Færslur: Manntal

Íslendingar tíu þúsundum færri en áður var talið
Tæplega tíu þúsundum færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra en opinber gögn sýndu. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Landsmenn voru alls 359.112 samkvæmt manntali Hagstofunnar þann 1. janúar í fyrra, en 368.791 var skráður í þjóðskrá.
14.11.2022 - 13:04
Fólksfjöldatölur ónákvæmar vegna lögheimilisskráningar
Um það bil eins og hálfs prósenta skekkjumörk eru varðandi réttan íbúafjölda í landinu. Fagstjóri manntals hjá Hagstofu Íslands telur líklegt að með manntali 2021 sem birt verður síðar á árinu hafi skekkjan aukist. Það valdi þó ekki miklum usla.
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Hagstofan tekur manntal í ársbyrjun 2021
Hagstofa Íslands tekur manntal í byrjun næsta árs, það fyrsta í tíu ár. Morgunblaðið greinir frá og vísar í bréf sem Hagstofan sendi sveitarstjórnum á landinu, þar sem þess er óskað að þær veiti ýmsar upplýsingar um íbúa sveitarfélaganna. Manntal var síðast tekið hér á landi árið 2011, en þar áður árið 1981.
15.12.2020 - 05:19

Mest lesið