Færslur: Mannfjöldi

Áætlað að Færeyingar verði næstum 60 þúsund árið 2060
Færeyingum fjölgar stöðugt en enn er nokkuð langt í að eyjarskeggjar nái að verða sextíu þúsund. Hagstofa landsins áætlar að Færeyingar verði 58.374 árið 2060.
19.05.2022 - 02:00
Óvenjumörg dauðsföll á fyrstu mánuðum ársins
Á fyrstu þremur mánuðum ársins létust 760 manns hér á landi. Ekki hafa jafn margir látist á einum ársfjórðungi frá því að Hagstofa Íslands byrjaði að birta tölur um andlát eftir ársfjórðungum árið 2010. Á sama tíma á síðasta ári létust 610 manns.
25.04.2022 - 09:29
Úkraínskum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um 90%
Úkraínskum ríkisborgurum með búsetu hér á landi hefur fjölgað um 90,4% frá 1. desember síðastliðnum. Þann 1. apríl voru 455 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang skráðir samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.
Enn fjölgar fólkinu í Færeyjum
Færeyingum heldur áfram að fjölga. Eyjaskeggjar eru nú 53.792 samkvæmt tölum hagstofu eyjanna frá 1. mars. Á einu ári hefur því fjölgað í eyjunum um 730 manns eða 1,4 af hundraði.
12.04.2022 - 02:00
Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurlandi
Landsmönnum fjölgaði um tvö prósent á milli ára, eða um 7.456 manns, samkvæmt tölum Hagstofu sem birtar voru í dag. Íbúum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu, en hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurlandi. Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um aðeins fimm einstaklinga.
22.03.2022 - 16:35
Íbúar landsins 376 þúsund við árslok 2021
Íslendingum fjölgaði um tæplega tólf hundruð á seinasta fjórðungi ársins 2021. Í lok ársins bjuggu því 376 þúsund manns á landinu. Þá eru karlar fleiri en konur, 193 þúsund tæp á móti rúmlega 183 þúsund konum.
Dregur úr tíðni fæðinga í Kína
Fæðingatíðni hefur aldrei verið lægri í Kína en á síðasta ári frá því mælingar hófust. Sérfræðingar telja það geta aukið áhyggjur stjórnvalda af hagvexti til framtíðar.
Fæðingar ekki fleiri frá upphafi mælinga
Alls fæddust 1.310 börn hér á landi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, frá júlí til septemberloka, og hafa ekki verið fleiri frá því Hagstofan hóf að gefa út ársfjórðungstölur í janúar 2010.
02.11.2021 - 10:18
Innflytjendur 15,5% mannfjöldans á Íslandi
Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Það hlutfall fer í 17,1% sé önnur kynslóð innflytjenda talin með. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi þeirra sem hingað hafa flust.
Tæplega 375 þúsund búsettir á Íslandi
Alls voru 374.704 búsettir á Íslandi um síðustu mánaðamót og hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund manns frá 1. desember í fyrra.
14.10.2021 - 18:18
Færeyingum fjölgar annað árið í röð
Færeyingum fjölgar nokkuð milli ára. Það sýna nýjar tölur hagstofunnar þar í landi.
15.06.2021 - 02:31
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.
Íslenskar konur eignast færri börn og síðar á ævinni
Frjósemi á Íslandi dróst örlítið saman frá 2019-2020, úr 1,75 lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu niður í 1,72. Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn og hafði aldrei verið minni. Íslenskar konur eignast börn síðar á ævinni en áður var.
09.04.2021 - 13:47
14% landsmanna eru með erlent ríkisfang
50.701 erlendur ríkisborgari var búsettur hér á landi um síðustu mánaðamót. Það jafngildir því að einn af hverjum sjö, sem búa hér á landi sé erlendur ríkisborgari, eða um 14% landsmanna. Flestir í þessum hópi koma frá Póllandi og næstflestir frá Litháen.
Landsmönnum fjölgaði um 560
Landsmönnum fjölgaði um 560 á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þann 1. júlí bjuggu 366.700 manns á Íslandi, 188.330 karlar og 178.370 konur. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 234.910 manns en 131.790 utan þess.
18.07.2020 - 10:18
Íslendingar verða orðnir 434 þúsund eftir 49 ár
Íslendingum fjölgar um 77 þúsund á næstu 49 árum, samkvæmt spá Hagstofunnar. Um síðustu áramót voru Íslendingar 357 þúsund talsins en verða 434 þúsund árið 2068. Spáin er þrenns konar og er þessi tala samkvæmt miðspá. Gangi háspá eftir verða landsmenn orðnir 506 þúsund að 49 árum liðnum.
22.11.2019 - 09:17
Tíu þúsund fleiri karlar en konur á landinu
Landsmönnum fjölgaði um 27 manns á dag að meðaltali í júlí, ágúst og september. Í lok þriðja ársfjórðungs voru landsmenn 362.860 talsins. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 2.470 á þremur mánuðum. Karlar voru heldur fleiri en konur, 186.220 gegn 176.640. Karlar eru því nær tíu þúsund fleiri en konur meðal landsmanna. Heldur hefur dregið í sundur með kynjunum því þremur mánuðum fyrr voru karlar um níu þúsund fleiri en konur.
04.11.2019 - 09:12
Landsmönnum fjölgaði um 1.610
Landsmönnum fjölgaði um 1.610, eða 0,4 prósent, á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Alls bjuggu rúmlega 360 þúsund manns á Íslandi, þar af 184.810 karlar og 175.580 konur. Um 230 þúsund manns bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og 130 þúsund utan þess.
29.07.2019 - 14:00
Frjósemi aldrei verið minni
Frjósemi íslenskra kvenna hefur aldrei verið minni en í fyrra. Hún var 1,707 börn á ævi hverrar konu, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að helsti mælikvarðinn á frjósemi sé fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu.
02.04.2019 - 10:39
Bíll fyrir hvern Íslending 17 ára og eldri
Bifreiðum á skrá Samgöngustofu fjölgaði um 12.494 í fyrra og hefur fjöldi bifreiða á skrá aldrei verið meiri. Sé fjöldi bíla borinn saman við mannfjölda á Íslandi eru nú 0,9 bílar fyrir hvern einasta Íslending.
18.02.2019 - 20:55
Mannfjöldaspá: 452 þúsund búa á Íslandi 2066
Íbúar á Íslandi gætu orðið 452 þúsund árið 2066, samkvæmt mannfjöldaspá sem birt var á Hagstofu Íslands í morgun. Hagstofan gerir ráð fyrir að frá árinu 2047 verði þeir sem eru eldri en 65 ára verða í fyrsta sinn fleiri en þeir sem eru yngri en tvítugir.
30.10.2017 - 09:20