Færslur: mansal

Næsta skref að skoða rannsókn mála sem tengjast mansali
„Eitt af næstu skrefum er að skoða og rýna rannsókn mála þar sem grunur hefur leikið á að um mansal sé að ræða og athuga hvort sé kannski einhverja meinbugi að finna sem skýra af hverju þessi mál koma ekki til kasta ákæruvaldsins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún er spurð að því hvernig standi til að bregðast við ábendingum til íslenskra stjórnvalda frá bandaríska utanríkisráðuneytinu um aðgerðir gegn mansali.
Segir ábyrgðina í höndum dómsmálaráðherra
„Dómsmálaráðherra þarf að svara því af hverju hér er ekki í gildi aðgerðaáætlun gegn mansali. Af hverju hér er ekki tekið fastar á hlutunum,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.  
„Svona mál er hreint og klárt glæpamál“
ASÍ kallar eftir rannsókn á tildrögum brunans við Bræðraborgarstíg í gær. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að bæta þurfi eftirlit með atvinnurekendum sem útvega starfmönnum sínum húsnæði og að herða þurfi viðurlög. 
Kúbanskir flóttamenn fundust í flutningabíl
Lögregla í Gvatemala fann á laugardaginn fimmtán Kúbverja sem höfðu þjappað sér saman í þröngu farmrými flutningabifreiðar.
15.06.2020 - 01:15
Myndskeið
Umfangsmikið mansalsmál til rannsóknar
50 milljónir hið minnsta hafa verið fluttar úr landi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál sem Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað í meira en ár. 39 hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og á annan tug hafa verið handteknir.
24.11.2019 - 19:44
Fólk á áttræðisaldri grunað um peningaþvætti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í síðustu viku tvo erlenda ríkisborgara, karl og konu á áttræðisaldri. Fólkið er grunað um peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga auk þess sem grunur leikur á að þau tengist smygli á fólki.
Þunguðum stúlkum bjargað frá mansalshring
Nítján þunguðum táningsstúlkum og konum var bjargað úr prísund mansalshrings í Nígeríu. Lögreglan segir að staðið hafi til að selja börnin þegar þau fæddust. Fórnarlömb mansalshringsins voru á aldrinum 15 til 28 ára.
01.10.2019 - 02:14
70 handtökur í aðgerðum gegn barnamansali
Europol handtók 70 manns í viðamiklum aðgerðum gegn barnamansali fyrr í sumar. Í aðgerðunum fundust yfir tvö hundruð þolendur mansals, þar af 53 börn. Lögregla í sextán Evrópusambandsríkjum, auk Íslands og Sviss tók þátt í aðgerðunum.
09.08.2019 - 12:20
Lokuðu vændissíðum á Norðurlöndum
Finnsk glæpasamtök sem stunduðu kynlífsþrælkun, peningaþvætti og ráku vændissíður á Norðurlöndum voru upprætt eftir viðamikla lögreglurannsókn yfirvalda í 14 löndum og fjórum heimsálfum.
10.07.2019 - 15:33
Nuddherbergið enn í íbúð Epsteins
Mál ákæruvaldsins gegn bandaríska kynferðisbrotamanninum og milljarðamæringnum Jeffrey Epstein var gert opinbert í gær. Hann er sakaður um að hafa stýrt kynlífsmansalshring þar sem hann beitti tugi stúlkna undir lögaldri kynferðislegu ofbeldi. 
09.07.2019 - 04:33
Stærsta mansalsmál Bretlands á síðari árum
Átta voru dæmd til fangelsisvistar í einu umfangsmesta mansalsmáli sem upp hefur komið í Bretlandi. Um 400 manns unnu fyrir fólkið, og fékk allt niður í 50 pens á dag að launum, jafnvirði um 75 króna. Á meðan græddu höfuðpaurarnir milljónir.
06.07.2019 - 06:29
Átta bjargað úr kjallara vændishúss á Spáni
Átta konum var komið til bjargar úr kjallara vændishúss í Marbella á Spáni á dögunum. Lögreglan segir rannsókn sína á húsinu hafa byrjað eftir símtal til mansalsábendingarlínu lögreglunnar. Þegar lögreglumenn fóru inni í húsið komust þeir að því að þar var vændisþjónusta allan sólarhringinn. Auk kvennanna átta voru 21 handtekinn, taldir vera meðlimir í glæpagengi sem stjórnað er af portúgalskri fjölskyldu.
10.06.2019 - 01:46
Vopn gegn kynlífsmansali
Vopn gegn kynlífsmansali er yfirskrift verkefnis sex nemenda í MPM-meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík. Ingunn Þorvarðar, ein í hópnum, segir að markmiðið sé að auka vitund hótelstarfsmanna um einkenni vændis eða kynlífsmansals. Ef það þekkir einkennin geti það brugðist rétt við.
