Færslur: Maraþon

Svitaveisla í Mývatnssveit um helgina
Í dag er mikið um að vera í Mývatnssveit en þar fer fram árlegt Mývatnsmaraþon og hjólreiðakeppni. Tæplega 300 eru skráðir til leiks, bæði innlendir og erlendir.
28.05.2022 - 14:00
Þurfa ekki að endurgreiða miða í Reykjavíkurmaraþonið
Samkæmt skilmálum við kaup á miða í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fást miðar ekki endurgreiddir, en greint var frá í dag að hlaupinu yrði aflýst. Nokkuð hefur borið á óánægju með að ekki verði endurgreitt í ljósi óvenjulegra aðstæðna. Töluvert af gagnrýninni kemur frá erlendum þátttakendum sem eru ósáttir við að þurfa að breyta ferðaáætlunum sínum.
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Myndskeið
Tók þátt í Boston-maraþoninu á Vestfjörðum
Maður frá Texas í Bandaríkjunum tók þátt í Boston-maraþoninu í morgun. Kílómetrana 42 hljóp hann þó ekki í Boston, heldur í Skutulsfirði og Bolungarvík á Vestfjörðum.
Myndskeið
Forsetahjón, borgarstjóri og Steindi hlupu til góðs
Forsetahjónin, borgarstjórinn í Reykjavík, skemmtikrafturinn Steindi og fleiri hlupu til góðs í boðhlaupi í Reykjavík í dag. ÍBR og Íslandsbanki stóðu fyrir hlaupinu en Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem átti að fara fram í dag var fellt niður vegna kórónuveirufaraldursins.
22.08.2020 - 15:09
Myndskeið
Hlaupa til styrktar Berglindi í Stykkishólmi
Tæplega hundrað hlaupa til styrktar Berglindi Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, í Stykkishólmi í dag. Berglind slasaðist alvarlega í rútuslysi rétt fyrir utan Blönduós í janúar síðastliðnum þegar hún var á leið í skíðaferð með lækna- og hjúkrunarfræðinemum úr Háskóla Íslands. Berglind er fædd og uppalin í Stykkishólmi og spilar körfubolta með Snæfelli.
22.08.2020 - 12:32
Boston maraþoninu aflýst í fyrsta sinn í sögunni
Boston maraþoninu hefur verið aflýst í fyrsta sinn í 124 ára sögu hlaupsins. Maraþoninu hafði verið frestað frá 20. apríl til 14. september.
28.05.2020 - 22:20
Viðtal
Hlaupaferillinn hófst á tónleikatúr með Björk
Elín Edda Sigurðardóttir á næstbesta tíma íslenskra kvenna í maraþonhlaupi. Hún náði því takmarki í apríl þegar hún hljóp sitt fyrsta maraþon. Um liðna helgi hljóp hún annað maraþonhlaup sitt og bætti tímann sinn um fimm mínútur og tólf sekúndur. Aðeins Martha Ernstdóttir, þjálfari hennar, hefur hlaupið hraðar. En Elín Edda er ekki einhöm. Hún starfar sem læknir hjá Landspítalanum og á líka að baki lúmskan feril með einni stærstu tónlistarstjörnu heims.
03.11.2019 - 19:30
Verður tveggja tíma múrinn rofinn í október?
Keníski langhlauparinn Eliud Kipchoge, Ólympíumeistari í maraþonhlaupi hefur lengi stefnt að því að verða fyrstur í heiminum til að hlaupa maraþonhlaup á tíma sem er undir tveimur klukkustundum. Kipchoge stefnir nú að því að ná þessu langþráða markmiði í Vínarborg í Austurríki í október.
27.06.2019 - 10:15