Færslur: Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings

MDE: Ríkið brotlegt í máli Bjarka
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að íslenska ríkið hafi brotið gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi.
Ríkið viðurkennir brot á rétti Magnúsar
Íslenska ríkið hefur undirritað sátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, þar sem viðurkennt er að ríkið hafi brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Þetta kom fram í máli Kristínar Edwald, verjanda hans, í málflutningi í Landsrétti í gær. Þá lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Magnúsi, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni vegna lánveitinga til vildarviðskiptavina skömmu fyrir hrun.
Ólafur afturkallar kæru til Mannréttindadómstólsins
Ólafur Ólafsson, iðulega kenndur við Samskip og fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi, hefur dregið kæru sína til Mannréttindadómstóls Evrópu til baka. Dómstóllinn hefur fellt mál hans niður.
MDE fjallar um fjárfestingar hæstaréttardómara
Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að fjalla um fjárfestingarumsvif tveggja íslenskra hæstaréttardómara. Ólafur Ólafsson, athafnamaður og einn aðaleigandi Kaupþings kærði þá Markús Sigurbjörnsson og Árna Kolbeinsson vegna fjárfestingarumsvifa í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Neitar að upplýsa um heimili Ólafs í Sviss
Samtök sparifjáreigenda hafa á nýjan leik höfðað 900 milljóna króna skaðabótamál á hendur Ólafi Ólafssyni vegna markaðmisnotkunar með bréf í Kaupþingi fyrir hrun. Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem Ólafur er búsettur í Sviss og lögmanni samtakanna hefur reynst ómögulegt að finna heimilisfang hans þar. Lögmaður Ólafs hefur hafnað því að skrifa undir stefnuna og neitað að upplýsa um raunverulegt heimilisfang hans í Sviss, að því er segir í stefnunni.
Ingólfur Helgason gjaldþrota
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness 15. mars síðastliðinn. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu. Þar skorar skiptastjórinn Lúðvík Örn Steinarsson á þá sem telja sig eiga kröfur á hendur Ingólfi að lýsa þeim í búið innan tveggja mánaða. Skiptafundur hefur verið boðaður 20. júní.
Öll sek í stóra markaðsmisnotkunarmálinu
Hæstiréttur staðfesti í dag sektardóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sex af níu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik en þyngdi dóm Hreiðars Más Sigurðssonar og gerði honum sex mánaða hegningarauka. Þá sakfelldi Hæstiréttur tvo sakborninga sem sýknaðir voru í héraði. Þar með er ljóst að öll níu voru sakfellt í Hæstarétti.
Ákæruvaldið vill fullnýta refsiramma
Aðalmeðferð fór fram í Hæstarétti í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þar eru níu ákærðir. Verjendur Kaupþingsmanna krefjast sýknu eða að málin verði ómerkt. Saksóknari telur sekt ákærðu blasa við og að sakfella beri þau öll, ekki bara þau sem samþykktu lánveitingar þær sem málið snýst um. Brotin séu fordæmalaus að stærð.
Málflutningur í Kaupþingsmáli í Hæstarétti
Málflutningur í allsherjarmarkaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Kaupþingsmönnum hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Forsvarsmenn Kaupþings fengu þunga dóma í héraði eftir margra vikna umfangsmikil réttarhöld í fyrravor.
Sýknaðir af ákæru um stórfelld umboðssvik
Hreiðar Már Sigurðusson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaðir fyrir stórfelld umboðssvik.
„Stórfelld markaðsmisnotkun"
Stjórnendur Kaupþingis frömdu umboðssvik og markaðsmisnotkun, ásamt því að stefna fjármunum bankans í verulega hættu, þegar þeir lánuðu félögum sem hvorki áttu aðrar eignir en hlutabréf né höfðu rekstur með höndum, umtalsverða fjármuni á árunum 2007 til 2008.
Hreiðar og Sigurður dæmdir
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í stóra markaðsmisnotkunarmálinu í Hérðasdómi Reykjavíkur. Hreiðar Már Sigurðsson var einnig sakfelldur, en honum var ekki gerð refsing umfram þann fangelsisdóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu.
