Færslur: María Rún Bjarnadóttir

Stafrænum kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði í covid
Blygðunarsemis- og kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum en nauðgunum fækkaði. Brotum gegn friðhelgi einkalífs fjölgaði einnig mikið. María Rún Bjarnadóttir, doktor í lögfræði og verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir að breytingarnar endurspegli bæði samfélagsbreytingar og áhrif aðgerða í faraldrinum.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að gögn um blæðingar verði notuð gegn konum
Nokkuð er um að konur í Bandaríkjunum séu hvattar til að eyða blæðingasmáforritum og gæta betur að stafrænu fótspori sínu á internetinu, eftir ákvörðun hæstaréttar í gær. Hætta sé á því að upplýsingum um tíðahring þeirra og kynheilsu sé safnað og þær notaðar gegn þeim.