Færslur: Máltækni

Sjónvarpsfrétt
Níu ára drengur þarf að tala með dimmri karlmannsrödd
Níu ára drengur sem reiðir sig á íslenska máltækni þegar hann talar, verður að læra stærðfræði á ensku vegna þess að forrit eru ekki til á íslensku. Þá hefur hann bara val um fullorðins karlmannsrödd eða fullorðins kvenmannsrödd. 
21.05.2022 - 13:58
Fundað vestra um stafræna framtíð íslenskunnar
Íslensk sendinefnd er komin til Bandaríkjanna til fundar við forsvarsmenn stórra tæknifyrirtækja um mikilvægi þess unnt verði að taka íslensku við tölvur og tæki. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fara þar fremst í flokki.
Sjónvarpsfrétt
Forsetinn í sendinefnd sem fundar með Apple og Facebook
Sendinefnd skipuð forseta Íslands, menningarmálaráðherra og fleirum heldur til Bandaríkjanna í næstu viku til fundar við stjórnendur Apple, Microsoft, Amazon og Meta, sem rekur Facebook og Instagram. Markmiðið er að sannfæra þá um að íslenska eigi að vera hluti af þeirra tungumálaframboði.
11.05.2022 - 22:35
Morgunútvarpið
Tryggja þarf að ekki verði tvær þjóðir í landinu
Ráðherra menningarmála segir að áríðandi sé að tryggja innflytjendum íslenskukennslu og öll börn þurfa að geta rætt við snjalltæki á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir segir okkur í vörn og sókn samtímis fyrir tungumálið.
Myndskeið
Bjartur úr Sumarhúsum í snjallsímana
Brátt geta allir eignast sinn eigin Bjart í Sumarhúsum í snjalltækin sín. Átta raddir sem allar verða nefndar eftir sögupersónum Halldórs Laxness verða notaðar í nýjan íslenskan talgervil sem unnið er að. Stefnt er að því að bjóða upp á bráðabirgðaútgáfu með rödd Bjarts í ágúst þegar raddirnar sem hingað til hefur verið hægt að nota, hverfa á braut.
Myndskeið
Án íslensku raddanna yrði sjónskerðingin að fötlun
Ef íslenskar raddir detta úr snjallsímum verður sjónskerðingin að raunverulegri fötlun, segir kona sem nýtir sér raddirnar í starfi, fundarhöld og fleira. Með nýjustu hugbúnaðaruppfærslu verða raddirnar ekki lengur aðgengilegar og blindir og sjónskertir geta þurft að bíða í allt að tvö ár eftir að nýr íslenskur talgervill verður tilbúinn. Menntamálaráðherra segir að unnið sé að lausn. 
Hljóðmynd
Áhyggjufull af því að Karl og Dóra detta úr snjallsímum
Blindir sem reiða sig á talgervla í snjallsímum hafa miklar áhyggjur af því að íslensku raddirnar Karl og Dóra verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Unnið er að gerð nýs talgervils en hann verður ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Kristinn Halldór Einarsson og Baldur Snær Sigurðsson, sem báðir eru lögblindir, hafa reitt sig á íslensku raddirnar við skjálestur og við alla notkun snjalltækja. Þegar þær detta út þarf að reiða sig á enskan talgervil.
Dýrt og tímafrekt að þróa app sem talar íslensku
Heimsendingarþjónustan Aha.is hefur þróað innkaupaapp sem skilur íslensku. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri Aha.is segir bætt aðgengi að raddgreiningarbúnaði á íslensku, forsendu þess að fyrirtæki sjái hag sinn í að hanna forrit sem tala og skilja íslenskt mál. 
13.02.2021 - 18:50
 · Innlent · Verslun · Smáforrit · tækni · Máltækni
Myndskeið
Ekki seinna vænna að geta talað við tækin á íslensku
Nýtt íslenskt smáforrit, Embla, sem svarar spurningum á íslensku er væntanlegt í snjallsíma. Einn hönnuðanna segir fólk vilja geta talað við tækin sín á íslensku.
08.11.2020 - 20:23
Safna íslenskum raddsýnum
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verður í dag fyrst til að taka þátt í söfnun raddsýna sem ætlað er að tryggja að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við tölvur og tæki.
16.10.2019 - 10:21
383 milljónir í máltækni
Í dag undirrituðu Almannarómur, sjálfseignarstofnun um máltækni og SÍM, samstarfshópur um íslenska máltækni, samning um smíði innviða í máltækni fyrir íslensku. Samningurinn er til eins árs og greiðslur fyrir rannsóknir og þróun á samningstímabilinu nema 383 milljónum króna.
04.09.2019 - 18:38