Færslur: Mannanafnanefnd

Jasmine í lagi en Winter hafnað
Mannanafnanefd samþykkti í dag eiginnafnið Jasmine en hafnaði að sama skapi millinafninu Winter. Winter er ekki dregið af íslenskum orðstofnum og uppfyllir ekki skilyrði um millinöfn að mati nefndarinnar.
23.11.2021 - 21:25
Mannanafnanefnd slakar á reglum
Mannanafnanefnd hefur slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til nýrra nafna á skrá. Tökunöfn teljast nú gjaldgeng þótt þau séu rituð með hætti sem tíðkast í erlendu máli, og ekki nauðsynlegt að rithátturinn hafi ekki að öðru leyti unnið sér hefð í íslensku máli.
25.08.2021 - 19:05
Kona má loks heita Kona
Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að kvenkynseiginnafnið Kona skuli samþykkt og í kjölfarið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað.
Má heita Kvikan og Karlynja en ekki Tatiana
Kvikan, Karlynja, Vetur, Emill og Róm eru meðal nafna sem mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir á síðustu dögum. Öll sem eiginnöfn nema nafnið Kvikan, sem er samþykkt sem millinafn.
12.04.2021 - 16:55
Vildi ekki heita Ósk Jakobsdóttir
Hope Knútsson er ein þeirra fjölmörgu aðfluttu Íslendinga sem þurftu að taka upp nýtt nafn þegar hún fékk íslenskan ríkisborgararétt. Hope vildi ekki skipta um nafn þar sem nafn hennar var stór hluti af sjálfsmynd hennar og persónuleika.
Telja varhugavert að barn geti sjálft breytt nafni sínu
Barnaverndarstofa telur varhugavert að barn geti breytt nafni sínu án aðkomu forsjáraðila frá 15 ára aldri, eins og mælt er fyrir um í frumvarpi um mannanöfn sem nú er til umsagnar. Í umsögn sinni um frumvarpið bendir Barnaverndarstofa á að á Íslandi verði börn lögráða við 18 ára aldur
28.10.2020 - 15:09
Myndskeið
Rætt um róttækar breytingar á lögum um mannanöfn
Dómsmálaráðherra mælti í kvöld fyrir róttækum breytingum á lögum um mannanöfn. Kona, sem hefur ekki viljað kenna sig við foreldra sína, fagnar því að geta mögulega loks tekið upp ættarnafn.
12.10.2020 - 19:46
Mannanafnanefnd lögð niður og ættarnöfn leyfð
Mannanafnanefnd verður lögð niður og frelsi við nafngjöf aukin til muna verði drög að frumvarpi dómsmálaráðherra að lögum. Einu takmarkanirnar á nafngift verða að nafn má ekki vera óviðeigandi eða nafnbera til ama og það má ekki vera fyrirtækjaheiti.
26.02.2020 - 11:24
„Eitt af nöfnum djöfulsins og yrði nafnbera til ama“
Mannanafnanefnd hefur hafnað því að færa eiginnafnið Lúsifer á mannanafnaskrá. Nefndin vísaði þar til þess að nafnið uppfylli ekki öll skilyrði mannanafnalaga. „Þar sem nafnið Lúsífer er eitt af nöfnum djöfulsins telur mannanafnanefnd ljóst að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Mannanafnanefnd ákvað hins vegar að leyfa konu að taka upp millinafnið Bened án þess að það yrði fært á mannanafnaskrá.
24.01.2020 - 07:53
Mannanafnanefnd verður mögulega óþörf
Mannanafnanefnd verður að líkindum lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðuneytisins nær fram að ganga. Dómsmálaráðuneytið óskar nú eftir ábendingum og athugasemdum varðandi frumvarpið á Samráðsgátt.
Má heita Tófa en ekki Aryan
Mannanafnanefnd samþykkti í byrjun mánaðar ný nöfn sem færa skal inn á mannanafnaskrá, en nokkrum umsóknum var hafnað. 
13.09.2019 - 13:28
Fær loksins að heita Sigríður
Sigríður Hlynur, bóndi á Öndólfsstöðum í Reykjadal, hefur fengið nafni sínu breytt hjá Þjóðskrá Íslands á grundvelli nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Sigríður, að skírnarnafni Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, heitir nú Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. Mál hans hefur vakið athygli að undanförnu.
