Færslur: Mark Zuckerberg

Facebook bannar pólitískar auglýsingar fyrir kosningar
Facebook tilkynnti í dag að engar pólitískar auglýsingar yrðu leyfðar á vefsíðunni síðustu vikuna fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Í færslu frá Mark Zuckerberg forstjóra Facebook í dag segir að ekki sé hægt að líta svo á að þessar kosningar fari fram á venjulegum tímum, fyrirtækinu beri að vernda lýðræðið, það verði að aðstoða fólk við að skrá sig á kjörskrá og greiða atkvæði og gera sitt til að minnka hættu á ofbeldi og óróa.
03.09.2020 - 15:43
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50
Facebook gefur út sitt eigið sýndarfé
Þriðjudaginn 18. júní tilkynnti stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, stofnun nýs gjaldmiðils á vegum tæknirisans, rafmyntina Libra. Yfirlýst markmið Facebook er að tengja saman fólk og hefur fyrirtækið smám saman reynt að verða nauðsynlegur vettvangur fyrir æ fleiri svið mannlegra samskipta – kannski var það bara timaspursmál þar til að tæknirisinn reyndi að verða vettvangur fyrir fjárhagsleg samskipti.
Fréttaskýring
Dagar fréttaveitu Facebook gætu verið taldir
Facebook-notendur mega búa sig undir breytingar í nánustu framtíð á fréttaveitunni svokölluðu sem hefur verið miðdepillinn á Facebook nánast frá upphafi.
17.03.2019 - 09:27
WhatsApp, Instagram og Messenger sameinast
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, leggur á ráðin um sameiningu spjallvirkni þriggja smáforrita í eigu fyrirtækisins en það eru WhatsApp, Instagram og Facebook Messenger. Sérfróðir ætla að þar herði hann stjórnartaumana á hinum fjölbreyttu miðlum fyrirtækisins sem hefur beðið hnekki af ýmsu tagi síðustu misseri.
25.01.2019 - 15:54
Deildi upplýsingum með 52 framleiðendum
Samfélagsmiðlarisinn Facebook deildi upplýsingum notenda sinna með 52 framleiðendum hug- og vélbúnaðar, þar á meðal nokkrum í Kína, segir í ítarlegri umfjöllun The Washington Post um helgina. Fyrirtækið svaraði fyrirspurnum Bandaríkjaþings í rúmlega sjö hundruð blaðsíðna doðranti seint á föstudagskvöld. Facebook deildi upplýsingum með sumum fyrirtækjanna um árabil og gerir það enn í einhverjum tilfellum.
01.07.2018 - 04:02