Færslur: Málfar

Sjónvarpsfrétt
Ókynjað mál ekki síst mikilvægt í íþróttahreyfingunni
Knattspyrnufélag Reykjavíkur hélt Öll sem eitt-daginn í dag. Þar var ný útgáfa KR-lagsins spiluð í fyrsta sinn með nýjum, ókynjuðum texta.
28.08.2022 - 19:51
Orð af orði
Alltaf verið mjög nafnlausar
Á upplýsingafundum almannavarna í faraldrinum voru allir merktir með nafni til að byrja með, nema táknmálstúlkarnir. Þessu var fljótt kippt í liðinn og prentaðir voru miðar með nöfnum þeirra eins og annarra. „Þannig að við vorum merktar. Fram að því höfðum við alltaf verið mjög nafnlausar í okkar verkefnum,“ segir Árný Guðmundsdóttir. Rætt var við hana og Auði Sigurðardóttur í Orði af orði á Rás 1. Þær eru tvær af táknmálstúlkunum sem túlka sjónvarpsfréttir á RÚV.
Orð af orði
Fullorðið fólk sem beið eftir tækifæri til náms
„Hér á Íslandi fæðist stærsti hópur heyrnarlausra árið 1964. Þá gekk rauðuhunda-faraldur. Það fólk var rúmlega þrítugt þegar við klárum námið okkar en hafði ekki fengið mikil tækifæri á að mennta sig, fram að þeim tíma, vegna þess að það var svo lítið af táknmálstúlkum,“ segir Árný Guðmundsdóttir. Rætt var við hana og Auði Sigurðardóttur um íslenskt táknmál og starf táknmálstúlka í Orði af orði.
19.08.2022 - 10:30
Orð af orði
Þarft að kunna íslensku til að komast dýpra
„Þú þarft að taka ákvörðun. Á ég alltaf að styðja mig við enskuna eða reyna að komast dýpra í samfélagið? Og ég sá einhvern veginn strax, með hvernig Íslendingar eru, það gerist ekki án tungumálsins. Það þarf að læra íslensku til að geta kynnst fólkinu hér,“ segir Margrét Adamsdóttir, fréttamaður. Anna og Guðrún töluðu við hana í Orði af orði á Rás 1.
26.07.2022 - 11:17
Orð af orði
Dustuðu rykið af stuðlaprjóni
Áferðarprjón er með upphleyptu munstri, damaskprjón, kaðlaprjón, perlubrugðningar; bátahálsmál myndar bátalaga form; töfralykkjuaðferð er þegar notaður er hringprjónn með langri í snúru í stað fimm prjóna eða sokkaprjóna. Anna og Guðrún töluðu við Ásdísi Jóelsdóttur og Guðrúnu Hannele Henttinen í Orði af orði á Rás 1, um íðorðasafn í hannyrðum. Þar er ofangreindar skilgreiningar að finna og miklu meira til.
14.07.2022 - 16:08
Orð af orði
Segir íslenskan málstaðal úreltan
„Það hefur tekist að innræta fólki þessa hugmynd að það sé til eitt rétt mál, einhver ein rétt íslenska. Það hefur ekki endilega tekist að kenna því að tala þessa íslensku. Og þá er spurning, hver er tilgangurinn með því að hafa einhvern málstaðal sem er fjarri málkennd almennings,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson. Anna og Guðrún töluðu við hann í Orði af orði á Rás 1.
11.07.2022 - 10:49
Orð af orði
Fólk verður harðmælt á því að aka yfir Öxnadalsheiði
Breytinga er þörf í málfræðikennslu í grunnskólum, að mati Hönnu Óladóttur lektors á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Máltilfinning og málumburðarlyndi eru þættir sem ætti að huga að snemma í tungumálakennslu.
31.05.2022 - 13:17
Fokk ofarlega á lista yfir algengustu orðin
Slangur af ýmsu tagi er meira áberandi í máli unglinga en fullorðinna. Unglingamál nútímans einkennist einna helst af enskuslettum, svokölluðum orðræðuögnum og sviðsetningu af ýmsum toga. Það kom rannsakanda íslensks unglingamáls á óvart hversu algengt orðið fokk er. „Fokk var held ég í 16. sæti á lista yfir algengustu orðin, á eftir orðum eins og að, með og ég,“ segir Helga Hilmisdóttir verkefnisstjóri í rannsókninni Íslenskt unglingamál.
24.05.2022 - 10:44
Orð af orði
Stytting náms hefur áhrif á viðhorf til íslensku
Umræða um tungutak ungmenna er oft á neikvæðum nótum og því ekki skrítið að þau hafi áhyggjur af íslensku og efist um eigin getu í móðurmálinu. Viðhorf framhaldsskólanema til íslensku er þó að mestu leyti jákvætt, að mati íslenskukennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem rætt var við í Orði af orði á Rás 1. Það endurspeglist í því að þau vilja tala íslensku og vilja nota málið á öllum sviðum.
Orð af orði
Ensku oft kennt um málbreytingar að ástæðulausu
Það virðist algengt að fólk kenni ensku um þegar því mislíkar eitthvað í málfari annarra. Áhrifum ensku er til dæmis oft kennt um þegar sagt er: Ég er ekki að skilja þetta, í stað: Ég skil þetta ekki. Það er þó dæmi um tilbrigði í máli fólks sem virðist ekki hægt að rekja til málsambýlis við ensku, að sögn Irisar Eddu Nowenstein sem rannsakaði, ásamt fleirum, málsambýli ensku og íslensku.
