Færslur: Máltæknistefna stjórnvalda

Myndskeið
Bjartur úr Sumarhúsum í snjallsímana
Brátt geta allir eignast sinn eigin Bjart í Sumarhúsum í snjalltækin sín. Átta raddir sem allar verða nefndar eftir sögupersónum Halldórs Laxness verða notaðar í nýjan íslenskan talgervil sem unnið er að. Stefnt er að því að bjóða upp á bráðabirgðaútgáfu með rödd Bjarts í ágúst þegar raddirnar sem hingað til hefur verið hægt að nota, hverfa á braut.
Myndskeið
Án íslensku raddanna yrði sjónskerðingin að fötlun
Ef íslenskar raddir detta úr snjallsímum verður sjónskerðingin að raunverulegri fötlun, segir kona sem nýtir sér raddirnar í starfi, fundarhöld og fleira. Með nýjustu hugbúnaðaruppfærslu verða raddirnar ekki lengur aðgengilegar og blindir og sjónskertir geta þurft að bíða í allt að tvö ár eftir að nýr íslenskur talgervill verður tilbúinn. Menntamálaráðherra segir að unnið sé að lausn. 
Hljóðmynd
Áhyggjufull af því að Karl og Dóra detta úr snjallsímum
Blindir sem reiða sig á talgervla í snjallsímum hafa miklar áhyggjur af því að íslensku raddirnar Karl og Dóra verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Unnið er að gerð nýs talgervils en hann verður ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Kristinn Halldór Einarsson og Baldur Snær Sigurðsson, sem báðir eru lögblindir, hafa reitt sig á íslensku raddirnar við skjálestur og við alla notkun snjalltækja. Þegar þær detta út þarf að reiða sig á enskan talgervil.
Myndskeið
Talgervill sannfærður um að helvíti sé á Íslandi
Talgervilsappið Embla meðtekur nánast allt sem sagt er við hana á íslensku og getur veitt gagnlegar upplýsingar. Í svörum hennar örlar þó stundum á fordómum eða pólitískum skoðunum. Miðeind, fyrirtækið sem þróar Emblu, stefnir að því að hún verði jafningi erlendra starfssystra sinna, þeirra Siri og Alexu.