10.07.2019 - 12:23
Erlinda á skrá en Zar og Ewald hafnað
Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenkyns nöfnin Hrafnhetta og Erlinda og karlkyns nafnið Muggi. Nefndin hafnaði aftur á móti nöfnunum Kona, Vatneyringur, Zar, Ewald og Ingadóra.
03.06.2019 - 23:04
Fær ekki að bera nafnið Kona
Elín Eddudóttir fékk í gær synjun frá Mannanafnanefnd við þeirri beiðni sinni að fá að bera nafnið Kona. Að hennar mati var rökstuðningur nefndarinnar óljós og hefur því hún óskað eftir frekari útskýringum á því hvers vegna beiðninni var hafnað.
29.05.2019 - 07:39
Nöfnin Kíra, Snæsól og Kusi samþykkt
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlkyns nöfnin Kusi og Neó og kvenkyns nöfnin Kíra og Snæsól.
06.05.2019 - 12:51
Segir mannanafnafrumvarp nauðsynlega réttarbót
Nýtt frumvarp sem mundi afnema flestar hömlur á mannanöfn, yrði það að lögum, er ekki skaðlegt íslenskri tungu, að mati Eiríks Rögnvaldssonar, fyrrverandi íslenskuprófessors við Háskóla Íslands sem hefur tekið þátt í mótun máltækniáætlunar fyrir íslensku. Í umsögn sinni um frumvarpið segir hann að það sé veruleg réttarbót og afnemi þau mannréttindabrot sem felist í gildandi lögum.
09.10.2018 - 20:56
Rökkurdís og Ínes á mannanafnaskrá
Stúlkur mega heita hvort tveggja Ínes og Rökkurdís samkvæmt nýlegum úrskurðum mannanafnanefndar. Bæði nöfnin teljast uppfylla öll ákvæði mannanafnalaga; taka eignarfallsendingu, falla að íslensku málkerfi og eru rituð í samræmi við almennar íslenskar ritreglur.
03.07.2018 - 07:58
Viðtal
Ekki eins og ég ætli að heita straubolti
Mannanafnanefnd synjaði í gær beiðni Sigurðar Hlyns Snæbjörnssonar um að fá að breyta nafni sínu í Sigríður. Þegar hann var í móðurkviði áttu foreldrar hans von á því að barnið væri stúlka sem þau höfðu ákveðið að gefa nafnið Sigríður, eftir ömmu hans. Þegar þeim svo fæddist drengur gáfu þau honum nafnið Sigurður í staðinn.
31.05.2018 - 09:01
Mannanafnanefnd samþykkir millinafnið Starr
Mannanafnanefnd hefur samþykkt að taka nafnið Starr á skrá yfir millinöfn. Nefndin þurfti tvo fundi til að komast að niðurstöðu um nafnið, en á endanum var það talið uppfylla öll formskilyrði. Þá hefur nefndin einnig samþykkt eiginnöfnin Ísdögg, Araminta, Arntinna og Emely.
24.04.2018 - 12:50
Nafninu Pírati hafnað en Nancy samþykkt
Mannanafnanefnd hefur samþykkt að karlar megi heita Lóni og Tóti. Millinafninu Pírati hefur aftur á móti verið hafnað. Í úrskurði nefndarinnar segir að það sé ekki dregið af íslenskum orðstofni.
27.03.2018 - 19:14
Má ekki heita Danske, Zelda eða Theo
Mannanafnanefnd fellst ekki á að karlar megi heita Lind eða Theo, þá er millinafninu Danske hafnað og einnig kvenmannsnafninu Zelda. Nefndin fellst hins vegar á nafnið Maríon sem karlmannsnafn, þótt það sé þegar til sem kvenmannsnafn. Þá er nafnið Sólúlfur fært á mannanafnaskrá, sem og millinafnið Bárðdal.
19.02.2018 - 14:23
Karlar mega ekki heita Indra – Ævi samþykkt
Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnöfnin Ævi, Hrafnynja og Dóróþea, karlmannsnafnið Kamilus og millinafnið Gasta. Samkvæmt úrskurðum nefndarinnar mega karlmenn hins vegar hvorki heita Indra né Theadór, þótt af ólíkum ástæðum sé.
05.12.2017 - 12:03