Færslur: Marokkó

Vonast til að bjarga fimm ára dreng úr brunni í dag
Björgunarfólk í Marokkó reynir nú af öllum mætti að komast til fimm ára drengs sem féll rúma þrjátíu metra ofan í brunn á þriðjudag. Vonast er til þess að aðgerðum ljúki í dag.
05.02.2022 - 10:11
Marokkó
Barn fast í brunni í tvo sólarhringa
Marókkómenn fylgjast grannt með björgun fimm ára gamals drengs sem féll í brunn í borginni Chefchaouen í norðurhluta landsins. Slysið varð þegar drengurinn var við brunninn ásamt pabba sínum á þriðjudag. Pabbi hans var að lagfæra brunninn.
03.02.2022 - 15:14
Banni á flugferðum til Marokkó aflétt í febrúar
Banni við öllum flugferðum til Norður-Afríkuríkisins Marokkó verður aflétt 7. febrúar næstkomandi. Þarlend stjórnvöld ákváðu að grípa til bannsins til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Flúðu úr flugvél sem lenti með veikan farþega
Loka þurfti einum fjölfarnasta flugvelli Spánar í um fjórar klukkustundir á föstudaginn. Allt lítur út fyrir að flóttamenn hafi gripið tækifærið og komist ólöglega inn í landið.
07.11.2021 - 06:17
Segir yfirráð Marokkó yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg
Múhammeð konungur Norður-Afríkuríkisins Marokkó segir yfirráð ríkisins yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg. Þetta kom fram í ræðu konungsins í dag en spenna hefur vaxið undanfarið milli Marokkó og nágrannaríkisins Alsír sem styður frelsishreyfinguna Polisario í Vestur-Sahara.
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Spenna milli Frakka og Alsír í kjölfar ummæla Macrons
Sendiherra Norður-Afríkuríkisins Alsír var kallaður heim frá Frakklandi í dag í kjölfar ummæla Emmanuels Macron Frakklandsforseta um stjórnmál og stjórnarhætti Alsírs sem lýst er sem ólíðandi afskiptum af innanríkismálum.
02.10.2021 - 22:49
Alsír slítur stjórnmálasambandi við Marokkó
Utanríkisráðherra Alsírs tilkynnti í gær að ríkið hafi slitið stjórnmálasambandi við Marokkó vegna herskárra aðgerða þeirra. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Samband ríkjanna hefur verið þrungið spennu undanfarna mánuði. 
25.08.2021 - 04:42
Sími Macrons var hugsanlega hleraður
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.
20.07.2021 - 23:20
Um 5.000 förufólks komust til spænsku borgarinnar Ceuta
Minnst 5.000 flótta- og förufólks komust inn í spænsku hólmlenduna Ceuta, á norðurodda Marokkós, í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Um eitt þúsund börn voru í þessum stóra hópi, samkvæmt frétt AFP. Spenna hefur færst í samskipti Spánar og Marokkós að undanförnu vegna sjúkrahúsvistar leiðtoga Polisario, sjálfstæðishreyfingar Vestur Sahara, á Spáni.
18.05.2021 - 01:16
Átti von á sjö börnum en fæddi níu
Halima Cisse, 25 ára kona frá Malí, fæddi níu börn í gær að því er heilbrigðisráðuneytið í Malí greinir frá. Samkvæmt tilkynningu eru móðir og börn við góða heilsu enn sem komið er.
05.05.2021 - 10:45
Erlent · Afríka · Malí · Marokkó · Fæðingar · Börn
Tugir komust til Melilla
Tugum hælisleitenda tókst í morgun að komast frá Marokkó inn á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háa gaddavírsgirðingu sem umlykur svæðið. Að sögn yfirvalda reyndu yfir 150 að klifra yfir og 59 komust alla leið.
08.03.2021 - 13:39
28 drukknuðu í ólöglegri fataverksmiðju í kjallara
Minnst 28 verkamenn og -konur í ólöglegri fataverksmiðju í marokkósku borginni Tangier drukknuðu á mánudag, þegar vatn flæddi inn í kjallara hússins sem verksmiðjan var starfrækt í. Úrhellisrigning varð til þess að vatn flæddi um alla borg. Í tilkynningu frá yfirvöldum segir að vatnið í kjallaranum hafi náð allt að þriggja metra dýpi og fólkið ekki átt sér neinnar undankomu auðið. Enn fremur segir að tekist hafi að bjarga átján manns úr kjallaranum.
09.02.2021 - 01:29
24 látnir eftir flóð í textílverksmiðju í Marokkó
Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir að vatn flæddi ofan í ólöglega textílverksmiðju neðanjarðar við Tangier-höfnina í Marokkó fyrr í dag. Leit stendur yfir og tíu manns hefur verið bjargað og þeir fluttir á sjúkrahús.
