Færslur: Mariupol

Breyta heitum tuga stræta og torga Kænugarðs
Götukort af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, verður senn úrelt, að sögn Vitali Klitschko. borgarstjóra. Borgaryfirvöld séu í óða önn að endurnefna 95 stræti og torg sem bera rússnesk heiti eða nöfn frá Sovéttímanum.
Zelensky segir sprengjuárás á fangelsi stríðsglæp Rússa
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Donetsk-héraði síðastliðna nótt vera stríðsglæp sem Rússar frömdu af ráðnum hug.
Sjónvarpsfrétt
Finna öryggi á Íslandi eftir hörmungar í Mariupol
Fjölskylda frá Maríupol, sem fengið hefur hæli hér á landi, var á fæðingarspítalanum sem Rússar sprengdu níunda mars. Eftir árásina höfðu þau engan annan stað til að dvelja á en í rústum spítalans. Þar héldu þau til í ellefu stiga frosti. 
03.07.2022 - 21:00
Óttast um yfir 1.000 úkraínska stríðsfanga í Rússlandi
Um eða yfir 1.000 fangar hafa verið fluttir til Rússlands frá úkraínsku hafnarborginni Mariupol síðan Rússar lögðu hana í rúst og tóku þar öll völd. Áhyggjur af föngunum - sem ekki eru allir úkraínskir - fara vaxandi, en Rússar segja þá hafa verið flutta yfir landamærin „vegna rannsóknar.“
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Rússar lýsa yfir algerum sigri í Mariupol
Úkraínustjórn skipaði í dag þeim hermönnum að leggja niður vopn sem enn hafast við í Azov-stálverksmiðjunni. Rússar lýstu því yfir að aðgerðum til að ná Mariupol væri lokið. Borgin væri á þeirra valdi.
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Úkraínskir hermenn fluttir úr stálverksmiðju í Mariupol
Yfir 260 úkraínskir hermenn hafa verið fluttir úr Azovstal stálverksmiðjunni í hafnarborginni Mariupol. Þetta staðfestir Ganna Malyar, staðgengill varnarmálaráðherra Úkraínu.
16.05.2022 - 22:29
Rússar hrökklast frá Karkív og einbeita sér að Donbas
Rekstraraðili gasdreifikerfisins í Úkraínu tilkynnti í gær að byrjað sé að dæla gasi á ný til yfir 3.000 viðskiptavina í gegnum dreifistöðvar í Karkív-héraði, sem skrúfað var fyrir þegar Rússar voru þar með her sinn. 54 gasdreifstöðvar í sjö héruðum Úkraínu eru enn óstarfhæfar vegna stríðsátakanna, segir í tilkynningu gasfélagsins.
16.05.2022 - 05:44
Vill halda Eurovision í Mariupol á næsta ári
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti lýsti því yfir í kvöld að hann vilji halda Eurovision í úkraínsku hafnarborginni Mariupol að ári. Úkraínska sveitin Kalush Orchestra fór með sigur af hólmi í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Tórínó á Ítalíu í kvöld.
15.05.2022 - 03:39
Um 560 úkraínskir þjóðvarðliðar fallnir
Rúmlega 560 úkraínskir þjóðvarðliðar hafa fallið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar. Oleksiy Nadtotsjí, æðsti yfirmaður þjóðvarðliðsins, greinir frá þessu og segir 1.697 þjóðvarðliða til viðbótar hafa særst. Þjóðvarðliðið er einskonar millistig hers og lögreglu, sem er virkjað til almenns hernaðar á stríðstímum og heyrir beint undir innanríkisráðuneytið.
12.05.2022 - 02:57
Almennir borgarar enn sagðir vera í stálverksmiðjunni
Enn er sagt öruggt að minnst eitt hundrað almennir borgarar hafist við í Azov-stálverksmiðjunni í hafnarborginni Mariupol. Rússneskar hersveitir hafa lengi setið um verksmiðjuna og láta sprengjum rigna yfir hana. Rússar gerðu sprengjuárás á hafnarborgina Odesa í kvöld.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Nokkur hundruð flutt frá Maríupol í dag
Reynt verður í dag að forða rúmlega þrjú hundruð almennum borgurum frá Maríupol í Úkraínu undan hernaðaraðgerðum Rússa. Þeirra á meðal eru tvö hundruð sem hafa haldið til á svæði Azovstal stálverksmiðjunnar í borginni. Leiðtogar Evrópusambandsríkja reyna í dag að koma sér saman um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
06.05.2022 - 12:17
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Mikið mannfall í loftárásum austanvert í Úkraínu
Loftárásir Rússa í austanverðri Úkraínu urðu 21 almennum borgara að bana í dag og hið minnsta 27 særðust. Um það bil mánuður er síðan jafnmargir almennir borgarar fórust á einum degi. Brottflutningur fólks úr Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol hélt áfram í dag.
Björgun úr Azov-stálverksmiðjunni fram haldið á morgun
Um það bil eitt hundrað almennir borgarar hafa verið fluttir á brott úr Azov-stálverksmiðjunni í úkraínsku hafnarborginni Mariupol. Rússneskt herlið hefur setið um borgina vikum saman.
Zelensky fundar með bandarískum ráðherrum
Líklegt þykir að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðli til Bandaríkjanna um afhendingu öflugra árásarvopna. Hann ræddi við Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin í kvöld. Aðstoðarmaður forsetans staðfestir fundinn.
24.04.2022 - 23:55
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
Vonir dvína enn um vopnahlé yfir rétttrúnaðarpáskana
Vonir hafa dvínað mjög um vopnahlé milli innrásarhers Rússlands og Úkraínumanna í tengslum við páskahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar. Viðræður þess efnis milli stríðandi fylkinga runnu út í sandinn fyrir helgi.
23.04.2022 - 07:36
Zelensky segir af og frá að Mariupol sé fallin
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir af og frá að hafnarborgin Mariupol sé komin undir yfirráð rússneska innrásarliðsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðhæfði í gær að tekist hefði að frelsa borgina undan yfirráðum Úkraínumanna.
Örlög eftirlifenda í Mariupol í höndum Rússlandsforseta
Vadym Boichenko, borgarstjóri í hafnarborginni Mariupol í Úkraínu, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ráði einn örlögum þeirra hundrað þúsund almennu borgara sem enn eru innikróaðir í rústum borgarinnar.
Pútín fagnar „frelsun“ Mariupol
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnaði í morgun „frelsun“ hafnarborgarinnar Mariupol úr höndum Úkraínumanna. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands tjáði forsetanum að borgin væri öll undir rússneskum ráðum utan Azovstal málmverksmiðjunnar.
Yfir fimm milljónir hafa flúið Úkraínu
Yfir fimm milljónir Úkraínumanna hafa flúið til annarra landa frá því að innrás rússneska hersins hófst 24. febrúar, þar af rúmlega fimmtíu þúsund síðastliðinn sólarhring. Yfir þúsund flugskeytum var skotið á skotmörk í austanverðri Úkraínu síðustu nótt. Rússnesk stjórnvöld segjast hafa sent Úkraínumönnum uppkast að friðarsamkomulagi.
20.04.2022 - 12:10