Færslur: Manndráp

Tvöfalt morð í bænum Otta austanvert í Noregi
Glæparannsókn stendur nú yfir vegna andláts tveggja í bænum Otta í Guðbrandsdal austanvert í Noregi. Atburðurinn varð í gær en fólkið var stungið með hnífi í húsi rétt utan við miðkjarna bæjarins. Gerandinn kallaði sjálfur eftir aðstoð lögreglu.
02.08.2022 - 05:40
Svíþjóð
Grunur um að ekið hafi verið vísvitandi á fólk
Tvennt er í haldi eftir að bifreið var ekið á tvær manneskjur í Gautaborg í Svíþjóð í dag. Önnur þeirra lést af sárum sínum í kvöld en lögregla telur að ekið hafi verið vísvitandi á fólkið.
31.07.2022 - 00:20
Dregur ekki sakarefnin í efa við yfirheyrslur
Rannsókn á manndrápi í Barðavogi í Reykjavík um síðustu helgi gengur vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum þar að bana hefur ekki dregið sakarefnin í efa þegar þau hafa verið borin upp í yfirheyrslum yfir honum.
Mannskæðar árásir í Örebro um helgina
Tvennt lést í skotárás í Varberga-hverfinu í sænsku borginni Örebro í gærkvöld. Á föstudag fannst maður örendur í bíl sínum eftir skotárás í sama hverfi. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
30.05.2022 - 05:20
Áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur
Maðurinn, sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, verður áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur.
05.05.2022 - 08:10
Ákæra felld niður gegn meintum morðingja Miu
Annar þeirra 36 ára gömlu karlmanna sem voru handteknir, grunaðir um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, er laus úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Jótlandi. Þar segir að maðurinn hafi ekki haft neitt með hvarf né dauða Miu að gera og því hafi ákæruvaldið ákveðið að falla frá morðákæru á hendur honum. 
05.04.2022 - 16:29
Manndráp til rannsóknar í Landskrona í Svíþjóð
Tveir menn á fimmtugsaldri fundust í dag illa særðir utandyra í Koppargården-hverfinu í Landskrona sunnanvert í Svíþjóð. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús þar sem annar lést af sárum sínum. Lögregla rannsakar málið sem manndráp og tilraun til manndráps.
03.04.2022 - 01:00
Mikil leit að morðingja heimilislausra
Lögregla í Bandaríkjunum leitar nú byssumanns sem grunaður er um að hafa myrt myrt og sært heimilislaust fólk á götum stórborganna Washington og New York í mars.
Eiginmaður Halynu Hutchins afar reiður við Baldwin
Eiginmaður Halynu Hutchins, tökustjóra sem lést af voðaskoti við gerð kvikmyndarinnar Rust í ágúst segist afar reiður leikaranum Alec Baldwin sem hefur borið af sér alla ábyrgð á atvikinu.
Maður myrtur í bíl sínum í Södertälje
Stokkhólmslögreglan leitar nú morðingja manns sem fannst síðdegis í gær helsærður í bíl sínum í Södertälje, suður af höfuðborg Svíþjóðar.
23.02.2022 - 02:30
Ungur maður skotinn til bana í Stokkhólmi
Maður á þrítugsaldri var skotinn til bana í Skarpnäck-hverfinu í suðurhluta Stokkhólms í gærkvöld. Skömmu áður var annar ungur maður særður skotsári í Farsta sem er skammt undan. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
14.02.2022 - 06:00
Miu minnst og viðbragða krafist við ofbeldi gegn konum
Dönsku stúlkunnar Miu Skadhauge Stevn var minnst um allt land í dag. Mia var 22 ára og var myrt á leið heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg um seinustu helgi. Hart er lagt að stjórnvöldum að bregðast við ofbeldi gegn konum.
