Færslur: Manndráp

Finnsk ungmenni dæmd fyrir hrottalegt morð
Dómstóll í Helsinki dæmdi þrjá finnska unglinga fædda árið 2004 í fangelsi fyrir að hafa orðið sextán ára dreng að bana með hrottalegum hætti.
05.09.2021 - 02:32
Réttarhöld hafin yfir manni sem varð 5 að bana í Trier
Réttarhöld hófust í dag yfir Þjóðverja sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm að bana í þýsku borginni Trier 1. desember síðastliðinn. Auk þess slasaðist fjöldi fólk í árásinni.
19.08.2021 - 13:38
Skógareldar loga ekki lengur í Alsír
Slökkviliði og björgunarsveitum í Alsír hefur tekist að slökkva alla skógarelda í landinu. Á þriðja tug er í haldi grunaður um að hafa viljandi kveikt eldana.
18.08.2021 - 15:23
Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Fátíður viðsnúningur í Landsrétti
Lögmaður manns sem sýknaður var af ákæru um manndráp í Landsrétti segir vel koma til greina að skjólstæðingur hans höfði skaðabótamál gegn ríkinu. Saksóknari segir niðurstöðuna koma á óvart en telur ólíklegt að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Lífstíðardómur fyrir manndráp á skyndibitastað
Dómstóll í sænsku borginni Norrköping dæmdi í morgun fjóra unga karlmenn í lífstíðarfangelsi fyrir manndráp og tilraun til manndráps á skyndibitastað í borginni í apríl í fyrra.
18.06.2021 - 13:39
Landsréttur staðfestir 14 ára dóm fyrir manndráp
Landsréttur staðfesti í dag 14 ára dóm yfir Ragnari Sigurði Jónssyni fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í mars í fyrra.
Marek Moszczynski ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun
Marek Moszczynski, sem var meðal annars ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, var rétt í þessu sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var metinn ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun.
Skilorðsbundinn dómur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þrjá menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, síðastliðinn fimmtudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið vinnufélaga sínum í Plastgerð Suðurnesja, að bana í júlí 2017.
10 möppur af málsgögnum í Rauðagerðismáli
Rannsókn á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar er með umfangsmeiri rannsóknum embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum eða áratugum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs embættisins, við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Málsgögn fylla 10 möppur að viðbættu myndefni og fleiri sönnunargögnum.
Fjórir til viðbótar handteknir vegna morðs
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar vegnar rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um helgina. Alls hafa þá átta verið handteknir vegna málsins. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.
17.02.2021 - 14:57
Myndskeið
Sviðsetning benti til sektar: Á sér engar málsbætur
Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið landa sínum að bana í Úlfarsárdal í desember 2019. Dómurinn telur að hann eigi sér engar málsbætur. Framburður hans hafi verið ótrúverðugur og sviðsetning bent sterklega til sektar hans. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.
29.01.2021 - 19:06
Ákærður fyrir morð með því að kasta manni af svölum
Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fimmtugan mann fyrir morð, með því að kasta manni fram af svölum í Úlfarsárdal í Reykjavík í desember. Verkfræðingur og réttarmeinafræðingur vinna nú álitsgerð í málinu.
08.09.2020 - 18:27