kjallaranum hafi náð allt að þriggja metra dýpi og fólkið ekki átt sér neinnar undankomu auðið. Enn fremur segir að tekist hafi að bjarga átján manns úr kjallaranum.
09.02.2021 - 01:29
24 látnir eftir flóð í textílverksmiðju í Marokkó
Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir að vatn flæddi ofan í ólöglega textílverksmiðju neðanjarðar við Tangier-höfnina í Marokkó fyrr í dag. Leit stendur yfir og tíu manns hefur verið bjargað og þeir fluttir á sjúkrahús.
08.02.2021 - 16:13
Polisario skaut eldflaugum að bækistöð Marokkóhers
Sjálfstæðishreyfing Vestur-Sahara, Polisario, gerði í nótt eldflaugaárás á Guergerat-svæðið á mörkum Marokkós og Máritaníu, þar sem Marokkóher hefur haldið úti varðstöð síðustu mánuði. Fréttastofa Saharawi-þjóðarinnar, SPS, greindi frá þessu í morgun. „Her Saharawi-þjóðarinnar skaut fjórum eldflaugum í áttina að Guerguerat,“ segir í fréttatilkynningunni, sem vitnar í liðsforingja í hersveitum sjálfstæðishreyfingarinnar.
24.01.2021 - 04:39
Bandaríkin og Ísrael stíga í vænginn við Marokkó
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael leggja sig í framkróka við að þóknast Marokkókonungi og ríkisstjórn hans þessa dagana. Marokkóstjórn tók nýverið upp stjórnmálasamband við Ísrael, að áeggjan Bandaríkjastjórnar, 20 árum eftir að því var svo gott sem slitið. Bein tengsl eru á milli þessa og viðurkenningar Bandaríkjastjórnar á yfirráðum Marokkó í Vestur-Sahara fyrir skemmstu.
26.12.2020 - 00:33

Mest lesið