09.05.2019 - 17:00
 · Innlent · mansal · vændi
74 mansalsmál á fjórum árum en engin ákæra
Af 74 mansalsmálum sem endað hafa á borði lögreglunnar frá 2015 fór aðeins eitt í ákærumeðferð  og var það fellt niður. Ríkisstjórnin birti nýverið áherslur í aðgerðum gegn mansali.
09.04.2019 - 12:14
Segir áherslurnar vonbrigði og metnaðarlausar
Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali eru vonbrigði og lýsa metnaðarleysi í þessum málaflokki á Íslandi, segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Ríkisstjórnin birti nýjar áherslur í aðgerðum gegn mansali á föstudag.
01.04.2019 - 12:29
Tekið verið mið af gagnrýni Evrópuráðsins
Dómsmálaráðuneytið hyggst taka mið af athugasemdum Evrópuráðsins en ráðuneytið vinnur nú að lokadrögum að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í mansalsmálum. Í úttekt Evrópuráðsins sem gerð var opinber í gær sætir Ísland gagnrýni og segir að samræma baráttu gegn mansali, meðal annars með því að koma á fót embætti sem hefur umboð og úrræði til að kalla saman alla þá sem málið snertir.
15.03.2019 - 16:06
Enn ein svört skýrslan kemur ekki á óvart
Enn ein svört skýrslan um mansal á Íslandi á ekki að koma neinum á óvart, segir forseti Alþýðusambandsins. Evrópuráðið segir margt enn ógert hér á landi til að sporna gegn mansali. Stjórnvöldum hefði verið nær að bregðast fyrr við athugasemdum verkalýðshreyfingar, segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins.
15.03.2019 - 12:11
Vilja afl til að samræma aðgerðir gegn mansali
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tekið sig á í ýmsum þáttum sem snúa að baráttu gegn mansali er enn margt ógert. Þetta er niðurstaðan í úttekt á vegum Evrópuráðsins. Höfundar úttektarinnar skora á stjórnvöld að samræma baráttu gegn mansali, meðal annars með því að koma á fót embætti sem hefur umboð og úrræði til að kalla saman alla þá sem málið snertir. Stjórnvöld eru líka hvött til að setja upp þjóðaráætlun um hvernig best sé að haga þessari baráttu og tryggja þá fjármuni sem til þurfi.
14.03.2019 - 23:05
Mansalsáætlun dómsmálaráðherra væntanleg
Aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali verður kynnt á næstu vikum, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Drög að áætluninni voru kynnt á teymisfundi í ráðuneytinu í liðinni viku og eru þau nú í samráðsferli.
17.02.2019 - 12:39
Taka saman höndum gegn kynlífsmansali
Samstarf um að sporna gegn kynlífsmansali sem fram fer á hótelum og leiguíbúðum í Reykjavík er í bígerð. Reykjavíkurborg stóð fyrir vinnustofu í dag þar sem ákveðið var að taka saman höndum.
26.10.2018 - 19:26
Nauðsynlegt að auka vitund allra um mansal
Knut Bråttvik yfirlögregluþjónn í Noregi, sem fæst við mansalsmál, segir mikilvægt að þekking fólks um mansal verði aukin. Allir verðir að leggja sitt af mörkum til að uppræta þessa glæpastarfsemi.
14.09.2017 - 17:15
Bíða gagna í meintu mansalsmáli
Stéttarfélagið Eining-Iðja bíður nú gagna frá veitingastaðnum Sjanghæ, þar sem grunur er um vinnumansal. Grunur leiki á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. Starfsmenn stéttarfélagsins Einingar-Iðju ræddu við starfsfólk veitingastaðarins í gærkvöld, með aðstoð túlks.
31.08.2017 - 09:19
„Verðum að styrkja stöðu þolenda“
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, segir fulla ástæðu til að breyta lögum þannig að þolendur í mansalsmálum geti stundað atvinnu hér á landi. Styrkja þurfi stöðu þolenda á meðan á rannsókn mansalsmála stendur.
29.06.2017 - 15:59
Mansalsskýrsla ekki áfellisdómur yfir lögreglu
Skýrsla bandarískra stjórnvalda, sem sýnir skort á aðgerðum gegn þrælahaldi á Íslandi, er ekki áfellisdómur yfir lögreglunni, segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar í Reykjavík. Frekar sýni hún að stjórnvöld í heild hafi ekki gripið í taumana. Kynlífsþrælkun og vinnuánauð í ferðaþjónustu viðgengst hér samkvæmt úttektinni. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að ráðast í forvirkar aðgerðir til að uppræta þrælahald.
28.06.2017 - 20:59
Kínverjar í vinnuþrælkun víða um heim
Kína hefur verið fært niður í þriðja og neðsta flokk þegar kemur að því að takast á við mansal, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í þeim flokki eru einnig Rússland, Sýrland, Suður-Súdan og Íran.
28.06.2017 - 10:32
Erlent · mansal · Kína