Færslur: Mark Zuckerberg

Kindur veittu Zuckerberg hjónum félagsskap í sundi
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og forstjóri móðurfélagsins Meta, hefur deilt myndum úr nýlegri Íslandsför sinni. Zuckerberg var staddur hér á landi á dögunum ásamt eiginkonu sinni Pricilla Chan. Talið er að tilefni ferðarinnar hafi verið tinbrúðkaup hjónanna.
28.05.2022 - 09:04
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Níu milljarða dala hagnaður í skugga þungrar gagnrýni
Stjórnendur bandaríska samskiptarisans Facebook tilkynntu í gær að hagnaður fyrirtækisins síðasta ársfjórðung næmi níu milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur lengið undir þungu ámæli fyrir að láta gróðasjónarmið eitt ráða för.
Zuckerberg vísar ásökunum á bug
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, vísar ásökunum um að samfélagsmiðillinn ali á sundrung, skaði börn og að bönd verði að vera sett á hann algjörlega á bug. Þá segir hann ásakanir um að fyrirtækið setji hagnað ofar öryggi notenda ósannar. 
06.10.2021 - 04:20
Gengi hlutabréfa Facebook féll þegar kerfið hrundi
Skekkja við breytingar á innri stillingum netbeina sem stjórna umferð um netkerfi samskiptarisans Facebook varð til þess að samfélagsmiðlar og samskiptaforrit hættu að virka og urðu óaðgengileg síðdegis í gær. Samband komst ekki á fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Facebook bannar pólitískar auglýsingar fyrir kosningar
Facebook tilkynnti í dag að engar pólitískar auglýsingar yrðu leyfðar á vefsíðunni síðustu vikuna fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Í færslu frá Mark Zuckerberg forstjóra Facebook í dag segir að ekki sé hægt að líta svo á að þessar kosningar fari fram á venjulegum tímum, fyrirtækinu beri að vernda lýðræðið, það verði að aðstoða fólk við að skrá sig á kjörskrá og greiða atkvæði og gera sitt til að minnka hættu á ofbeldi og óróa.
03.09.2020 - 15:43
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50
Facebook gefur út sitt eigið sýndarfé
Þriðjudaginn 18. júní tilkynnti stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, stofnun nýs gjaldmiðils á vegum tæknirisans, rafmyntina Libra. Yfirlýst markmið Facebook er að tengja saman fólk og hefur fyrirtækið smám saman reynt að verða nauðsynlegur vettvangur fyrir æ fleiri svið mannlegra samskipta – kannski var það bara timaspursmál þar til að tæknirisinn reyndi að verða vettvangur fyrir fjárhagsleg samskipti.
Fréttaskýring
Dagar fréttaveitu Facebook gætu verið taldir
Facebook-notendur mega búa sig undir breytingar í nánustu framtíð á fréttaveitunni svokölluðu sem hefur verið miðdepillinn á Facebook nánast frá upphafi.
17.03.2019 - 09:27
WhatsApp, Instagram og Messenger sameinast
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, leggur á ráðin um sameiningu spjallvirkni þriggja smáforrita í eigu fyrirtækisins en það eru WhatsApp, Instagram og Facebook Messenger. Sérfróðir ætla að þar herði hann stjórnartaumana á hinum fjölbreyttu miðlum fyrirtækisins sem hefur beðið hnekki af ýmsu tagi síðustu misseri.
25.01.2019 - 15:54
Deildi upplýsingum með 52 framleiðendum
Samfélagsmiðlarisinn Facebook deildi upplýsingum notenda sinna með 52 framleiðendum hug- og vélbúnaðar, þar á meðal nokkrum í Kína, segir í ítarlegri umfjöllun The Washington Post um helgina. Fyrirtækið svaraði fyrirspurnum Bandaríkjaþings í rúmlega sjö hundruð blaðsíðna doðranti seint á föstudagskvöld. Facebook deildi upplýsingum með sumum fyrirtækjanna um árabil og gerir það enn í einhverjum tilfellum.
01.07.2018 - 04:02