Færslur: Manchester

Veðurviðvaranir taka gildi vegna hitabylgju í Bretlandi
Gul veðurviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi og verða viðvaranir í gildi fram á þriðjudag, vegna mikils hita sem spáð er í landinu næstu daga. Á morgun, mánudag, tekur svo við rauð viðvörun af þeirri gulu inn til landsins.
17.07.2022 - 05:52
Banaslys nærri EM-torginu í Manchester í gærkvöld
Banaslys varð nærri stuðningsmannasvæði EM-gesta við Piccadilly Gardens í miðborg Manchester í gærkvöld þegar strætisvagni var ekið á biðskýli.
11.07.2022 - 09:16
Alvarlegt slys nærri EM-torginu í Manchester
Alvarlegt slys varð nærri stuðningsmannasvæði EM-gesta við Piccadilly Gardens í miðborg Manchester í kvöld þegar strætisvagni var ekið á biðskýli. Fólk var í skýlinu og minnst fimm slösuðust, þar af minnst einn alvarlega, samkvæmt frétt á vef Manchester Evening News, og mögulega tveir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en bráðaliðar hlúðu að öðrum á staðnum.
10.07.2022 - 23:08
Breskir unglingar í haldi vegna gíslatökumáls
Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar í Manchester handtók tvo unglinga í dag í tengslum við rannsókn á gíslatökumáli í Texas. Viðamikil rannsókn stendur nú yfir á málinu sem teygir anga sína víða um heim.
17.01.2022 - 02:34
Öllum íbúum Liverpool boðið upp á ítrekaðar skimanir
Allir íbúar Liverpool-borgar, hálf milljón talsins, verða frá og með deginum í dag skimaðir við COVID-19. Borgin verður þar með sú fyrsta á Englandi til að bjóða upp á slíkt en tilgangurinn er að koma í veg fyrir að sjúkrahús borgarinnar yfirfyllist af kórónuveiruskjúklingum.
Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.
„Flugmenn þjálfaðir til að takast á við svona skilyrði“
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugmenn Icelandair séu þjálfaðir til að takast á við skilyrði eins og voru í Manchester fyrr í dag. Farþegaþota Icelandair þurfti þá að hætta við lendingu vegna óveðursins Ciara sem gengur yfir Bretlandseyjar.
09.02.2020 - 19:43
Herinn aðstoðar við elda í nágrenni Manchester
Herinn hefur verið kallaður til vegna elda sem loga enn í lyngi í Saddleworth í nágrenni ensku borgarinnar Manchester. Eldurinn kviknaði fyrst á sunnudagskvöld, hefur dreift úr sér í hitanum í vikunni og nær nú yfir sex kílómetra. Búið er að kalla um hundrað hermenn á svæðið til að aðstoða slökkviliðsmenn ásamt þyrlu breska flughersins. Búist er við að slökkviliðið verði við störf í alla nótt.
28.06.2018 - 01:39
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Manchester · Eldur
Eldar geisa í nágrenni Manchester
Búið er að rýma þrjátíu og fjögur heimili vegna mikilla elda sem geysa nú í mýrlendinu fyrir utan Manchester-borg í Englandi. Eldarnir ná yfir stórt svæði og stækka enn, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC. Eldurinn kviknaði í Saddleworth-mýri á sunnudagskvöld, aftur í hitaveðrinu á mánudag og hefur dreift sér í kvöldgolunni í dag, þriðjudag. Herinn er í viðbragðsstöðu vegna eldanna.
27.06.2018 - 02:05
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Eldur · Manchester
Fagna arfleifð Joy Division og New Order
Þann 30. júní opnar listasýningin True Faith í Manchester á Englandi, en hún er tileinkuð sögu og arfleifð hljómsveitanna Joy Division og New Order.
30.06.2017 - 17:03
Myndskeið
Andartakið þegar sprengjan springur
Gestur á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Arena birti myndband á Twitter sem tekið var í tónleikasalnum á sama andartaki og sprengjan sprakk í fordyrinu og örvæntingarópum sem hljóma í salnum í kjölfar sprengingarinnar. Sjá má myndbandið í þessari frétt.
23.05.2017 - 05:47
Ariana Grande er niðurbrotin og orðlaus
Bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande segist vera niðurbrotin og orðlaus yfir sprengjuárásinni í blálok tónleika hennar í Manchester Arena-tónleikahöllinni í gærkvöldi, mánudag. Minnst 19 eru látnir og 59 særðir. „Ég samhryggist svo, svo innilega, frá mínum allra dýpstu hjartarótum,“ sagði Grande á Twitter-síðu sinni nú fyrir stundu.
23.05.2017 - 03:06
May fordæmir „skelfilega hryðjuverkaárás“
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmir það sem hún kallar „skelfilega hryðjuverkaárás“ í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld í kjölfar sprengingarinnar í Manchester Arena-tónleikahöllinni. Minnst 19 eru látnir og 50 særðir eftir sprenginguna.
23.05.2017 - 02:27
Beint
Bein útsending Sky News frá Manchester
Breska fréttastofan Sky News sýnir nú beint á Youtube frá umfjöllun sinni um sprengjuárásina á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Arena fyrr í kvöld. Staðfest er að minnst 19 eru látnir í árásinni og 50 eru særðir. Hægt er að horfa á beinu útsendinguna hér að neðan.
23.05.2017 - 01:33
Viðtal
„Við vorum hrædd um líf okkar“
Nokkrir Íslendingar voru á tónleikum Ariönu Grande þar sem 22 létust og 59 eru sárir eftir sprengingu. Fréttastofa hefur rætt við tvö þeirra, Lindu Björk Hafþórsdóttur og Ísak Snæ Ægisson. Hér að ofan má heyra viðtal sem Björn Malmquist tók við Ísak skömmu fyrir miðnætti. Hann sá blóðslettur á gólfinu þegar hann flúði út úr tónleikahöllinni.
23.05.2017 - 00:18