Færslur: Máritanía

Minnst átján fallnir í árásum í Malí
Að minnsta kosti fimmtán hermenn og þrír óbreyttir borgarar fórust í atlögum sem hermálayfirvöld í Malí segja vera skipulagðar hryðjuverkaárásir. Greint var frá árásunum í dag en gríðarleg óöld hefur ríkt í landinu um langa hríð.
28.07.2022 - 02:40
Alþjóða Rauði krossinn
Hungursneyð vofir yfir milljónum á Sahel-beltinu
Yfir 10,5 milljónir íbúa Búrkína Fasó, Malí, Níger og Máritaníu eiga á hættu að líða hungur á næstu vikum, segir í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um aðstæður fólks á Sahel-beltinu, sem teygir sig þvert yfir Afríku á mörkum Sahara-eyðimerkurinnar og gróðurlendisins suður af henni.
13.05.2022 - 04:36
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01