Færslur: Málefni ungs fólks

Viðtal
Vanlíðanin mest meðal pólskra og asískra ungmenna
Ungmenni af erlendum uppruna njóta síður stuðnings foreldra, vina og bekkjarfélaga, en ungmenni af íslenskum uppruna. Það skýrir að hluta verri líðan og minni lífsánægju þeirra. Önnur atriði, svo sem bágari efnahagur fjölskyldu, að búa ekki hjá báðum foreldrum eða að foreldrar séu án atvinnu, tengjast einnig verri líðan og minni lífsánægju ungmenna. 
Skortur á úrræðum fyrir veikasta hópinn
Unglingar í harðri neyslu hafa orðið útundan í kerfinu, segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Í vor ákvað sjúkrahúsið að hætta að taka við unglingum - en gerir það þó enn - því stjórnvöld hafa ekki fundið annað úrræði. Sérfræðingar telja þörf á fjölbreyttari lausnum fyrir hópinn. 
Æskulýðsmál: Tvær regnhlífar en engin stefna
Það er engin formleg stefna í æskulýðsmálum hér á landi. Þetta segja formenn tveggja regnhlífasamtaka sem hafa samtals 31 æskulýðsfélag innan sinna vébanda. Nær allur stuðningur ríkisins við málaflokkinn beinist að þremur rótgrónum félögum, þau fá samtals um 200 milljónir. Önnur félög fá einstaka verkefnastyrki. Æskulýðsgeirinn á Íslandi er klofinn og sum félög segjast munaðarlaus í kerfinu. 

Mest lesið