Færslur: Malta

Abela lýsir yfir sigri á Möltu
Verkamannaflokkurinn á Möltu hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn heldur því um stjórnartaumana í landinu þriðja kjörtímabilið í röð.
27.03.2022 - 11:39
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Kannabis lögleitt á Möltu
Yfirvöld í Möltu breyttu síðdegis löggjöf sinni um kannabis og hafa nú rýmstu kannabislöggjöf ríkja Evrópusambandsins. Fullorðnum verður leyft að hafa í vörslu sinni allt að sjö grömm af kannabis og mega hafa fjórar plöntur á heimili sínu. Tilteknir söluaðilar munu fá leyfi til sölu á efninu og fræjum til heimaræktunar, þó undir ströngu eftirliti yfirvalda. Ekki verður þó leyfilegt að neyta þess á almannafæri og ekki fyrir framan börn.
14.12.2021 - 22:53
Yfir 700 bjargað á Miðjarðarhafi um helgina
Björgunarsveitir á Miðjarðarhafi komu yfir 700 manns til aðstoðar nú um helgina, undan ströndum Líbíu og Möltu. Fólkið var að reyna að komast frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.
Segir stjórnvöld bera ábyrgð á morði Galizia
Morðið á maltneskri blaðakonu  árið 2017 er á ábyrgð stjórnvalda þar. Þetta er niðurstaða nýrrar opinberrar rannsóknar. Þó að stjórnvöld hefðu ekki haft beina aðkomu að því, hefðu þau getað komið í veg fyrir það.
29.07.2021 - 21:49
Játaði morð á maltneskum blaðamanni
Karlmaður, sem viðurkenndi í dag að hafa myrt blaðamanninn Daphne Caruana Galizia, hlaut fimmtán ára fangelsisdóm fyrir ódæðið. Bíll blaðamannsins var sprengdur í loft upp nærri heimili hennar í október árið 2017.
23.02.2021 - 20:17
Flóttafólki loks hleypt í land eftir milliríkjadeilur
Hópur flóttafólks sem hefur verið á sjó í meira en 40 daga var hleypt á land á Ítalíu í gærkvöld, eftir að hafa freistað þess að komast frá Líbíu og yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Fólkinu var bjargað um borð í danskt skip, sem síðan var meinað að leggjast að bryggju í þremur ríkjum.
13.09.2020 - 08:48
Erlent · Afríka · Evrópa · Miðjarðarhaf · Ítalía · Malta · Líbía
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.
Breskir ferðamenn þurfa að flýta heimför sinni
Nú styttist í að breskir ferðamenn þurfi að flýta för sinni heim frá Frakklandi og Hollandi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ríki væru tekin af lista yfir örugg lönd, vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19.
14.08.2020 - 08:14
Milliliðurinn fannst liggjandi í blóði sínu
Melvin Theuma, sem játað hefur að hafa verið milliliður við skipulagningu á morðinu á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia, fannst liggjandi í blóði sínu aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann átti að bera vitni fyrir dómstól á Möltu.
22.07.2020 - 14:01
Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley
Björgunarskipið Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley á Ítalíu og áhöfnin bíður leyfis til að halda til hafnar. Hundrað og áttatíu flóttamenn eru um borð og lýsti áhöfn skipsins yfir neyðarástandi fyrir helgi.
06.07.2020 - 11:56
Björgunarskip lýsir yfir neyðarástandi um borð
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking hefur lýst yfir neyðarástandi um borð. Sex farþegar hafa reynt að fyrirfara sér og áflog hafa orðið um borð. Skipið hefur verið utan Sikileyjar síðustu daga, eftir að beiðni skipverja um að leggjast að bryggju hefur verið hafnað á sjö stöðum á Ítalíu og Möltu undanfarna viku. 180 flóttamenn sem bjargað var af Miðjarðarhafinu eru um borð í skipinu. 
04.07.2020 - 02:21
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Ítalía · Malta
180 flóttamenn hafa farist á Miðjarðarhafi á þessu ári
Straumur flóttamanna yfir Miðjarðarhafið heldur áfram þrátt fyrir að Evrópulönd hafi lokað höfnum sínum í kórónuveirufaraldrinum. Hlé var gert á öllu björgunarstarfi á Miðjarðarhafi í síðustu viku.
15.05.2020 - 07:07
Erlent · Evrópa · Malta · Ítalía · Flóttamenn
Sendiherra hættir eftir að hafa líkt Merkel við Hitler
„Fyrir sjötíu og fimm árum stöðvuðum við Hitler. Hver ætlar að stöðva Angelu Merkel? Hún hefur látið drauma Hitlers um að ná stjórn á Evrópu rætast.“ Þessi orð lét Michael Zammit Tabona, sendiherra Möltu í Finnlandi, falla á Facebook á dögunum. Færslunni hefur verið eytt, og Zammit Tabona hefur sjálfur sagt af sér embætti.
