Færslur: Marokkó

Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Ferðabann innleitt á ný í Marokkó
Stjórnvöld í Marokkó hafa aftur gripið til róttækra aðgerða til að hemja útbreiðslu kórónaveirufaraldursins þar í landi. Lykilatriði í þeim aðgerðum er að innleiða á ný ferðabann til og frá helstu stórborgum landsins. Tók það gildi á miðnætti. Enginn fær nú að ferðast til eða frá Casablanca, Marrakech, Tangier, Fez og Meknes.
27.07.2020 - 01:32
Fjórir dæmdir til dauða fyrir morð í Marokkó
Áfrýjunardómstóll í Marokkó staðfesti í gær dauðadóm yfir þremur mönnum sem fundnir voru sekir um morðin á tveimur ungum konum í Marokkó í fyrra, annarri frá Danmörku en hinni frá Noregi. Þá breytti dómstóllinn refsingu eins sakbornings til viðbótar úr lífstíðarfangelsi í dauðarefsingu. AFP-fréttastofan greinir frá.
31.10.2019 - 02:24
Hindruðu hryðjuverk Íslamska ríkisins
Öryggissveitir í Marokkó segjast hafa komið í veg fyrir hryðjuverk við höfnina í Casablanca og jafnvel víðar um landið. Sjö manna hryðjuverkahópur er í haldi. Hann naut aðstoðar sýrlensks íslamista sem enn gengur laus. Í fórum sjömenninganna fundust hnífar, byssur og skotfæri og efni til að útbúa sprengjur.
28.10.2019 - 16:01
Mynd með færslu
Sjö látnir eftir flóð á fótboltavelli
Minnst sjö létu lífið þegar á flæddi yfir bakka sína og yfir fótboltavöll í Marokkó í gær. Að auki er eins saknað. Leikur var háður á vellinum þegar flóðið fór yfir hann. Sex aldraðir karlar og 17 ára drengur létu lífið.
29.08.2019 - 05:54
Óttast að 170 hafi drukknað í Miðjarðarhafi
Talið er að um 170 séu látnir eftir að tvö skip með flóttamönnum sukku í Miðjarðarhafinu í vikunni. Ítalski sjóherinn greinir frá því að skip með 117 um borð hafi sokkið undan strönd Líbíu í dag, og yfirvöld í Marokkó og á Spáni leita að skipi sem sökk fyrr í vikunni á vestanverðu Miðjarðarhafinu. Talið er að 53 hafi verið þar um borð.
20.01.2019 - 01:27
Erlent · Flóttamenn · Líbía · Ítalía · Spánn · Marokkó
Myndband
Tveir flóttamenn faldir inni í rúmdýnum
Fjöldi flóttafólks reynir dag hvern að komast til Suður-Evrópu. Erfitt er fyrir fólkið að fá hæli og því reyna sumir að komast þangað óséðir. Spænskir landamæraverðir fundu í fyrradag tvo karlmenn sem búið var að fela í rúmdýnum. 
01.01.2019 - 19:17
Myndband
Mennirnir voru handteknir með hnífa í fórum
Yfirvöld í Danmörku og Noregi biðla til fólks að horfa hvorki á né dreifa myndskeiði sem á að sýna morðið á annarri af tveimur ungu konunum í Marokkó. Morðin eru rannsökuð sem möguleg hryðjuverk en þrír menn með stóra hnífa voru handteknir í morgun.
20.12.2018 - 19:45
Erlent · Afríka · Evrópa · Marokkó · Danmörk · Noregur
Myndskeið
Morðrannsóknin í Marokkó enn í fullum gangi
Morð á tveimur ungum konum frá Noregi og Danmörku, sem voru myrtar á ferðalagi í Marokkó, er enn óupplýst. Yfirvöld í Marokkó rannsaka málið og utanríkisráðuneyti Noregs hefur uppfært ráðleggingar til ferðalanga vegna þessa.
19.12.2018 - 22:46
Tvær norrænar konur myrtar í Atlasfjöllum
Tvær konur, önnur norsk en hin dönsk, fundust látnar nærri þorpinu Imlil í Atlasfjöllum í Marokkó á mánudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá marokkóska innanríkisráðuneytinu voru áverkar eftir hníf á báðum líkum og er dauði þeirra rannsakaður sem morð. Konurnar, sem báðar voru á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi um Marokkó.
18.12.2018 - 02:08
Tonn af kókaíni gert upptækt í Marokkó
Sjö voru handteknir eftir að marokkósk yfirvöld lögðu hald á yfir tonn af kókaíni í landinu. Lögreglan í Marokkó greindi frá þessu í gær. Einstaklingarnir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla efninu frá Suður-Ameríku til Evrópu.
09.12.2018 - 07:50
200 IS-liðsmenn færðir fyrir dóm í Marokkó
Yfir 200 marrokkóskir ríkisborgarar, sem börðust fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa verið handteknir og færðir fyrir dóm í Marokkó, eftir að þeir sneru þangað aftur. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir lögregluyfirvöldum í Marokkó.
05.05.2018 - 10:53
Kærður í Póllandi fyrir aðild að Parísarárásum
Marokkóskur karlmaður sem handtekinn var í Póllandi haustið 2016 tengist ekki aðeins hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið, heldur var hann einnig í beinum tengslum við ódæðismennina sem frömdu hin mannskæðu hryðjuverk í Parísarborg haustið 2015. Þetta fullyrða pólskir saksóknarar.
08.03.2018 - 04:46
15 tróðust undir í Marokkó
Minnst 15 manns, aðallega konur og gamalmenni, tróðust undir þegar verið var að dreifa mataraðstoð til íbúa bæjarins Sidi Boulaalam í Marokkó á sunnudag. Minnst tíu til viðbótar slösuðust í atganginum. Samkvæmt AP-fréttastofunni var verið að dreifa mat á vegum hjálparsamtaka á aðaltorgi bæjarins, sem er suður af Casablanca. Mun þetta vera vikulegur viðburður, sem allajafna gengur vel og friðsamlega fyrir sig.
20.11.2017 - 05:26
Marokkókonungur náðar yfir 1.000 mótmælendur
Múhameð VI, Marokkókonungur, náðaði í gær 1.178 manns sem handteknir hafa verið vegna þátttöku í hinum ýmsu mótmælaaðgerðum í Rif-héraðinu í norðurhluta landsins upp á síðkastið. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins tilkynnti þetta skömmu áður en konungur flutti sjónvarpsávarp í tilefni 18 ára krýningarafmælis síns. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að náðanirnar nái til allra þeirra, „sem ekki hafa framið glæpi og eru ekki flæktir í alvarlegar uppákomur."
30.07.2017 - 04:02