Færslur: Mannréttindadómstóll Evrópu

Viðtal
Staðfestir áfellisdóm yfir vinnubrögðum ráðherra
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir áfellisdóm Hæstaréttar yfir vinnubrögðum fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta er mat lagaprófessors. Dómurinn virðist eiga að vera fordæmisgefandi fyrir önnur Evrópuríki, til að mynda Póllandi, Ungverjaland og Tyrkland. Landsréttardómararnir fjórir sem ráðherra skipaði á sínum tíma hafi ekki verið rétt skipaðir.
Sigríður fær harðar ákúrur frá dómurum yfirdeildarinnar
Allir 17 dómarar yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu voru í grundvallaratriðum sammála um að staðfesta úrskurð dómstólsins í Landsréttarmálinu. Í dómnum, sem var birtur í morgun, er mikilvægi sjálfstæðis dómstóla margítrekað og ákvarðanir Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og samþykki þeirra á Alþingi, metnar ólöglegar. Þetta er endanleg niðurstaða Mannréttindadómstólsins og ekki hægt að áfrýja dómnum.
Yfirdeildin staðfestir dóm MDE í Landsréttarmálinu
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti dóm MDE í Landsréttarmálinu. Úrskurðurinn var birtur á vefsíðu MDE klukkan rúmlega 10 í morgun að íslenskum tíma. Allir 17 dómarar deildarinnar voru sammála um niðurstöðuna í grundvallaratriðum.
Fréttaskýring
Landsréttarmálið – stór áfangi í dag með úrskurði MDE
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg kveður upp úrskurð sinn í Landsréttarmálinu í dag, klukkan tíu að íslenskum tíma. Yfirdeildin ákvað síðasta haust að taka mál íslenska ríkisins til umfjöllunar eftir að dómstóllinn úrskurðaði það bótaskylt í mars 2019, vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt. En um hvað snýst Landsréttarmálið?
Óvissa gæti verið uppi um hundruð dóma Landsréttar
Ef yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir dóm réttarins í svokölluðu Landsréttarmáli liggur ekki fyrir hvernig farið verður með þá rúmlega 300 dóma sem dæmdir voru af þeim fjórum dómurum sem málið tekur til.
Dæmt í Landsréttarmálinu á fullveldisdaginn
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu kveður upp dóm sinn í Landsréttarmálinu á fullveldisdaginn, 1. desember. Þetta kemur fram í bréfi sem dómstóllinn sendi málsaðilum. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars 2019 að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu við skipan dómara í Landsrétt.
Skattaembætti sameinuð – tvöföld refsing útilokuð
Embætti skattrannsóknastjóra færist undir Skattinn í nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar má rekja til dóma Mannréttindadómstólsins um óheimilar tvöfaldar refstingar við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Fjármálaráðherra vonast til að hægt verði að tryggja betri samfellu og utanumhald um rannsókn og meðferð mála sem varða skattaundanskot og skattalagabrot með nýju frumvarpi.
Telur Róbert Spanó ekki geta gert annað en sagt af sér
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands í byrjun mánaðarins olli töluverðum deilum sem enn sér ekki fyrir endann á. Einn helsti sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Mannréttindadómstólsins krefst afsagnar Róberts, sem hafi með heimsókn sinni skaðað orðspor dómstólsins varanlega. Hann hafi engan annan kost en að segja af sér.
Morgunútvarpið
Þórhildur Sunna: Tyrklandsheimsókn Róberts réttlætanleg
Það er réttlætanlegt að Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, hafi farið í opinbera heimsókn til Tyrklands. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur mannréttindalögfræðings og þingmanns Pírata sem var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun. Fulltrúar dómstólsins verða að vera óhlutdrægir gagnvart sínum aðildarríkjum, hefði Róbert ekki þegið boðið hefði það verið til marks um hið gagnstæða.
Segir Róbert Spanó hafa gert skyldu sína
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, notaði tjáningarfrelsið sem staða hans færir honum, til að veita þeim kjark sem eigi skilið að heyra frjáls og sanngjörn orð. Þetta segir Vladimiro Zagrebelsky, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í aðsendri grein í ítalska blaðinu La Stampa í dag. Þar bregst hann við þeirri gagnrýni sem Róbert hefur fengið fyrir að taka við heiðursdoktorsnafnbót í Tyrklandi.
Gagnrýndur fyrir að taka við heiðursdoktorsnafnbót
Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu tók í dag við heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Istanbúl.  Lögmaður prófessors sem var rekinn þaðan telur þetta hafa áhrif á traust skjólstæðinga til mannréttindadómstólsins. Róbert segir nafnbótina byggða á hefð og að hún hafi verið þegin eftir gaumgæfilega athugun dómstólsins.
