Færslur: Mannréttindamál

Kanslari og prins ræddu orkuviðskipti og mannréttindi
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er á ferð um miðausturlönd þar sem hann vonast til að komast að samkomulagi um kaup á jarðgasi. Hann ræddi hvort tveggja viðskipti og mannréttindi við leiðtoga Sádí-Arabíu í gær.
Herinn hótar hörðum aðgerðum gegn mótmælendum
Íranski herinn boðar hörku gegn mótmælendum í landinu, sem herinn kallar óvini ríkisins í yfirlýsingu frá því í morgun. Reuters hefur eftir yfirlýsingunni að herinn sé reiðubúinn að mæta óvininum til þess að tryggja öryggi og frið í landinu. Herinn segir mótmælaaðgerðirnar örvæntingarfullar og hluta af illri vegferð óvinarins til að veikja hið íslamska íranska ríki. Forseti landsins segir málfrelsi ríkja í landinu.
23.09.2022 - 09:53
Raisi segir málfrelsi ríkja en upplausn sé ekki liðin
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir málfrelsi ríkja í landinu en að stjórnvöld geti ekki sætt sig við upplausnarástand. Að minnsta kosti 17 eru látin í fjölmennum mótmælum vegna dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu.
Sjónvarpsfrétt
Tekjumunur mikill eftir kynhneigð fólks
Mikill munur er á tekjum eftir kynhneigð á Íslandi. Þrátt fyrir meiri menntun eru hommar með þriðjungi lægri tekjur en gagnkynhneigðir karlmenn. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem kynnt var í dag á ráðstefnu í Veröld - húsi Vigdísar.
Bandaríkjamenn ávíttir fyrir „óásættanleg ummæli“
Utanríkisráðuneyti Túnis kallaði sendifulltrúa Bandaríkjanna á teppið í dag. Tilgangurinn var að fordæma það sem þeir nefna óásættanlegar yfirlýsingar bandarískra embættis- og stjórnmálamanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá og stjórnmálaþróun í landinu.
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Kynhlutlaus skráning í bandarískum vegabréfum
Útgáfa vegabréfa með kynhlutlausri skráningu hófst í Bandaríkjunum í gær. Vegabréfin eru ætluð kynsegin Bandaríkjamönnum, þeim sem hvorki flokka sig sem karl né konu.
12.04.2022 - 06:00
Dómari í Texas bannar rannsókn á foreldrum transbarna
Með úrskurði dómara verður tímabundið komið í veg fyrir að yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum megi rannsaka foreldra transbarna og -unglinga í ríkinu. Dómari sagði reglugerð Gregs Abbott ríkisstjóra fara í bága við stjórnarskrá ásamt því að hún ylli transbörnum og foreldrum þeirra óbætanlegum skaða.
Fagna frumvarpi um bann við bælingarmeðferðum
Samtökin 78 fagna nýju frumvarpi sem myndi gera svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar. Formaður samtakanna segir slíkar meðferðir stundaðar á laun hér á landi.
21.01.2022 - 17:17
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Metfjöldi flóttafólks sigldi yfir Ermarsund árið 2021
Metfjöldi flótta- og farandfólks fór yfir Ermarsund til Bretlands á síðasta ári eða yfir 28 þúsund. Það er þrefaldur fjöldi ársins 2020. Langflest lögðu í siglinguna á litlum kænum og sum komust aldrei á áfangastað.
Sendimenn ræða mannúðarógnina sem blasir við Afganistan
Sendinefndir 57 múslímaríkja ræða saman í höfuðborg Pakistan í dag til að finna sameiginlega lausn á mannúðarógninni sem blasir við í nágrannaríkinu Afganistan.
Tikhanovsky dæmdur í 18 ára fangelsi
Einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi, Sergei Tikhanovsky, var í morgun dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að skipuleggja óeirðir og halda uppi andófi gegn forsetanum, Alexander Lukashenko.
14.12.2021 - 12:18
Verður ekki lögsóttur vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða
Dómari í Suður-Ameríkuríkinu Perú úrskurðaði á föstudag að ekki mætti lögsækja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða sem talið er að gerðar hafi verið í stjórnartíð hans.
Frjálslyndi Hollendinga kennt um útbreiðslu COVID-19
Holland er eitt þeirra landa sem hvað verst hefur orðið úti í kórónuveirufaraldrinum. Sérfræðingar telja að ástæður þess megi rekja til ríkrar hefðar fyrir einstaklingsfrelsi og samfélagsábyrgð í landinu.
Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.
Krefja danska ríkið bóta fyrir félagslega tilraun
Hópur Grænlendinga er tilbúinn að höfða mál á hendur danska ríkinu fyrir félagslega tilraun sem þeir voru látnir sæta árið 1951, greiði ríkið ekki bætur. Danska ríkið ákvað að tuttugu og tvö börn skyldu tekin frá fjölskyldum sínum í þeim tilgangi að skapa dönskumælandi yfirstétt Grænlendinga.
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.
ÖBÍ skorar á þingmenn að sýna hugrekki og dug
Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn af sýna hugrekki og dug til að rétta hlut fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður sambandsins á aðalfundi þess sem lauk í dag.
Varað við hungursneyð vegna þurrka og stríðsátaka
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varar við að hungursneyð geti blasað við milljónum Afgana. Þurrkum og stríðsástandi sé fyrst og fremst um að kenna. Áríðandi sé að styðja við íbúa landsins.
Fjöldi ríkja lýsir áhyggjum af örlögum afganskra kvenna
Evrópusambandið, Bandaríkin og 18 önnur ríki lýsa í sameiningu miklum áhyggjum af örlögum afganskra stúlkna og kvenna. Ríkin hvetja stjórn Talibana til að tryggja öryggi kvenna.
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13