Færslur: Marine Le Pen

Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest
Maður ættaður frá Rúanda sem hefur játað að hafa borið eld að dómkirkjunni í Nantes síðastliðið sumar er jafnframt grunaður um hafa orðið kaþólskum presti í Vendée sýslu að bana í dag.
09.08.2021 - 14:16
Forsetakosningar í Frakklandi í apríl
Boðað var í dag til forsetakosninga í Frakklandi 10. apríl á næsta ári. Síðari umferðin fer fram hálfum mánuði síðar, þann 24. Kosið verður til þings í landinu 12. og 19. júní, að því er kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.
13.07.2021 - 13:42
„Lýðræðislegur skellur í andlit Frakka“
Niðurstöður liggja nú fyrir úr fyrri umferð sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi sem fóru fram í gær. Miðjuflokkur Emmanuels Macrons, LREM, rétt náði því 10% lágmarksfylgi sem þarf til þess að taka þátt í seinni umferð kosninganna sem fara fram næsta sunnudag. Mið-hægri flokkur Repúblikana í Frakklandi leiðir baráttuna eftir þessa fyrri kosningalotu en hann hlaut 27% atkvæða.
21.06.2021 - 09:07
Fyrstu tölur í Frakklandi skellur fyrir Le Pen
Mið-hægri flokkur Repúblikana í Frakklandi er samkvæmt fyrstu tölum í efsta sæti í fyrstu umferð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í dag, og virðist hafa talsvert forskot á Þjóðernissinnaflokkinn Front National, sem virðist hafa gengið undir væntingum á lykilsvæðum í Suðurhluta landsins.