Færslur: Már Kristjánsson

Ónæmið ekki langvarandi - fólk geti smitast endurtekið
Sjúklingur með COVID-19 lést á legudeild Landspítalans í gær. Fyrir helgi var nýgengi smita í samfélaginu ríflega 600 á hver 100 þúsund. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma, segir að á næstu dögum komi í ljós hvort allt fer á hliðina eftir mikið samkomuhald síðustu daga.
20.06.2022 - 12:40
Covid-veikindi leggjast þungt á Landspítalann á ný
Búið er að loka fyrir innlagnir á meltingafæradeild Landspítalans vegna fjölda Covid-smita. Smit hafa greinst á sjö deildum spítalans til viðbótar. Smitsjúkdómalæknir segir að vaxandi stríðsátök og fólksflótti kyndi undir smitsjúkdómafaraldra í heiminum. Hann á ekki von á því að apabólan verði til mikilla vandræða á vesturlöndum.
19.06.2022 - 17:43
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.
Viðtal
Smitað starfsfólk Landspítala gæti þurft að vinna
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir að staðan á spítalanum sé þung. Þónokkuð hafi verið um að starfsfólk hafi sagt upp vegna langvarandi álags. Núna starfar fólk á spítalanum sem er í sóttkví vegna COVID-19. Már segir að til greina komi að fylgja fordæmi Kanada, Bandaríkjanna og Svíþjóðar og fá starfsfólk í einangrun til starfa.
Næstum þriðji hver í sýnatöku smitaður
Fimm liggja á gjörgæsludeild Landspítala með covid. Næstum þriðji hver sem fór í sýnatöku í gær reyndist vera smitaður af kórónuveirunni. Hátt í níu þúsund manns eru í einangrun eða sóttkví. Smitsjúkdómalæknir á Landspítala segir að þó svo að innlögnum á spítalann hafi ekki fjölgað vegna veirunnar séu þeir sem liggi inni veikari en verið hefur.
Viðtal
Býst við 600 smitum á dag
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir að búast megi við sex hundruð nýjum smitum daglega ef þróunin verður sú sama hér og í Danmörku. Heilbrigðisráðherra fékk í morgun nýtt minnisblað frá sóttvarnalækni og um það verður rætt á fundi ráðherranefndar. Már segir að miðað við að miklu fleiri smit greinist hér daglega en áður, og hlutfall smitaðra er hærra í einkennasýnatöku, þá megi búast við verulegri fjölgun smita. 
20.12.2021 - 09:34
Munu ekki fara fram á bólusetningar starfsfólks
Tuttugu starfsmenn Landspítala hafa hafnað kórónuveirubólusetningu. Yfirlæknir á spítalanum segir ekki koma til greina að fara fram á að starfsfólk láti bólusetja sig. 
Hertar aðgerðir eini möguleikinn haldi fjölgun áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að haldi smitum áfram að fjölga sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Hann telur að hertar aðgerðir myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá almenningi. 84 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær - mesti fjöldi smita sem greinst hefur í rúma tvo mánuði.  
Segir meira álag þótt færri liggi inni vegna covid
Meira álag er á Landspítala en í fyrri bylgjum faraldursins, þótt færri liggi á spítala vegna veirunnar en áður, segir yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Slakari sóttvarnatakmarkanir valdi því að meira sé að gera á öðrum deildum spítalans en í fyrri bylgjum.
04.08.2021 - 18:27
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir til rannsóknar vegna gruns um endursýkingu
Vísindamenn Landspítalans rannsaka nú nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fólk hafi sýkst af COVID-19 í annað sinn. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans segir veiruna svo útbreidda að hún gæti sett starfsemi margra stofnana og fyrirtækja í uppnám.
Þrír af fjórum sem veiktust alvarlega eru bólusettir
Enn fjölgar á COVID-göngudeild Landspítalans, en spítalinn var í gærkvöld færður á hættustig. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir það vonbrigði en að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum.
Óskynsamlegt að halda útihátíðir við þessar aðstæður
Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir alveg ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé í vexti hér landi og hann hitti mjög mikið ungt fólk.
20.07.2021 - 22:45