Færslur: Málfar

Morgunútvarpið
Sum ný nöfn þóttu hneykslanleg og rangmynduð
Arngrímur Jónsson lærði, sem var uppi á 17. öld, var fyrsti Íslendingurinn sem tók upp eftirnafn. Hann notaði stundum nafnið Vídalín. Niðjar hans notuðu það síðar sem ættarnafn. Ættarnöfnum fjölgaði jafnt og þétt á Íslandi allt þar til fyrstu mannanafnalögin voru sett.
23.10.2020 - 09:03
Ekki til framdráttar að hneykslast á málnotkun annarra
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé misskilingur að tungumálinu sé gerður greiði með því að hneykslast á málnotkun annarra. Hann hefur sagt skilið við Málvöndunarþáttinn, sem er Facebook-hópur þar sem spjallað er um íslenskt málfar og málnotkun. Eiríkur stofnaði nýjan hóp á Facebook, sem verður vettvangur fyrir jákvæðari umræðu um íslenskt mál.
09.08.2020 - 19:55
Orðið málvélakefli lifði ekki af
Guðrún Línberg Guðjónsdóttir fjallaði um íslensku þýðinguna á enska orðinu phonograph í málfarspistli í Samfélaginu.
26.06.2020 - 14:36
Orðið feminismi lagast vel að íslensku máli
Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV fjallaði um orðið feminismi í málfarsmínútu í Samfélaginu.
19.06.2020 - 14:14
Merking orðsins þauli
Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV fjallaði um orðið þaula í málfarsmínútu í Samfélaginu á Rás 1.
16.06.2020 - 10:22
Málfarsmínútan
Von og vísa
Orðasambandið von og vísa merkir, það sem búast má við. Það er einkum notað í orðatiltækinu eins og einhvers er von og vísa. Til dæmis, Guðrún hjálpaði mér eins og hennar var von og vísa; eða, liðið mætti vel undirbúið til leiks eins og þess var von og vísa.
09.03.2020 - 20:00
Málfarsmínútan
Kruðerí og annað bakkelsi
Fjölmörg orð um mat í íslensku eru fengin að láni úr dönsku. Stundum fá þau nýja merkingu í íslensku og stundum lifa þau góðu lífi í íslensku þótt þau hafi að mestu týnst úr dönsku.
06.02.2020 - 06:45
Málfarsmínútan
Hvað á að kalla kórónaveiruna?
Kórónaveiran, sem veldur lungnabólgunni skæðu, hefur fengið nafn. Hún heitir 2019-nCoV Wuhan kórónaveiran. Það er ekkert sérstaklega þjált nafn og því gripu sumir fjölmiðlar, innanlands og utan, til þess ráðs að kalla hana Wuhan-veiruna eða Wuhan-kórónaveiruna. Þar á meðal RÚV. Það þykir þó ekki heppilegt að kenna veiru eða faraldur við tiltekinn stað eða land þar sem það getur leitt til fordóma í garð íbúa staðarins.
31.01.2020 - 08:11
Málfarsmínútan
Misskilin ártíð
Það er algengur misskilningur að orðið ártíð sé haft um árafjölda frá fæðingu látins fólks. Við slík tækifæri er minnst fæðingardags eða fæðingarafmælis. Orðið ártíð er aftur á móti bæði haft um dánardag fólks og dánarafmæli þess.
12.01.2020 - 06:45
Málfarsmínútan
Farðu í hurðarlaust horngrýti
Í íslensku tengjast mörg blótsyrði kristni, eða nánar tiltekið myrkrahöfðingjanum sjálfum. Af þeim mildari mætti nefna orð eins og ansans, árans og bévítans, skollans og skrambans. 
19.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Svartahálka, svikahálka og logasvell
Íslenska á nokkur orð um hálku. Það er til dæmis til flughálka og fljúgandi hálka, gler, glerungur og glæringur, hálagler, gljá, svell og logasvell. Hálka sem erfitt er að varast kallast ýmist svikahálka eða launhálka.
12.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
„Eru Reykvíkingar hljóðvilltir?“
Flámæli er talið hafa komið fram um miðja 19. öld. Í elstu varðveittu lýsingum á framburðareinkenninu er það kennt við Reykjavík og suðvesturhornið.
09.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Herferð til að útrýma flámæli
Flámæli er mállýskueinkenni sem felst í því að löngu sérhljóðin i og e falla saman við u og ö. Orðin skyr og sker hljóma þá til dæmis eins, eða svipað, og einnig flugur og flögur.  
