Færslur: Maríanna Clara Lúthersdóttir

Gagnrýni
Æsispennandi og auðlesin glæpasaga um trans stúlku
„Í Sterk ræðst Margrét ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún fjallar um unga trans stúlku, um þroskaferil hennar, um viðkvæmar aðstæður innflytjenda og um fórnarlömb mansals,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi Tengivagnsins um bókina Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur.
Gagnrýni
Lágstemmd og vönduð Snerting
Fjórtánda skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snerting, er vönduð smíð og snyrtilegt skáldverk sem hefði þó mögulega mátt við meiri óreiðu, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Jafnvægi ljóss og myrkurs
Dauðinn er sífellt nálægur í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi. „Frásögnin er oft knöpp en milli línanna liggur hafsjór af myrkri og sorg en líka mikið ljós.“
Gagnrýni
Vel heppnuð spennusaga um eyðingarmátt ástarinnar
Eldarnir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur er átakanleg ástarsaga í fleiri en einum skilningi en þó fyrst og fremst afskaplega vel lukkuð spennusaga, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Enginn er öruggur og hætturnar leynast víða
„Þetta eru skemmtilegar sögur, meinfyndnar margar en skilja eftir sig lúmskan óhug,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi um bókina Váboða eftir Ófeig Sigurðsson.
Enginn er syndlaus og syndin er víða
Eldum björn er glæpasaga – en afskaplega langt frá því að vera notalegur reyfari þar sem illvirkjarnir fá makleg málagjöld og heimurinn verður aftur góður í sögulok. Glæpir þeir sem skáldsagan tíundar eru raunar margir og vonska fólks tekur á sig ýmsar myndir en verst er illskan þegar hún bitnar á þeim sem síst skyldi, á börnum, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Svör við óleystum gátum í dauðadjúpum sprungum
Hraungjótur á Íslandi eru hyldýpi sem samkvæmt almannarómi geyma ýmsar beinagrindur. Í Tíbrá Ármanns Jakobssonar finnst lík í hraunsprungu, en það hefði sjálfsagt aldrei fundist ef sérstakar aðstæður hefðu ekki komið til. Undirliggjandi er sá óþægilegi grunur að í hraungjótum landsins megi finna svör við ýmsum óleysum gátum, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Allir taka frásögn sálfræðingsins með fyrirvara
Meðal vinsælustu glæpasagna síðustu missera hafa verið þær sem fjalla um konur sem lenda í skelfilegum hremmingum en er ekki trúað þegar þær leita hjálpar. Þerapistinn eftir Helene Flood fellur eins og flís við rass í þennan flokk sagna segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Bóksali í kulda og trekki
Fúllyndi bóksalinn Shaun Blythell er óvæginn í lýsingum sínum á samstarfsfólki sínu og gestum bókabúðar sinnar í bókinni Dagbók bóksala. Dómsdagsspár um dauða bókarinnar og bókabúða hanga þá yfir bóksalanum sem berst með kjafti og klóm gegn stóru bókabúðakeðjunum, rafbókavæðingunni og ekki síst Amazon-risanum í þessari fremur óvæntu metsölubók, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Draugar fortíðar birtast á blaði
Eldri maður sem gætir dóttursonar síns meðan foreldrarnir skreppa á ráðstefnu hljómar kannski ekki eins og uppskrift að spennubók, hvað þá spennubók með heimspekilegu ívafi og vangaveltum um sjálfsmynd manneskjunnar – en Grikkur eftir Domenico Starnone er líka óvenjuleg bók, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Saga sem sannar að rómantíkin er ekki dauð
Fyrsta skáldsaga Beth O'Leary er skemmtileg og lífleg lesning að mati Maríönnu Clöru Lúthersdóttur gagnrýnanda. „Jafnvel mætti segja að hér sé komin fullkomin bók fyrir sumarleyfið.“
Ný kynslóð írskra bókmennta
„Það má jafnvel segja að það eina ótrúverðuga við bókina sé hversu áhugaverðar og óklisjukenndar aðalpersónurnar séu – þær hafa alltaf eitthvað áhugavert að segja,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir um skáldsöguna Okkar á milli eftir Sally Rooney. Bókin þykir marka vatnaskil í írskri bókmenntasögu.