Myndskeið
„Fólkið sem rak mig veitir þér heiðursgráðu“
Róbert Spanó varð í dag fyrsti forseti Mannréttindadómstóls Evrópu sem fer í opinbera heimsókn til Tyrklands. Heimsóknin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna þess að mannréttindi séu þar fótum troðin og tugþúsundir mála tengd mannréttindabrotum hafa verið send Mannréttindadómstólnum.
Myndskeið
Talaði um brot gegn dómurum í ræðu í Tyrklandi
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, lagði áherslu á sjálfstæði dómstóla þegar hann flutti ávarp hjá tyrkneskri réttarfarsstofnun sem þjálfar dómara í dag. Hann er í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Róbert tiltók sérstaklega að Mannréttindadómstóllinn hefði réttað í málum dómara sem kærðu ólöglega brottrekstra úr embætti í heimalandinu. Hann vísaði einnig til þess að tyrkneskir dómarar hefðu leitað til dómstólsins eftir handtökur í Tyrklandi og sagði að þau mál yrðu skoðuð vandlega.
Liechtenstein vill tífalda stærð sína og leitar til MDE
Stjórnvöld í Liechtenstein hafa leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu með það fyrir augum að endurheimta landsvæði sem nú telst til Tékklands. Deilurnar hafa staðið yfir í áratugi.
Kæra Rússa til Mannréttindadómstólsins
Stjórnvöld í Hollandi hafa ákveðið að kæra Rússa til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir þátt þeirra í að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Með henni fórust hátt í þrjú hundruð manns.
MDE fjallar um mál Magnúsar Guðmundssonar
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Hann lagði fram kæru vegna mögulegs vanhæfis tveggja dómara sem dæmdu í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða árið 2016.
Mannréttindadómstóllinn vísaði máli Carls Jóhanns frá
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að mál Carls Jóhanns Lilliendahl, sem dæmdur var fyrir hatursorðræðu í Hæstarétti Íslands fyrir þremur árum, sé ekki tækt til efnismeðferðar. Málinu var því vísað frá.
„Mjög umhugsunarvert fyrir Hæstarétt Íslands“
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn sex fyrrverandi starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeir voru dæmdir í Hæstarétti 2016 fyrir verðsamráð, en töldu málsmeðferðina ólögmæta þar sem engar vitnaleiðslur fóru fram og því var engin bein sönnunarfærsla fyrir Hæstarétti. Sátt um bótagreiðslur náðist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Lögmaður eins þeirra býst við að allir íhugi að sækja frekari skaðabætur.
Ríkið viðurkennir brot í samráðsmáli fyrir MDE
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot í málum fyrrverandi starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir verðsamráð fyrirtækjanna. Sátt náðist í málinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem birti niðurstöður í máli mannanna í morgun.
Dómur MDE ætti að vega þungt í endurupptökumáli
Lögmaður Elínar Sigfúsdóttur segir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem úrskurðaði í morgun að ekki hafi verið gætt að hæfi dómara í máli hennar, auki líkurnar á að mál hennar verði tekið upp að nýju.
Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Elínu Sigfúsdóttur, einum af æðstu stjórnendum Landsbankans fyrir hrunið 2008, andvirði 1,7 milljóna króna í bætur.
MDE er ekki hefðbundinn dómstóll
Hæstiréttur Íslands verður áfram æðsti dómstóll landsins burt séð frá niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fullyrðir að niðurstaðan í málinu kennt við Landsrétt hafi ekki bein réttaráhrif á Íslandi.
Viðtal
Einfaldast ef Alþingi setti lög um málin
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir óvíst hversu mörg málin yrðu sem farið yrði fram á endurupptöku á færi svo að Ísland tapaði fyrir Mannréttindadómstólnum. Hreinlegast kynni vera að Alþingi setti lög um þessi mál sérstaklega þannig að málin færu beint í málsmeðferð í stað þess að fara fyrir endurupptökunefnd.
Tólf sambærileg mál frá Íslandi bíða meðferðar
Tólf mál frá Íslandi, sambærileg Landsréttarmálinu svokallaða, bíða meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg.
Héraðssaksóknari og skattayfirvöld hugsanlega sameinuð
Í skoðun er að sameina embætti skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara. Þetta er ein af tillögum nefndar um rannsókn og saksókn skattalagabrota sem stofnuð var til að bregðast við gagnrýni í nýlegum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu.
04.02.2020 - 13:59