Færslur: Margrét Erla Maack

Ófærð
Dulin hómófóbía áhorfenda mögulega að villa fyrir þeim
Annar þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudagskvöldið og spennuspekingar hlaðvarpsins Með ófærð á heilanum settust niður beint eftir þátt til að kryfja þær upplýsingar sem fram komu. Ýmsar kenningar eru uppi um hver beri ábyrgð á morðinu og hvernig muni spilast úr fléttunni. Athugið að færslan og þátturinn innihalda spilliefni úr Ófærð 3.
Gáfnaljósið
Rýkur af gáfnaljósum í harðri spurningakeppni
Margrét Erla Maack og Hrafnhildur Þórólfsdóttir áttust við í spurningaþættinum Gáfnaljósinu.
16.06.2021 - 09:43
Segðu mér
Viðurkenndi vanmátt sinn eftir erfitt fæðingarþunglyndi
Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og dansari, glímdi við alvarlegt þunglyndi eftir fæðingu dóttur sinnar. „Ég var komin í næstum því sjálfsvígshugsanir. Ég var komin í að líf barnsins míns og mannsins míns yrði betra ef ég myndi láta mig hverfa.“
15.06.2021 - 13:08
Þrír dómarar Gettu betur öll í sama bekk í MR
Jóhann Alfreð Kristinsson, sem nýverið tók við embætti dómara og spurningahöfundar í Gettu betur ásamt Laufeyju Haraldsdóttur, var bekkjarfélagi Margrétar Erlu Maack og Atla Steinþórssonar í MR. Þau hafa einnig hafa setið í dómarasæti í keppninni.
„Það er fólkið sem þú vilt ekki byrja með“
„Í dag eru margir sem nota Tinder í skorpum. Taka svona Tinder-tímabil og fá svo alveg nóg,“ segir Atli Fannar Bjarkason sem ásamt Margréti Erlu Maack ræddi stefnumótamiðla í Mannlega þættinum.
28.01.2019 - 16:36
Menningarvitinn: Margrét Erla Maack
Margrét Erla Maack er fyrir löngu orðin þjóðþekkt og sinnir mörgum og fjölbreyttum störfum. Meðal annars er hún vinsæll veislustjóri, dansari, danskennari, plötusnúður og spurningahöfundur. Hún stýrir einnig „burlesque“ dans- og leiksýningunni Reykjavík kabarett sem nýtur sívaxandi vinsælda.
10.11.2017 - 15:07
Límonaði drottningar
Í Rokklandi dagsins verður fjallað um plötuna Lemonade sem svarta gyðjan með dillibossann, sjálf drottningin af Ameríku - Beyoncé Knowles sendi frá sér í vikunni sem leið öllum að óvörum.
01.05.2016 - 08:47