Sjeikinn nefndur ýmsum nöfnum í dómsal
Maðurinn sem Al Thani-málið er kennt við var oft nefndur í réttarhöldum vegna ákæru um allsherjarmarkaðsmisnotkun í Kaupþingi, enda eru málin nátengd. Nokkuð var þó um að verjendur færu ekki alveg rétt með nafn sjeiksins frá Mið-Austurlöndum og breyttu þannig merkingu nafnsins nokkuð.
Vantaði barn í dómsalinn
Stærstu réttarhöldum sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins er lokið. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, sagði í lokin að stundum vantaði barn í dómsalinn, til að benda á að keisarinn væri ekki í neinum fötum.
Kaupþing hefði getað verið Landsbankinn
Verjandi Magnúsar Guðmundssonar segir að hann hafi ekki verið að gæta hagsmuna Kaupþings, heldur viðskiptavina dótturbankans í Lúxemborg, þegar þeim voru seld hlutabréf í Kaupþingi með láni frá bankanum. Magnús hefði verið í sömu stöðu ef Landsbankinn hefði viljað selja viðskiptavinum hans bréf.
Aðalmeðferð í Kaupþingsmáli lýkur í dag
Aðalmeðferð í einum umfangsmestu réttarhöldum Íslandssögunnar lýkur í dag. Þá klárast málflutningur vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Kaupþingi fyrir hrun.
Ákæran eins og ljósrit úr kennslubók
Það er eins og ákværuvaldið hafi ljósritað blaðsíður úr kennslubók í verðbréfafrétti og byggt ákæru sína á kenningum úr henni. Þetta sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs Kristins Guðmarssonar eins sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Gizur: ákærðir fyrir ákvarðanir yfirmanna
Starfsmenn eigin viðskipta hjá Kaupþingi eru ákærðir fyrir ákvarðanir sem yfirmenn þeirra tóku. Þetta sagði verjandi fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta í héraðsdómi í dag. Hann segir gögn málsins ekki sýna að verði hlutabréfa hafi verið haldið uppi.
Bauð ekki greiðslu fyrir umframréttindi
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segir rangt hjá Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að hann hafi farið fram á umframréttindi fyrir skjólstæðing sinn. Þá séu það ósannindi að hann hafi boðið borgun fyrir umframréttindi, fyrir hönd Sigurðar.
„Ósanngjarnt“ að láta Birni bera ábyrgðina
Fráleitt og ósanngjarnt er að láta almennan starfsmann í Kaupþingi bera ábyrgð á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun í bankanum. Þetta segir verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings.
Drekkur bláan orkudrykk með maraþonræðu
Verjandi í allsherjarmarkaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum hellti sér orkudrykk í glas áður en hann steig í pontu til að halda nokkurra klukkustunda langa ræðu fyrir dómnum. Nokkur þreyta virðist vera komin í þá sem sitja fimm vikna réttarhöldin.
„Greyið“ Ingólfur réð aldrei neinu
„Maður horfir líka á greyið hann Ingólf Helgason sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.“ Þetta segir yfirmaður hjá Kaupþingi í hleruðu símtali. Verjandi Ingólfs, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, segir að hann hafi verið deildarstjóri sem hafi ekki verið í áhrifastöðu.
Ekki brot að hafna daglegum bílferðum
Það voru engin mannréttindi brotin á Sigurði Einarssyni með því að keyra hann ekki milli Kvíabryggju og Reykjavíkur daglega meðan á réttarhöldum yfir honum stóð. Þetta segir forstjóri Fangelsismálastofnunar.
Telur fangelsisyfirvöld hafa brotið á sér
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, krefst þess að ákæru gegn sér, í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum, verði vísað frá dómi. Hann telur að brotið hafi verið á mannréttindum sínum með því að hann hafi ekki haft raunhæfan kost á að vera viðstaddur eigin réttarhöld.
Sakar saksóknara um blekkingar
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, telur að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð, við rannsókn markaðsmisnotkunarmáls gegn Kaupþingsmönnum.