Færslur: Markaðsstofa Norðurlands

Telur að flest fyrirtækin standi faraldurinn af sér
Meirihluti fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi mun lifa faraldurinn af, að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Fleiri nái að þreyja þorrann en reiknað var með. Þá sé ferðaþjónustan á landsbyggðinni almennt með litlar skuldbindingar fyrir veturinn og vön að þurfa að bíða af sér tekjulitla mánuði.
Aflýsa flugi milli Amsterdam og Akureyrar í vetur
Ekkert verður af fyrirhuguðum ferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel til Akureyrar í vetur. Áætlaðar voru 10 flugferðir frá Amsterdam í febrúar og mars.
Bjartsýni í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telur að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem COVID-19 faraldurinn hefur orsakað, samkvæmt könnun Markaðsstofu Norðurlands. Rétt um helmingur fyrirtækjanna hefur ekki getað nýtt sér stuðningsaðgerðir stjórnvalda.
Myndskeið
Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn svokallaði á Norðurlandi var opnaður í dag með formlegum hætti í Jökulsárgljúfrum. Þó um nýja ferðamannaleið sé að ræða segir samgönguráðherra að á sama tíma sé þessi leið almennt mikil samgöngubót.
Voight Travel aflýsir flugi til Akureyrar
Voight Travel hefur aflýst öllum flugferðum til Akureyrar í sumar. Hollendingar ætla að ferðast innanlands og forsendur fyrir flugi eru brostnar. Verkefnisstjóri segir að ljósi punkturinn sé sá að vetrarferðir séu komnar í sölu.
19.06.2020 - 17:23
Erlendir ferðamann vilja fámenni og ósnortna náttúru
Erlendir ferðamann sækjast helst eftir fámenni, víðáttu og ósnotrinni náttúru þegar þeir ferðast um Norðurland og vilja ráða ferðahraða sínum sjálfir. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir Markaðsstofu Norðurlands. Niðurstöðurnar nýtast vel á næstu mánuðum við að ná ferðaþjónustunni upp úr þeim vanda sem nú blasir við.
Fyrstu viðbrögð við aðgerðarpakkanum ánægja
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir svo virðast sem stjórnvöld hafi hlustað á óskir ferðaþjónustunnar. Fyrstu viðbrögð við nýkynntum aðgerðarpakka sé ánægja. Hún óttast að ferlið gangi of hægt fyrir sig og segir fyrirtæki kalla eftir því að fá að nýta starfsfólk í hlutabótaleiðinni.
Hvetja sveitarfélög til að stika út gönguleiðir
Markaðsstofa Norðurlands hvetur sveitarfélög til að merkja gönguleiðir á COVID-19 óvissutímum. Þær séu gott og ódýrt veganesti fyrir ferðaþjónustuna. Átakinu er ætlað að efla innviði og vekja athygli á landshlutanum. Hnitum er safnað í gagnagrunn svo ekki þarf að styðjast eingöngu við stikur.