Færslur: Mánar

Viðtal
„Lögreglan sturtaðist með liðinu fram í salinn“
„Kannski voru menn, sérstaklega ég, bölvaðir drjólar,“ segir Ólafur Þórarinsson, Labbi í Mánum þegar hann rifjar upp sveitaböllin sem hann hefur troðið upp á ófáum. Hann hefur staðið í ströngu síðustu mánuði, gaf nýverið út plötu með nótnabók og bókina Saga hljómsveitarinnar Mána og sunnlenskra sveitaballa.
16.04.2021 - 13:01
Gagnrýni
Allt hefur breyst, ekkert hefur breyst
Ein af mektarplötum íslenska hipparokksins er samnefnd plata hinna selfyssku Mána sem út kom árið 1971. Þeir sneru aftur með nýja breiðskífu á síðasta ári – heilum 45 árum eftir að frumburðurinn kom út. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Mánar - Nú er öldin önnur
Plata vikunnar á Rás 2 er plata Mána - Nú er öldin önnur Hljómsveitin Mánar fagnaði á þar síðasta ári hálfrar aldar afmæli sínu. Hún hefur þó ekki starfað óslitið þann tíma sem liðinn er, en blómaskeið þeirra félaga var frá 1965-75 Á þeim tíma gáfu Mánar út þrjár hljómplötur tvær tveggjalaga 45 snúninga og eina L.P. 33. snúninga auk laga á safnplötu.
03.04.2017 - 16:15
Raggi "Gösli" + The Cult + jólarokk
Gestur Füzz í kvöld er Ragnar Sigurjónsson trommuleikari Mána sem eru enn starfandi og voru að senda frá sér sína aðra plötu, 45 árum eftir að sú fyrri kom út. Hún heitir; Nú er öldin önnur
16.12.2016 - 19:15