Færslur: Málefni utangarðsfólks

Hjúkrunardeild fyrir heimilislausa í neyslu
Heilbrigðisráðherra ætlar að setja á fót 12 rýma hjúkrunardeild ætlaða heimilislausu fólki sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar. Þetta er fólk sem glímir við langvarandi neysluvandamál, oft samhliða geðrænum vanda. Verkefnahópur sem settur var á fót í vor, komst að þeirri niðurstöðu að það væri brýn þörf fyrir sértækt úrræði því þessi hópur fengi ekki fullnægjandi þjónustu í dag. 
Borgarbókasafnið reynir að mæta útigangsfólki
Það eru allir velkomnir á Borgarbókasafnið við Tryggvagötu svo framarlega sem þeir neyta ekki áfengis eða vímuefna inni á safninu, eru ekki áberandi ölvaðir eða lyfjaðir, ekki með háreysti og ekki leggur af þeim stækan óþef. Það getur stundum reynst krefjandi fyrir bókaverði að mæta útigangsmönnum sem sækja bókasafnið og samræma þarfir þeirra þörfum annarra gesta en það er eitthvað sem miðborgarsöfn um allan heim kannast við. Sumir kvarta öðrum finnst fallegt að þessi hópur eigi skjól á safninu.