Færslur: Manneskja ársins

Viðtal
Þríeykið er manneskja ársins á Rás 2
Þríeykið, Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, eru manneskjur ársins á Rás 2. Víðir Reynisson segir frábært að fá viðurkenningu fyrir þá vinnu sem teymið hefur unnið allt árið. Hann segir ljóst að verkefnið sé ekki aðeins í höndum þeirra þriggja. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni sem þurfti alla til að taka þátt í,“ segir hann. Því taki þau við viðurkenningunni fyrir hönd stórs hóps.
03.01.2021 - 12:54
„Verðirnir“ eru manneskjur ársins hjá Time
Hópur fréttafólks, þar á meðal sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi, eru manneskjur ársins 2018, að mati bandaríska tímaritsins Time. Tímaritið kallar hópinn „Verðina“, og segir að fólkið hafi staðið vörð um sannleikann. Í hópnum eru einnig tveir blaðamenn frá Mjanmar sem eru í fangelsi fyrir að skrifa um þjáningar Róhingja, Maria Ressa sem stýrir gagnrýnum fjölmiðli á Filippseyjum, og fréttafólkið á dagblaðinu Capital Gazette í Maryland, þar sem byssuárás var gerð í sumar.
11.12.2018 - 14:45
Kosning: Manneskja ársins 2017
Hlustendur Rásar 2 velja manneskju ársins í tuttugasta og níunda sinn. Hver finnst þér hafa skarað fram úr á árinu sem er að líða og verðskulda nafnbótina „manneskja ársins 2017“?
27.12.2017 - 13:05