Færslur: Mannréttindadómstóll Evrópu

Sjónvarpsfrétt
Telur að Landsréttarmálinu sé formlega lokið
Dósent í réttarfari telur að Landsréttarmálinu svokallaða sé nú formlega lokið, eftir að íslenska ríkið viðurkenndi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að hafa brotið gegn fólki í fjórtán málum sem voru þar til meðferðar.
Ríkið viðurkennir brot í 14 málum tengdum Landsrétti
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Málin tengjast öll dómum Landsréttar sem kveðnir voru upp af dómurum sem Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði að hefðu verið ólöglega skipaðir.
Frestuðu því að skila niðurstöðu eftir viðtöl
Nefnd um kosningu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu ákvað að fresta því að skila niðurstöðu um þrjá íslenska umsækjendur um embættið. Sú ákvörðun var tekin að loknum viðtölum fyrr í þessum mánuði. Tveir af þremur íslensku umsækjendanna drógu umsókn sína til baka.
Rúanda hvikar ekki frá samningi um móttöku flóttafólks
Stjórnvöld í Rúanda segjast enn staðráðin í að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum sem þangað verða send frá Bretlandi, samkvæmt samkomulagi ríkjanna tveggja þar að lútandi. Tilkynningin er gefin út í tilefni þess að Mannréttindadómstóll Evrópu setti í gær lögbann á fyrstu fyrirhuguðu flugferðina með flóttafólk frá Bretlandi til Rúanda.
Tvö mál um framkvæmd Alþingiskosninga fá forgang í MDE
Tvö mál vegna ágalla á framkvæmd síðustu alþingiskosninga hefur komist í gegnum fyrstu síu Mannréttindardómstóls í Evrópu. Annað er mál Magnúsar Davíðs Norðdahl og hitt er mál Guðmundar Gunnarssonar.
Vill losa Dani undan mannréttindasáttmála Evrópu
Næsta ríkisstjórn borgaralegu flokkanna í Danmörku verður að skuldbinda sig til að leysa Danmörku undan mannréttindasáttmála Evrópu og hætta að kvitta undir alþjóðasáttmála án þjóðaratkvæðagreiðslu, ef hún vill njóta stuðnings Danska þjóðarflokksins.
Íslenskt réttarkerfi - úrbóta er þörf
Lögmaður kvenna sem sent hafa kærur um kynferðis- og heimilisofbeldi til Mannréttindadómstólsins segir hollt fyrir íslenskt réttarkerfi að líta í eigin barm. Velta megi fyrir sér hvort ekki þurfi að hugsa málsmeðferð kynferðisofbeldismála alveg upp á nýtt. 
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
„Kjaftshögg fyrir mig og aðra þolendur ríkisofbeldis“
María Sjöfn Árnadóttir, segir svar dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn frá fréttastofu CNN vera kjaftshögg fyrir sig og aðra þolendur ríkisofbeldis. Hún kærði þáverandi kærasta sinn til lögreglu fyrir gróft ofbeldi, en málið var látið niður falla. Hún kærði málsmeðferðina í framhaldi til Mannréttindadómstóls Evrópu.
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Réttarhöld yfir Kavala halda áfram í Tyrklandi á morgun
Réttarhöldum yfir tyrkneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala verður fram haldið á morgun föstudag. Sendiherrar tíu Evrópuríkja mótmæltu í síðasta mánuði töfum á málinu og Tyrkland gæti átt yfir höfði sér fyrirtöku hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess.
Segja hluta mannréttindasáttmála andstæða stjórnarskrá
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi segir hluta mannréttindasáttmála Evrópu stangast á við pólsku stjórnarskrána. Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra Póllands, segir úrskurðinn varpa fyrri úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir róða.
Ólöglegar handtökur í Tyrklandi
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að lög um mannréttindi hefðu verið brotin þegar á fimmta hundrað saksóknarar og dómarar voru handteknir eftir misheppnað valdarán í Tyrklandi fyrir fimm árum. Dómstóllinn hefur áður úrskurðað að brotið hafi verið á tyrkneskum þingmanni og mannréttindaleiðtoga.
Sjónvarpsfrétt
„Við erum að benda á kerfisbundinn vanda“
Ríkið hefur skilað greinargerð til Mannréttindadómstóls Evrópu í máli fjögurra kvenna sem telja málsmeðferð sína hafa verið óréttláta. Lögmaður kvennanna skilar andsvari eftir helgi. Hún segir jákvætt að dómurinn kalli eftir nánari skýringum, ekki sé augljóst að allt hafi verið með felldu.
21.11.2021 - 19:55
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.
Segja bann við kaupum á kynlífi mannréttindabrot
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar á næstunni hvort frönsk lög, sem banna kynlífsvinnu, standist mannréttindasáttmála Evrópu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif á Íslandi og víðar.
MDE telur ríkið hafa brotið gegn mannréttindasáttmála
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun í máli sem Bragi Guðmundur Kristjánsson höfðaði, að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu um bann við tvöfaldri refsimeðferð og tvöfaldri refsingu vegna sama atviks.
Uppljóstrarar í plastbarkamálinu kæra sænska ríkið
Vísindamennirnir þrír sem tilkynntu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarinis til stjórnenda Karólínska sjúkrahússins, og lentu sjálfir í vandræðum vegna þess, hafa kært meðferð sænska ríkisins til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Mál Magnúsar fellt niður hjá MDE eftir dómsátt
Mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, sem verið hefur til umfjöllunar hjá Mannréttindadómstól Evrópu, hefur verið fellt niður. Er það gert þar sem hann og íslenska ríkið hafa náð dómsátt vegna málsins, sem meðal annars kveður á um 2,2 milljón króna bætur honum til handa. Fréttablaðið greinir frá.
Sjónvarpsfrétt
MDE krefst svara frá ríkinu um málsmeðferð 4 kvenna
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur íslenska ríkið svara um hvers vegna kærur fjögurra kvenna vegna kynferðisbrota voru felldar niður og hvort það samræmist mannréttindasáttmálanum. Lögmaður kvennanna segir að í öllum málanna séu sönnunargögn sem hefðu átt að leiða til þess að þau færu fyrir dóm. Ríkislögmaður hefur frest þar til í haust til að svara.
10.06.2021 - 19:25
MDE: Sóttvarnarreglur jafngilda ekki stofufangelsi
Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í gær einróma máli Cristian Terhes, þingmanni Rúmena á Evrópuþinginu, um að útgöngubann vegna COVID-19 í heimalandi hans hafi jafngilt stofufangelsi. Útgöngubannið var í gildi í sjö vikur.
MDE segir Ísland ekki hafa brotið mannréttindasáttmála
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þjóðskrá beri ekki að skrá íslenskar konur, sem eignuðust dreng með hjálp staðgöngumóður, gjafaeggs og -sæðis, sem foreldra hans. Úrskurðurinn var birtur í dag á vefsíðu dómstólsins.
Kærir sýknudóm Landsréttar til Mannréttindadómstóls
Fatlaður maður sem fór í mál við föður sinn vegna kynferðisbrota þegar hann var barn, undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Faðinn var dæmdur en Landsréttur sneri dómnum og sýknaði hann. Lögmaður mannsins segir að Landsréttur hafi ekki litið til fötlunar hans þegar dómstóllinn mat framburð hans.