Færslur: Mannréttindadómstóll Evrópu

MDE fjallar um mál Magnúsar Guðmundssonar
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Hann lagði fram kæru vegna mögulegs vanhæfis tveggja dómara sem dæmdu í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða árið 2016.
Mannréttindadómstóllinn vísaði máli Carls Jóhanns frá
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að mál Carls Jóhanns Lilliendahl, sem dæmdur var fyrir hatursorðræðu í Hæstarétti Íslands fyrir þremur árum, sé ekki tækt til efnismeðferðar. Málinu var því vísað frá.
„Mjög umhugsunarvert fyrir Hæstarétt Íslands“
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn sex fyrrverandi starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeir voru dæmdir í Hæstarétti 2016 fyrir verðsamráð, en töldu málsmeðferðina ólögmæta þar sem engar vitnaleiðslur fóru fram og því var engin bein sönnunarfærsla fyrir Hæstarétti. Sátt um bótagreiðslur náðist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Lögmaður eins þeirra býst við að allir íhugi að sækja frekari skaðabætur.
Ríkið viðurkennir brot í samráðsmáli fyrir MDE
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot í málum fyrrverandi starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir verðsamráð fyrirtækjanna. Sátt náðist í málinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem birti niðurstöður í máli mannanna í morgun.
Dómur MDE ætti að vega þungt í endurupptökumáli
Lögmaður Elínar Sigfúsdóttur segir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem úrskurðaði í morgun að ekki hafi verið gætt að hæfi dómara í máli hennar, auki líkurnar á að mál hennar verði tekið upp að nýju.
Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Elínu Sigfúsdóttur, einum af æðstu stjórnendum Landsbankans fyrir hrunið 2008, andvirði 1,7 milljóna króna í bætur.
MDE er ekki hefðbundinn dómstóll
Hæstiréttur Íslands verður áfram æðsti dómstóll landsins burt séð frá niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fullyrðir að niðurstaðan í málinu kennt við Landsrétt hafi ekki bein réttaráhrif á Íslandi.
Viðtal
Einfaldast ef Alþingi setti lög um málin
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir óvíst hversu mörg málin yrðu sem farið yrði fram á endurupptöku á færi svo að Ísland tapaði fyrir Mannréttindadómstólnum. Hreinlegast kynni vera að Alþingi setti lög um þessi mál sérstaklega þannig að málin færu beint í málsmeðferð í stað þess að fara fyrir endurupptökunefnd.
Tólf sambærileg mál frá Íslandi bíða meðferðar
Tólf mál frá Íslandi, sambærileg Landsréttarmálinu svokallaða, bíða meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg.
Héraðssaksóknari og skattayfirvöld hugsanlega sameinuð
Í skoðun er að sameina embætti skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara. Þetta er ein af tillögum nefndar um rannsókn og saksókn skattalagabrota sem stofnuð var til að bregðast við gagnrýni í nýlegum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu.
04.02.2020 - 13:59
Dómarar í leyfi sækja um dómaraembætti
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og einn umsækjenda um embætti Landsréttardómara, hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann lýsir yfir efasemdum um lögmæti þess að Landsréttardómarar, sem séu í leyfi, geti sótt um embættið. Verði umsóknirnar metnar gildar ætlar Ástráður að láta reyna á þá niðurstöðu, að því er segir í bréfinu.
Stefna Hollandi fyrir Mannréttindadóm vegna Srebrenica
Hópur kvenna sem missti ættingja í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníustríðinu í júlí 1995, þar sem yfir átta þúsund bosnískir múslimar voru myrtir á þremur dögum, hafa stefnt hollenskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna voðaverkanna.
Myndskeið
Í engum sérstökum félagsskap við Pólverja
Dómsmálaráðherra lítur ekki svo á að Ísland sé í félagsskap með pólskum stjórnvöldum þótt þau hafi lýst yfir stuðningi við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Stuðningsyfirlýsingin breyti engu um hvernig Ísland reki málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Myndskeið
Pólverjar styðja íslenska ríkið í Landsréttarmálinu
Pólsk stjórnvöld styðja íslenska ríkið í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Pólverjar liggja undir ámæli fyrir afskipti framkvæmdavaldsins af dómstólum.
Ærumeiðingar verða ekki refsiverðar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bætur vegna ærumeiðinga. Það felur í sér að ærumeiðingar varða ekki lengur við hegningarlög og verða því ekki refsiverðar.
Hlýtt á málflutning lögmanna í Strassborg
Málflutningur í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu fór fram í Strassborg í dag. Þetta er fyrsta íslenska málið sem tekið er fyrir í nýrri yfirdeild Mannréttindadómstólsins.
Myndskeið
MDE skoðar rannsóknarnefnd
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhauser að einkavæðingu Búnaðarbankans til skoðunar. Ríkið þarf meðal annars að svara því hvort störf nefndarinnar hafi haft ígildi sakamálarannsóknar og hvort Ólafur hafi notið réttarverndar samkvæmt því.
MDE fjallar um fjárfestingar hæstaréttardómara
Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að fjalla um fjárfestingarumsvif tveggja íslenskra hæstaréttardómara. Ólafur Ólafsson, athafnamaður og einn aðaleigandi Kaupþings kærði þá Markús Sigurbjörnsson og Árna Kolbeinsson vegna fjárfestingarumsvifa í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Íslenska málið það eina sem MDE tók upp á ný
Yfirdeild Mannréttindadómsstóls Evrópu tók afstöðu til 21 úrskurðar á mánudaginn en ákvað að taka aðeins eitt mál fyrir. Það er Landsréttarmálið svokallaða, áfrýjun íslenska ríkisins á úrskurði neðri deildar dómstólsins um að ekki hafi verið rétt staðið að skipun dómara við Landsrétt.
Viðtal
Þarf að horfa á ákvörðun MDE í víðara samhengi
Formaður Lögmannafélags Íslands segir að horfa verði á ákvörðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, um að taka Landsréttarmálið svokallaða fyrir, í víðara samhengi. Vandræðagangur hafi verið að undanförnu á stöðu dómara í Evrópu og íhlutun stjórnvalda í störf þeirra. Hugsanlega hafi það haft áhrif á ákvörðun dómstólsins um að taka málið fyrir. Innan við fimm prósent mála hljóta náð fyrir yfirdeildinni, sagði Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í Speglinum.
Slæmt að áfram ríki óvissa í dómskerfinu
Formaður Dómarafélags Íslands segir slæmt að áfram ríki óvissa í dómskerfinu á meðan yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fjallar um Landsréttarmálið. Yfirdeildin hefur ákveðið að fjalla um málið en nokkur bið gæti verið eftir niðurstöðu, jafnvel eitt til tvö ár. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að íslenska ríkið hefði brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara við Landsrétt.
„Mjög ánægjulegt“
„Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra um þá ákvörðun Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að fjalla um Landsréttarmálið. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara við Landsrétt þegar þáverandi dómsmálaráðherra vék frá tillögu dómnefndar.
Yfirdeild MDE tekur Landsréttarmálið fyrir
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur ákveðið að taka Landsréttarmálið fyrir. Málsaðilum var gert viðvart um þetta nú rétt í þessu.
Taka ákvörðun um Landsréttarmálið í dag
Fimm dómarar í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu sitja nú á fundi og ákveða hvort Landsréttarmálið verði tekið fyrir. Tuttugu önnur mál eru á dagskrá yfirdeildar í dag. Á vef dómstólsins kemur fram að ákvörðunin verði gerð opinber á vefsíðunni á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum verður málsaðilum birt ákvörðun yfirdeildar seinnar í dag.