Færslur: Marine Le Pen

Macron fundar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, fundar í dag, þriðjudag, með formönnum flokka stjórnarandstöðunnar á franska þinginu.
Morgunútvarpið
Tíðindin í Frakklandi líkist pólitískum jarðskjálfta
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Miðjubandalag forsetans tapaði 100 þingsætum en Þjóðfylking Marie Le Pen bætti við sig í kosningunum og þá er nýtt vinstribandalag leitt af Jean-Luc Melenchon, næst stærst á eftir miðjubandalaginu.
20.06.2022 - 10:04
Macron heitir því að sameina sundraða Frakka
Helsta verkefni Emmanuels Macron eftir að hafa náð endurkjöri sem forseti Frakklands verður að sameina þjóðina. Mikillar sundrungar hefur gætt innanlands undanfarin ár en Macron varð í gær fyrstur Frakklandsforseta í tuttugu ár til að tryggja sér endurkjör.
Frakkar velja milli Macrons og Le Pen í dag
Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Kjörstaðir í sjálfu Frakklandi voru opnaðir klukkan sex og þeim verður lokað tólf klukkustundum síðar. Valið stendur milli miðjumannsins og forsetans Emmanuels Macron og hægri mannsins Marine Le Pen.
Sjónvarpstfrétt
Styttist óðum í úrslitastund í Frakklandi
Emmanuel Macron hefur enn forskot á Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi samkvæmt skoðanakönnunum. Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun, einn kjósenda segir að það verði líkt og að velja á milli svartadauða og kóleru.
Hörð lokabarátta í Frakklandi
Frambjóðendur í forsetakosningunum í Frakklandi á sunnudag keppast við að úthúða hvor öðrum á síðasta degi kosningabaráttunnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Emmanuel Macron fær um það bil 55 prósenta fylgi. Leiðtogar þriggja Evrópuríkja ráða Frökkum frá því að greiða Marine Le Pen atkvæði.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Spenna eykst fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi
Nýjustu skoðanakannanir í Frakklandi sýna að bilið breikkar milli forsetaframbjóðendanna Emmanuels Macrons og Marine Le Pen. Þau mætast í kappræðum í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld.
Navalní hvetur Frakka til að kjósa Macron
Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hvetur franska kjósendur til að kjósa Emmanuel Macron, sitjandi forseta, þegar þeir ganga að kjörborðinu á sunnudag.
Stuðningsmenn Frakklandsforseta vara við bjartsýni
Skoðanakannanir í Frakklandi sýna að Emmanuel Macron á eftir að sigra Marine Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Macron hvetur fólk til að mæta á kjörstað - ella kunni Frakkar að lenda í svipaðri stöðu og Bretar í Brexit kosningunum og Bandaríkjamenn þegar Donald Trump náði kjöri.
Evrópuþingið ætlar að endurheimta peningana
Evrópuþingið tilkynnti í dag um að það ætli sér að reyna að endurheimta það fjármagn sem Marine Le Pen, franskur forsetaframbjóðandi, var í gær sökuð um að hafa dregið sér á meðan hún gegndi Evrópuþingmennsku.
Kosningabarátta Macrons er hafin
Einvígi Emmanuels Macrons og Marine Le Pen um forsetaembættið í Frakklandi er hafið. Staðfest var í dag að þau hefðu fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í gær. Þau börðust einnig um það fyrir fimm árum og þá sigraði Macron með yfirburðum. Skoðanakannanir sýna að mjórra verður á mununum í ár.
Meginstraumurinn í frönskum stjórnmálum hruninn
Úrslit fyrri umferðar forsetakosninganna í Frakklandi í gær benda til þess að meginstraumsöflin í frönskum stjórnmálin séu hrunin til grunna. Þetta segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu. 
Ljóst að Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í dag. Meiri munur var á fylgi hans og hægrimannsins Marine Le Pen en kannanir bentu til.
Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi hafin
Franskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi. Búist er við að baráttan standi milli Emmanuels Macron forseta og Marine Le Pen sem stendur lengst til hægri í frönskum stjórnmálum.
Marine Le Pen sækir hart að Emmanuel Macron
Fylgi Emmanuels Macrons Frakklandsforseta og Marine Le Pen, frambjóðanda hægri þjóðernissinna, er nánast jafnt þegar kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag er að ljúka. Le Pen hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga.
Mjótt á munum milli Macron og LePen í nýrri könnun
Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Þá kemur í ljós hverjir tveir takast á fyrir seinni umferðina 24. apríl. Kannanir bera með sér að það verði Emmanuel Macron núverandi forseti og hægriöfgaleiðtoginn Marine Le Pen. Tólf eru í framboði.
Heimsglugginn: Eric Zemmour og Boris Johnson
Fjallað var um frönsk og bresk stjórnmál í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og enn er hart vegið að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson þennan fimmtudagsmorgun.
Heimsglugginn
Hægri frambjóðandi í Frakklandi dáist að Dönum
Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, hefur lýst aðdáun á stefnu Dana í innflytjendamálum. Zemmour vill að Frakkar taki sér Dani til fyrirmyndar og þrengi mjög lög um innflytjendur. Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem „endurheimt“ og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima.
Forsetaframbjóðandi meiddist lítillega á kosningafundi
Forsetaframbjóðandinn franski Eric Zemmour slasaðist lítillega þegar ráðist var að honum á kosningafundi sem hann hélt síðdegis í dag. Átök brutust út meðal áhorfenda meðan Zemmour flutti ræðu sína.
Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest
Maður ættaður frá Rúanda sem hefur játað að hafa borið eld að dómkirkjunni í Nantes síðastliðið sumar er jafnframt grunaður um hafa orðið kaþólskum presti í Vendée sýslu að bana í dag.
09.08.2021 - 14:16
Forsetakosningar í Frakklandi í apríl
Boðað var í dag til forsetakosninga í Frakklandi 10. apríl á næsta ári. Síðari umferðin fer fram hálfum mánuði síðar, þann 24. Kosið verður til þings í landinu 12. og 19. júní, að því er kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.
13.07.2021 - 13:42
„Lýðræðislegur skellur í andlit Frakka“
Niðurstöður liggja nú fyrir úr fyrri umferð sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi sem fóru fram í gær. Miðjuflokkur Emmanuels Macrons, LREM, rétt náði því 10% lágmarksfylgi sem þarf til þess að taka þátt í seinni umferð kosninganna sem fara fram næsta sunnudag. Mið-hægri flokkur Repúblikana í Frakklandi leiðir baráttuna eftir þessa fyrri kosningalotu en hann hlaut 27% atkvæða.
21.06.2021 - 09:07