Færslur: Malí

20.000 nígerískar konur kynlífsþrælar í Malí
Sú deild nígerískra lögregluyfirvalda sem sérhæfir sig í mannránum og mansali hefur fundið þúsundir nígerískra stúlkna og kvenna, sem saknað hefur verið um lengri og skemmri tíma, í suðurhluta nágrannaríkisins Malí. Talið er víst að langflestar þeirra hafi ýmist verið ginntar eða numdar á brott og síðan seldar mansali, oftar en ekki í kynlífsþrælkun.
24.01.2019 - 04:29
Friðargæsluliðar felldir í Malí
Sex til átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru skotnir til bana í dag í búðum sínum í Malí. Nítján særðust. Allir voru þeir frá Tsjad. Heimildum ber ekki saman um hversu margir féllu í árásinni. Að sögn AFP féllu nokkrir árásarmenn einnig.
20.01.2019 - 13:27
Tugir létust í átökum hirðingja og veiðimanna
37 fórust í þjóðflokkastríði Dogon og Fulani þjóðanna í Malí í dag. Vopnaðir menn úr veiðimannasamfélagi Dogona réðust inn í þorp Fulani hirðingja í Mopti héraði. Fjöldi særðist í árásinni og kveiktu árásarmennirnir í híbýlum þorpsbúa, að sögn AFP fréttastofunnar. 
02.01.2019 - 04:51
Minnst tólf féllu í árás á markað í Malí
Minnst tólf óbreyttir borgarar voru myrtir á útimarkaði í litlu þorpi í suðurhluta Malí, nærri landamærunum að Burkina Faso. Vopnaður maður réðist á hermann sem staddur var á markaðinum. Í framhaldinu var minnst tylft markaðsgesta myrt, en atburðarásin er enn nokkuð óljós, hafa fréttastofur eftir ónefndum heimildarmanni í malíska hernum.
21.05.2018 - 03:11
Tugir Túarega felldir af vígamönnum
Yfir 30 almennir borgarar úr röðum Túarega voru myrtir í tveimur árásum vígamanna í norðausturhluta Malí að sögn yfirvalda. Breska ríkisútvarpið segir árásirnar hafa verið gerðar í Menaka héraði í gær og í fyrradag. Talið er að þetta hafi verið hefndarárásir vegna árása Túarega á bækistöðvar vígamanna síðustu vikur.
29.04.2018 - 00:13
Friðargæsluliðar felldir í Malí
Tveir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Malí féllu og tíu særðust þegar vígasveitir uppreisnarmanna létu sprengjum rigna á bækistöðvar þeirra úr sprengjuvörpum sínum snemma á fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirstjórn friðargæsluliðsins í Malí. Óvíða eru friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í meiri hættu en í Malí, þar sem vígasveitir hinna ýmsu uppreisnar- og hryðjuverkasamtaka herja óhikað á þá og bækistöðvar þeirra.
06.04.2018 - 03:43
Malímaður dreginn fyrir stríðsglæpadómstól
Maður sem eftirlýstur var af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa í Malí var handtekinn í gær. Yfirvöld í Malí framseldu hann til Haag þar sem hann sætir nú varðhaldi.
01.04.2018 - 04:55
Erlent · Afríka · Malí
12 lögreglumenn felldir í Malí
Þungvopnaðir vígamenn á pallbílum og mótorhjólum skutu minnst tólf lögreglumenn og særðu fleiri í suðvesturhluta Níger, nærri landamærunum við Malí. Árásarmennirnir létu til skarar skríða árla laugardagsmorguns í bænum Ayourou í Tillaberi-héraði, um 200 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Niamey. Mohamed Bazoum, innanríkisráðherra Níger, staðfesti þetta í samtali við AFP-fréttastofuna og sagði leit standa yfir að árásarmönnunum.
22.10.2017 - 06:35
Níu féllu í árásum á friðargæslulið í Malí
Níu féllu í árásum vígamanna á tvær bækistöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Malí á mánudag. Vopnaðir menn réðust inn í bækistöðvar friðargæslunnar í bæjunum Douentza og Timbúktú. Átta vígamenn voru felldir, talið er víst að þeir séu úr röðum herskárra íslamista.
15.08.2017 - 01:23
Morð og gíslataka á hóteli í Malí
Menn vopnaðir skotvopnum myrtu í það minnsta fimm í árás á hótel í Malí í dag. Aðrir gestir og starfsmenn hótelsins voru teknir í gíslingu. Hermenn frá Malí eru meðal hinna látnu og einnig að öllum líkindum starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Tveir árásarmannanna voru felldir.
08.08.2015 - 00:49
Erlent · Afríka · Malí
  •