Færslur: Mannfjöldaspár

Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
Fólksfjölgun hæg en Íslendingar yngri en íbúar ESB
Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 461 þúsund árið 2069, bæði vegna fólksflutninga og vegna náttúrulegrar fjölgunar. Til samanburðar var mannfjöldinn 364 þúsund 1. janúar í ár. Hagstofa Íslands hefur framreiknað mannfjöldann fyrir tímabilið 2020-2069 á grundvelli tölfræðilíkana fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni.
17.12.2020 - 16:13
Íslendingar verða orðnir 434 þúsund eftir 49 ár
Íslendingum fjölgar um 77 þúsund á næstu 49 árum, samkvæmt spá Hagstofunnar. Um síðustu áramót voru Íslendingar 357 þúsund talsins en verða 434 þúsund árið 2068. Spáin er þrenns konar og er þessi tala samkvæmt miðspá. Gangi háspá eftir verða landsmenn orðnir 506 þúsund að 49 árum liðnum.
22.11.2019 - 09:17
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?