Færslur: Málefni ungmenna í neyslu

Þriggja sólahringa útsendingu lokið
Þriggja daga maraþonútsendingu RÚV núll og Ung RÚV er lokið. Ætlunin með útsendingunni var að vekja athygli á fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi og á átakinu Eitt líf, sem samtökin Á allra vörum leggja lið í ár. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll segir að þakklæti sé henni efst í huga eftir útsendinguna.
Myndband
746 fíkniefnaauglýsingar á 20 mínútum
Á tuttugu mínútum rakst Snærós Sindradóttir á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Fleiri dáið úr ofneyslu í ár en allt árið 2017
Þrjátíuogsjö manns hafa dáið vegna lyfjaeitrunar það sem af er ári samkvæmt tölum landlæknis. Það er meira en allt síðasta ár þegar 34 létust. Þeir sem eru yngri en 30 ára deyja vegna ópíóða og ólöglegra efna en ekki þeir eldri. Miklu fleira ungt fólk leggst nú inn á spítala af völdum lyfjaeitrunar en fyrir sex árum. 
Úrræðaleysi - 17 ára gisti í fangaklefa
Foreldrar barna í fíknefnaneyslu gagnrýna seinagang og úrræðaleysi hins opinbera við meðferð barna. Sautján ára stúlka var til dæmis látin gista í fangaklefa fyrir tíu dögum. 
Skortur á úrræðum fyrir veikasta hópinn
Unglingar í harðri neyslu hafa orðið útundan í kerfinu, segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Í vor ákvað sjúkrahúsið að hætta að taka við unglingum - en gerir það þó enn - því stjórnvöld hafa ekki fundið annað úrræði. Sérfræðingar telja þörf á fjölbreyttari lausnum fyrir hópinn. 
Fleiri unglingar „fikta við nálina“
Færst hefur í aukana að unglingar sprauti sig með vímuefnum. Forstöðumaður Stuðla segir að neyslan sé orðin viðteknari. Ræða megi hvort þörf er á skaðaminnkandi úrræði fyrir þennan hóp en það sé brýnt að gefast ekki upp á honum. 
14.07.2018 - 19:42
Dæmi um að þrettán ára noti vímuefni í æð
Unglingar sem nota vímuefni í æð veigra sér við að sækja sér hreinar sprautur og aðhlynningu vegna þess að þeir óttast tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks. Þetta segir verkefnastýra skaðaminnkunar verkefnis Rauða krossins, Frúar Ragnheiðar.