11.05.2022 - 11:30
Morgunútvarpið
Sum ný nöfn þóttu hneykslanleg og rangmynduð
Arngrímur Jónsson lærði, sem var uppi á 17. öld, var fyrsti Íslendingurinn sem tók upp eftirnafn. Hann notaði stundum nafnið Vídalín. Niðjar hans notuðu það síðar sem ættarnafn. Ættarnöfnum fjölgaði jafnt og þétt á Íslandi allt þar til fyrstu mannanafnalögin voru sett.
23.10.2020 - 09:03
Ekki til framdráttar að hneykslast á málnotkun annarra
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé misskilingur að tungumálinu sé gerður greiði með því að hneykslast á málnotkun annarra. Hann hefur sagt skilið við Málvöndunarþáttinn, sem er Facebook-hópur þar sem spjallað er um íslenskt málfar og málnotkun. Eiríkur stofnaði nýjan hóp á Facebook, sem verður vettvangur fyrir jákvæðari umræðu um íslenskt mál.
09.08.2020 - 19:55
Orðið málvélakefli lifði ekki af
Guðrún Línberg Guðjónsdóttir fjallaði um íslensku þýðinguna á enska orðinu phonograph í málfarspistli í Samfélaginu.
26.06.2020 - 14:36
Orðið feminismi lagast vel að íslensku máli
Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV fjallaði um orðið feminismi í málfarsmínútu í Samfélaginu.
19.06.2020 - 14:14
Merking orðsins þauli
Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV fjallaði um orðið þaula í málfarsmínútu í Samfélaginu á Rás 1.
16.06.2020 - 10:22
Málfarsmínútan
Von og vísa
Orðasambandið von og vísa merkir, það sem búast má við. Það er einkum notað í orðatiltækinu eins og einhvers er von og vísa. Til dæmis, Guðrún hjálpaði mér eins og hennar var von og vísa; eða, liðið mætti vel undirbúið til leiks eins og þess var von og vísa.
09.03.2020 - 20:00
Málfarsmínútan
Kruðerí og annað bakkelsi
Fjölmörg orð um mat í íslensku eru fengin að láni úr dönsku. Stundum fá þau nýja merkingu í íslensku og stundum lifa þau góðu lífi í íslensku þótt þau hafi að mestu týnst úr dönsku.
06.02.2020 - 06:45
Málfarsmínútan
Hvað á að kalla kórónaveiruna?
Kórónaveiran, sem veldur lungnabólgunni skæðu, hefur fengið nafn. Hún heitir 2019-nCoV Wuhan kórónaveiran. Það er ekkert sérstaklega þjált nafn og því gripu sumir fjölmiðlar, innanlands og utan, til þess ráðs að kalla hana Wuhan-veiruna eða Wuhan-kórónaveiruna. Þar á meðal RÚV. Það þykir þó ekki heppilegt að kenna veiru eða faraldur við tiltekinn stað eða land þar sem það getur leitt til fordóma í garð íbúa staðarins.
31.01.2020 - 08:11
Málfarsmínútan
Misskilin ártíð
Það er algengur misskilningur að orðið ártíð sé haft um árafjölda frá fæðingu látins fólks. Við slík tækifæri er minnst fæðingardags eða fæðingarafmælis. Orðið ártíð er aftur á móti bæði haft um dánardag fólks og dánarafmæli þess.
12.01.2020 - 06:45
Málfarsmínútan
Farðu í hurðarlaust horngrýti
Í íslensku tengjast mörg blótsyrði kristni, eða nánar tiltekið myrkrahöfðingjanum sjálfum. Af þeim mildari mætti nefna orð eins og ansans, árans og bévítans, skollans og skrambans. 
19.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Svartahálka, svikahálka og logasvell
Íslenska á nokkur orð um hálku. Það er til dæmis til flughálka og fljúgandi hálka, gler, glerungur og glæringur, hálagler, gljá, svell og logasvell. Hálka sem erfitt er að varast kallast ýmist svikahálka eða launhálka.
12.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
„Eru Reykvíkingar hljóðvilltir?“
Flámæli er talið hafa komið fram um miðja 19. öld. Í elstu varðveittu lýsingum á framburðareinkenninu er það kennt við Reykjavík og suðvesturhornið.
09.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Herferð til að útrýma flámæli
Flámæli er mállýskueinkenni sem felst í því að löngu sérhljóðin i og e falla saman við u og ö. Orðin skyr og sker hljóma þá til dæmis eins, eða svipað, og einnig flugur og flögur.  
07.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Um eignarfallsflótta
Mörgum er svo farið, sem á annað borð láta sig málvernd nokkru varða, að þeir taka „ástfóstri“ við viss mállýti, sem þeir láta fara í taugarnar á sér við hvert tækifæri. Uppáhaldsmálvilla mín síðustu misserin hefur verið sú að þágufall (stöku sinnum þolfall eða nefnifall) sé notað í eignarfalls stað [...]. 
06.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Nú eru nýliðnar veturnætur
Veturnætur voru í forníslensku tímatali tveir síðustu sólarhringarnir fyrir fyrsta vetrardag. Orðið veturnætur er aðeins notað í fleirtölu og ætti ekki að rugla saman við vetrarnætur.
26.10.2019 - 06:45