Staðfest að Mia Skadhauge Stevn er látin
Lögregla á Norður-Jótlandi í Danmörku staðfesti í dag að Mia Skadhauge Stevn er látin. Mia var 22 ára og hvarf á sunnudaginn fyrir viku eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg,
13.02.2022 - 01:00
Lögregla telur lík horfnu stúlkunnar fundið
Lögreglan á Norður-Jótlandi í Danmörku fann síðdegis í dag líkamsleifar í Drottningarlundarskógi sem grunur leikur á að sé hin tuttugu og tveggja ára Mia Skadhauge Stevn. Hennar hefur verið leitað frá því á mánudag.
11.02.2022 - 00:19
Lögregla á Grænlandi rannsakar tvö morðmál
Lögregla á Grænlandi rannsakar nú tvö mál þar sem grunur leikur á að andlát hafi borið að með saknæmum hætti. Í báðum tilfellum tengjast þeir látnu og hin grunuðu fjölskylduböndum.
Lögregla á Grænlandi rannsakar manndrápsmál
Átján ára karlmaður er í haldi lögreglu ákærður fyrir að hafa myrt 42 ára mann í grænlenska bænum Sermiligaaq. Tilkynning barst lögreglu um atvikið snemma í morgun og í kjölfarið var maðurinn handtekinn.
01.01.2022 - 22:20
Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Óttast að 27 hafi farist í eldsvoða í Japan
Óttast er að 27 hafi farist í eldsvoða í miðborg Osaka næst stærstu borg Japan. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan tíu að morgni að staðartíma en alls voru sjötíu slökkviliðsbílar kallaðir út.
17.12.2021 - 06:15
Dóms- og lögreglumál · Erlent · Asía · Japan · Eldsvoði · Osaka · Kyoto · Bruni · Andlát · lögregla · Slökkvilið · íkveikja · Manndráp
Hrikalegur glæpur sem kallar á aðstoð allra
Vísbendingar tóku að streyma inn eftir að lögreglan á Grænlandi birti nafn mannsins sem fannst látinn við sorpbrennslu í bænum Ilulissat. Jan Lambertsen sem stjórnar rannsókninni segir margar vísbendingar hafa borist um ferðir mannsins í aðdraganda þess að hann var myrtur.
14.10.2021 - 20:52
Myndskeið
Hugur Solberg er hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra
Ernu Solberg fráfarandi forsætisráðherra Noregs er afar brugðið eftir að fimm féllu og tveir særðust í árás bogamanns í bænum Kongsberg í suðausturhluta landsins í dag. Solberg segir hug sinn vera hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
13.10.2021 - 22:41
Grænland: tvennt í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarmáls
Tvennt situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við líkfundarmál i grænlenska bænum Ilulissat. Líkamsleifar karlmanns fundust við sorpbrennslu í bænum um síðustu helgi.
Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi mann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sakfelldur fyrir að stinga konu í kviðinn með hnífi, sem hefði geta valdið valdið lífshættu. Í dómnum segir að „með því að veita stunguáverka í kviðarholi með hnífi hafi honum ekki geta dulist að langlíklegasta afleiðing af háttsemi hans yrði bani“.
Finnsk ungmenni dæmd fyrir hrottalegt morð
Dómstóll í Helsinki dæmdi þrjá finnska unglinga fædda árið 2004 í fangelsi fyrir að hafa orðið sextán ára dreng að bana með hrottalegum hætti.
05.09.2021 - 02:32
Réttarhöld hafin yfir manni sem varð 5 að bana í Trier
Réttarhöld hófust í dag yfir Þjóðverja sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm að bana í þýsku borginni Trier 1. desember síðastliðinn. Auk þess slasaðist fjöldi fólk í árásinni.
19.08.2021 - 13:38
Skógareldar loga ekki lengur í Alsír
Slökkviliði og björgunarsveitum í Alsír hefur tekist að slökkva alla skógarelda í landinu. Á þriðja tug er í haldi grunaður um að hafa viljandi kveikt eldana.
18.08.2021 - 15:23