08.02.2021 - 16:13
Polisario skaut eldflaugum að bækistöð Marokkóhers
Sjálfstæðishreyfing Vestur-Sahara, Polisario, gerði í nótt eldflaugaárás á Guergerat-svæðið á mörkum Marokkós og Máritaníu, þar sem Marokkóher hefur haldið úti varðstöð síðustu mánuði. Fréttastofa Saharawi-þjóðarinnar, SPS, greindi frá þessu í morgun. „Her Saharawi-þjóðarinnar skaut fjórum eldflaugum í áttina að Guerguerat,“ segir í fréttatilkynningunni, sem vitnar í liðsforingja í hersveitum sjálfstæðishreyfingarinnar.
24.01.2021 - 04:39
Bandaríkin og Ísrael stíga í vænginn við Marokkó
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael leggja sig í framkróka við að þóknast Marokkókonungi og ríkisstjórn hans þessa dagana. Marokkóstjórn tók nýverið upp stjórnmálasamband við Ísrael, að áeggjan Bandaríkjastjórnar, 20 árum eftir að því var svo gott sem slitið. Bein tengsl eru á milli þessa og viðurkenningar Bandaríkjastjórnar á yfirráðum Marokkó í Vestur-Sahara fyrir skemmstu.
26.12.2020 - 00:33
Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.
26.11.2020 - 04:30
Væringar í Vestur-Sahara ógn við 30 ára vopnahlé
Leiðtogar Pólisario, Frelsishreyfingar Vestur-Sahara lýstu því yfir í gær þeir litu svo á að þrjátíu ára vopnahléi milli þeirra og Marokkóstjórnar væri lokið. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Marokkóher sendi hersveitir til syðsta hluta þessa umdeilda svæðis í því skyni að opna þjóðveginn til nágrannaríkisins Máritaníu, þvert á viðvaranir heimamanna í Vestur-Sahara.
14.11.2020 - 06:22
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Ferðabann innleitt á ný í Marokkó
Stjórnvöld í Marokkó hafa aftur gripið til róttækra aðgerða til að hemja útbreiðslu kórónaveirufaraldursins þar í landi. Lykilatriði í þeim aðgerðum er að innleiða á ný ferðabann til og frá helstu stórborgum landsins. Tók það gildi á miðnætti. Enginn fær nú að ferðast til eða frá Casablanca, Marrakech, Tangier, Fez og Meknes.
27.07.2020 - 01:32
Fjórir dæmdir til dauða fyrir morð í Marokkó
Áfrýjunardómstóll í Marokkó staðfesti í gær dauðadóm yfir þremur mönnum sem fundnir voru sekir um morðin á tveimur ungum konum í Marokkó í fyrra, annarri frá Danmörku en hinni frá Noregi. Þá breytti dómstóllinn refsingu eins sakbornings til viðbótar úr lífstíðarfangelsi í dauðarefsingu. AFP-fréttastofan greinir frá.
31.10.2019 - 02:24
Hindruðu hryðjuverk Íslamska ríkisins
Öryggissveitir í Marokkó segjast hafa komið í veg fyrir hryðjuverk við höfnina í Casablanca og jafnvel víðar um landið. Sjö manna hryðjuverkahópur er í haldi. Hann naut aðstoðar sýrlensks íslamista sem enn gengur laus. Í fórum sjömenninganna fundust hnífar, byssur og skotfæri og efni til að útbúa sprengjur.
28.10.2019 - 16:01
Mynd með færslu
Sjö látnir eftir flóð á fótboltavelli
Minnst sjö létu lífið þegar á flæddi yfir bakka sína og yfir fótboltavöll í Marokkó í gær. Að auki er eins saknað. Leikur var háður á vellinum þegar flóðið fór yfir hann. Sex aldraðir karlar og 17 ára drengur létu lífið.
29.08.2019 - 05:54
Óttast að 170 hafi drukknað í Miðjarðarhafi
Talið er að um 170 séu látnir eftir að tvö skip með flóttamönnum sukku í Miðjarðarhafinu í vikunni. Ítalski sjóherinn greinir frá því að skip með 117 um borð hafi sokkið undan strönd Líbíu í dag, og yfirvöld í Marokkó og á Spáni leita að skipi sem sökk fyrr í vikunni á vestanverðu Miðjarðarhafinu. Talið er að 53 hafi verið þar um borð.
20.01.2019 - 01:27
Erlent · Flóttamenn · Líbía · Ítalía · Spánn · Marokkó
Myndband
Tveir flóttamenn faldir inni í rúmdýnum
Fjöldi flóttafólks reynir dag hvern að komast til Suður-Evrópu. Erfitt er fyrir fólkið að fá hæli og því reyna sumir að komast þangað óséðir. Spænskir landamæraverðir fundu í fyrradag tvo karlmenn sem búið var að fela í rúmdýnum. 
01.01.2019 - 19:17