10.05.2020 - 23:20
Robert Abela nýr forsætisráðherra Möltu
Robert Abela var í nótt kosinn eftirmaður Josephs Muscats sem formaður maltverska Verkamannaflokksins og þar með forsætisráðherra Möltu. Muscat tilkynnti í nóvember að hann myndi segja af sér báðum embættum í ársbyrjun, þar sem nokkrir af hans nánustu ráðgjöfum og samstarfsmönnum eru rammflæktir í rannsóknina á morði rannsóknarblaðakonunnar Daphne Caruana Galizia.
12.01.2020 - 05:23
Heimskviður
„Hún skilur eftir sig stórt gat í þjóðfélaginu“
Óhugnanlegt morðmál hefur skekið samfélagið á Möltu síðan í október 2017. Þá var blaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia, ráðin af dögum. Sprengju var komið fyrir í bíl hennar. Ýmislegt hefur komið í ljós um málið á síðustu dögum og vísbendingar eru um að það teygi anga sína í forsætisráðuneyti Möltu. Íslensk vinkona hennar segir að hún skilji eftir sig stórt skarð í samfélaginu enda hafi hún verið einstaklega fær blaðamaður.
07.12.2019 - 07:01
Alvarlegar áhyggjur vegna forsætisráðherra Möltu
Sendinefnd Evrópuþingsins, sem er á Möltu vegna pólitískra sviptinga þar að undanförnu, hefur alvarlegar áhyggjur af því að Joseph Muscat skuli gegna embætti forsætisráðherra meðan lögregla rannsakar hvern eða hverja skuli draga til ábyrgðar vegna morðs á blaðakonu fyrir tveimur árum.
04.12.2019 - 16:04
Krefjast afsagnar Muscats þegar í stað
Þúsundir söfnuðust saman utan við þinghús Maltverja í höfuðborginni Valletta í kvöld og kröfðust þess að forsætisráðherrann, Joseph Muscat, segði af sér embætti þegar í stað.
03.12.2019 - 02:55
Maltverskur auðkýfingur ákærður fyrir morðið á Galiziu
Auðkýfingurinn Yorgen Fenech var í gærkvöld leiddur fyrir dómara þar sem honum var birt formleg ákæra vegna aðildar að morðinu á maltversku rannsóknarblaðakonunni Daphne Caruana Galizia haustið 2017. Fenech, sem er í hópi auðugustu manna á Möltu, hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. nóvember. Hann er grunaður um að vera höfuðpaurinn í samsærinu um morðið á Galiziu, eða í það minnsta í innsta hring samsærismanna.
01.12.2019 - 04:40
Segja Muscat ætla að víkja úr embætti 18. janúar
Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, ætlar að víkja úr embætti 18. janúar næstkomandi. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í stjórnarflokknum, sem segja mjög þrýst á forsetann að láta af embætti, vegna vaxanda óánægju og gagnrýni á viðbrögð hans við morðinu á rannsóknarblaðakonunni Daphne Caruana Galizia.
30.11.2019 - 23:22
Malta: Fenech biður um friðhelgi
Stjórnvöld á Möltu höfnuðu beiðni kaupsýslumannsins Yorgens Fenechs um friðhelgi greindi hann frá upplýsingum um morðið á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia, sem ráðin var á dögum fyrir tveimur árum.
29.11.2019 - 09:11
Erlent · Evrópa · Malta
Leigumorðingjar réðu Galiziu af dögum
Leigumorðingjar réðu maltversku rannsóknarblaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum haustið 2017 og þáðu fyrir það 150.000 evrur, rétt rúmlega 20 milljónir króna. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu. Þeir Vince Muscat og bræðurnir Alfred og George Degiorgio voru ráðnir til verksins sumarið 2017.
29.11.2019 - 07:11
Enn einn handtekinn á Möltu
Lögreglan á Möltu hefur handtekið Keith Schembri, sem var einn nánasti samstarfsmaður Josephs Muscats, forsætisráðherra landsins .
28.11.2019 - 08:00
Erlent · Evrópa · Malta
„Eins og spilaborgin sé að falla“ á Möltu
Íslendingur sem býr á Möltu vonar að þeir sem myrtu rannsóknarblaðakonuna Daphne Caruana Galizia fyrir tveimur árum verði nú sóttir til saka. Fjölmenn mótmæli voru á eyjunni í gærkvöld þar sem krafist var frekari afsagna ráðamanna.
27.11.2019 - 08:44
Ráðamenn segja af sér á Möltu
Ferðamála- og efnahagsráðherrar Möltu sögðu af sér í dag ásamt nánum samstarfsmanni forsætisráðherrans. Fjölmiðlar í landinu telja að afsagnirnar tengist því að lögreglan hefur hert rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Galizia fyrir tveimur árum.
26.11.2019 - 17:26