Færslur: Mannauðsstjórnun

Fréttaskýring
Forstjórinn sáttur á tveggja hæða skrifstofu
Skrifborðin sem starfsfólk Sjúkratrygginga Íslands hefur til afnota eru með þeim hreinni og svo gott sem strípuð; engar möppur, engar fjölskyldumyndir, engin tæki eða tól, fyrir utan tölvu, mús og hugsanlega nokkur skjöl. Fyrir tveimur vikum flutti starfsfólk stofnunarinnar undir eitt þak, við Vínlandsleið í Reykjavík. Til að hægt væri að hýsa fleira fólk á mun færri fermetrum var ráðist í töluverðar breytingar á vinnuumhverfinu. Þær byggja á hugmyndafræðinni um verkefnamiðað vinnurými. 
04.05.2018 - 19:33
„Fyrst var ég ekki sátt við að hætta“
„Fyrst var ég ekki sátt við að hætta að vinna en nú er ég það.“ Þetta segir 62 ára hjúkrunarfræðingur sem greindist með Alzheimer fyrir nokkru. Um þrjátíu Íslendingar á vinnualdri greinast árlega með heilabilunarsjúkdóm. Hvaða möguleikar standa þeim til boða? Geta þeir verið áfram á vinnumarkaði eða kemur ekkert annað til greina en að hætta að vinna með tilheyrandi tekjuskerðingu og hugsanlegu tengslarofi.