Færslur: mannréttindabarátta

Marokkóskar konur rísa gegn kvennakúgun
Marokkósk blaðakona var á dögunum dæmd til fangelsisvistar í heimalandi sínu, þar sem sannað þykir að hún hafi farið í þungunarrof. Femínistar í Marokkó taka nú höndum saman og krefjast breytinga á forneskjulegri siðferðislöggjöf landsins. Blaðakonan, hin 28 ára Hajar Rassouni, var á mánudag dæmd í árs fangelsi fyrir að hafa undirgengist þungunarrof, þrátt fyrir að hún fullyrði að það hafi hún aldrei gert.
04.10.2019 - 06:18
25 flóttamenn væntanlegir til landsins
Tuttugu og fimm flóttamenn frá Úganda, Rúanda, Kongó, Súdan og Simbabve koma til landsins 12. september og setjast að í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveitarfélög taka á móti kvótaflóttamönnum. Fyrirhugað er að Mosfellsbær taki einnig á móti hluta hópsins, sem verður þá í annað sinn sem sveitarfélagið gerir það.
Viðtal
Maria Ressa: Ályktun Íslands mikilvæg
Einn þekktasti fréttamaður Filippseyja, Maria Ressa, segir ályktun Íslands sem samþykkt var í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag mikilvæga fyrir mannréttindabaráttu á Filippseyjum og annars staðar. Ressa hefur verið í fararbroddi þeirra sem berjast á heimsvísu fyrir frjálsum og óháðum fjölmiðlum og hefur fjallað ítarlega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum undanfarin ár. Forseti Filippseyja hæddist að Íslandi fyrir ályktunina.
13.07.2019 - 15:15
Þúsundir í gleðigöngu í Jerúsalem
Þúsundir gengu um götur Jerúsalem í dag í tilefni af Gay Pride-hátíðinni sem haldin er í átjánda skipti þar í landi. Mikil öryggisgæsla var í tengslum við gönguna en um 2.500 lögreglumenn stóðu vörð um hana.
06.06.2019 - 17:15
Útskúfaður í áratugi - Fær nú styttu
Peter Norman fær loks þá viðurkenningu sem hann á skilið í Ástralíu þegar reist verður stytta af honum við íþróttaleikvang í Melbourne. Norman var útskúfaður eftir að hafa komist á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Mexíkóborg 1968, ásamt Bandaríkjamönnunum Tommie Smith og John Carlos.
10.10.2018 - 06:24
Meðlimir Pussy Riot handteknir aftur
Fjórir liðsmenn rússneska aðgerðahópsins Pussy Riot, þrjár konur og einn karl, hafa verið handteknir að nýju eftir að hafa afplánað 15 daga fangelsisvist.
31.07.2018 - 09:26
Gleðigöngunni aflýst í Líbanon
Hætt hefur verið við að halda Gleðigöngu samkynhneigðra í Líbanon eftir að stjórnvöld handtóku aðalskipuleggjanda göngunnar í gær. Honum var boðið að blása Hinsegin daga af eða sæta ákæru fyrir brot á hegningarlögum ella.
16.05.2018 - 17:58
Fyrirmynd þeirra sem berjast fyrir betri heimi
Þann 4. apríl næstkomandi verða 50 ár liðin frá því að bandaríski mannréttindaleiðtoginn Martin Luther King var veginn af morðingjahendi í borginni Memphis í Tennessee.
  •