Færslur: Málþóf

Stjórnarskrártillögur og kosningalög stórmál þingvetrar
Stjórnarskrártillögur verða stórmál á komandi þingi en ekki verður síður að fróðlegt að sjá hvernig fer með ný kosningalög. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Myndband
Banna andsvör við ræðum manna úr sama flokki
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kynnti fyrirhugaðar breytingar á störfum þingsins við setningu þess í dag. Andsvör verða ekki leyfð við svokölluðum endurteknum fimm mínútna ræðum, og samsvör, eða svör frá þingmanni sem er úr sama þingflokki og ræðumaður, verða ekki lengur heimiluð. Við lok þings í maí var Miðflokkurinn sakaður um málþóf vegna umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur sagði þá að ófremdarástand væri komið upp á Alþingi.
10.09.2019 - 17:03
Spegillinn
Kató yngri fyrsti málþófsþingmaðurinn
Ákvæði um að stöðva umræður vegna málþófs hefur verið í þingsköpum allt frá árinu 1876. Því hefur ekki verið beitt síðustu áratugina. Þingheimur virðist vera sammála um að það eigi einungis að gera í neyðartilfellum. Kató yngri er talinn fyrsti málþófsþingmaðurinn. Hann var upp 60 árum fyrir Krist.
07.06.2019 - 14:30
 · Innlent · Alþingi · Málþóf
Viðtal
„Eigi að kallast málþófið með stórum staf“
Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir skort á trausti helstu ástæðuna fyrir því að ekki sé beitt ákvæðum í lögum um þingsköp til þess að koma í veg fyrir málþóf á Alþingi. „Minnihlutinn á þinginu treystir ekki meirihlutanum til að fara með sitt vald," sagði Svanur í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
31.05.2019 - 08:29
Kalla eftir bættu málþófi
Núverandi þingskapalög hafa gert málþóf á Alþingi mun harðskeyttara og innihaldsrýrara en áður var að mati Stefáns Pálssonar og Jarþrúðar Ásmundsdóttur. Þau eru sammála um að málþóf sé mikilvægt tæki fyrir stjórnarandstöðu en finna verði því annan og heilbrigðari farveg.
22.05.2015 - 11:38