07.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Um eignarfallsflótta
Mörgum er svo farið, sem á annað borð láta sig málvernd nokkru varða, að þeir taka „ástfóstri“ við viss mállýti, sem þeir láta fara í taugarnar á sér við hvert tækifæri. Uppáhaldsmálvilla mín síðustu misserin hefur verið sú að þágufall (stöku sinnum þolfall eða nefnifall) sé notað í eignarfalls stað [...]. 
06.11.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Nú eru nýliðnar veturnætur
Veturnætur voru í forníslensku tímatali tveir síðustu sólarhringarnir fyrir fyrsta vetrardag. Orðið veturnætur er aðeins notað í fleirtölu og ætti ekki að rugla saman við vetrarnætur.
26.10.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Geta þurft að búa til falskt kenninafn
Einn megintilgangurinn með lögum um mannanöfn er að vernda þann forna íslenska sið að kenna sig til foreldris. Þessu kenninafnakerfi til verndar eru meðal annars sett ákvæði um að íslenskir ríkisborgarar megi ekki taka upp ný ættarnöfn. Sumir íslenskir ríkisborgarar eiga þó rétt til ættarnafns en því aðeins að foreldri hafi borið það.
15.10.2019 - 06:50
Málfarsmínútan
Misræmi framburðar og stafsetningar
Íslenska er borin fram eins og hún er skrifuð. Þessa fullyrðingu könnumst við líklega flest við. Þetta er þó ekki alls kostar rétt. Reglur um íslenska stafsetningu miðast að hluta til við framburð en að hluta til við uppruna orða.
12.10.2019 - 13:45
Málfarsmínútan
Sá eflist sem vex fiskur um hrygg
Fiskar eru hryggdýr sem lifa í vatni og anda venjulega með tálknum.  Orðasambandið „eitthvað er ekki upp á marga fiska“ í merkingunni „eitthvað er ómerkilegt eða lélegt“ ber vitni um verðmæti fisksins.
11.10.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Njáll og jaðrakan eiga sama uppruna
Orðin brekán og jaðrakan eiga það sameiginlegt að vera tökuorð úr írsku.  Brekán er ofin, og yfirleitt köflótt, rúmábreiða og orðið er talið hafa komið inn í íslensku á 16. öld.
08.10.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Eitt sinn var október áttundi mánuðurinn
Mánaðaheitin sem við notum nú hafa lengi verið þekkt í málinu en komust þó ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld. Heitin eru af latneskum uppruna og eru sumir mánuðurnir kenndir við guði Rómverja og aðrir við rómverska keisara.
05.10.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Vafi um -n og -nn
Fólk er oft í vafa um hvar á að vera eitt n og hvar tvö, til dæmis hvort það á að vera eitt eða tvö n í vissum beygingarmyndum kvenkynsorða sem enda á -un eða -an, til dæmis verslun og hótun; og í þolfalli karlkynsorða sem enda í nefnifalli á -ann, -inn eða -unn, eins og morgunn og himinn.
03.10.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Drekkur vatn, ekki vötn
Vatn er eintöluorð. Fólk fær sér vatn að drekka, og þá kannski þrjú vatnsglös en alls ekki þrjú vötn. Hins vegar geta verið nokkur vötn á sömu heiði, í merkingunni stöðuvatn.
01.10.2019 - 06:45
Málfarsmínútan
Shalder, tjaldrið, tjaldur
Íslenska, færeyska og norska eru vesturnorræn tungumál. Þau greindust frá austurnorrænum málum, það er dönsku og sænsku, á víkingaöld.
24.09.2019 - 06:45
„Zetan aldrei skapað annað en bölvað hringl“
Stafsetning er túlkun en ekki einhvers konar náttúrulögmál. Því er ekki hægt að segja að tungumál sé ritað eins og það er talað. Það er bara ritað eins og ákveðið er hverju sinni. Sú umdeilda ákvörðun var tekin árið 1973 að nema bókstafinn z brott úr íslenskum ritreglum.
24.09.2019 - 00:07
Þegar tungumálið var fullkomið
Áhyggjur fólks af hnignun tungumála hafa verið kallaðar gullaldartregi. Líklega er elsta varðveitta íslenska dæmið um gullaldartrega í þremur dróttkvæðum vísum frá 13. öld. Ónafngreint skáld reynir að kenna samtíðarfólki sínu að halda tveimur hljóðum aðgreindum - hljóðum sem runnu saman í það sem í nútímamáli er borið fram æ.
19.09.2019 - 10:24