Færslur: Málefni ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna biðst afsökunar á framgöngu ráðuneytis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar fyrir framgöngu ráðuneytisins í máli hans og Sigurðar K. Kolbeinssonar gegn embætti ríkislögreglustjóra.
Sjö sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra
Dómsmálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Listi yfir umsækjendur var birtur á vef ráðuneytisins í dag.
Páll Winkel sækir um stöðu ríkislögreglustjóra
Páll Winkel fangelsismálastjóri er einn þeirra sem sótti um embætti ríkislögreglustjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Frá þessu greinir mbl.is og hefur eftir heimildarmanni að Páll hafi upplýst starfsfólk sitt um þessa ákvörðun. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sótti einnig um stöðuna.
Sigríður Björk sækir um stöðu ríkislögreglustjóra
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. Skipað er í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út á miðnætti.
Áslaug auglýsir eftir lögreglustjórum og sýslumanni
Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum í þrjú embætti sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þarf að skipa í á næstunni. Embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum eru laus til umsóknar.
Engar reglur um starfslokasamninga
Engar reglur hafa verið settar um starfslokasamninga opinberra starfsmanna þótt árið 2016 hafi verið samþykkt lög þar sem kveðið er á um að ráðherra setji slíkar reglur. Umboðsmaður Alþingis gerði athugsemd við skort á reglum um starfslokasamninga árið 2007.
Myndskeið
Stofnar lögregluráð undir forystu ríkislögreglustjóra
Nýtt lögregluráð undir formennsku ríkislögreglustjóra tekur til starfa 1. janúar á næsta ári. Það er meginbreytingin sem felst í skipulagsbreytingum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem hún kynnti í Ráðherrabústaðnum í dag.
Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri
Haraldur Johannessen ætlar að hætta sem ríkislögreglustjóri um áramót. Hann hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að fá að láta af embætti frá og með næstu áramótum. Haraldur sendi samstarfsfélögum sínum bréf þess efnis nú í morgun.
Áslaug Arna boðar til blaðamannafundar um lögregluna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag klukkan 13. Á fundinum ætlar hún að fjalla um málefni lögreglunnar.
Ríkislögreglustjóri lofaði að bæta ráð sitt
Dómsmálaráðuneytið segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa gengist við misgjörðum sínum í samskiptum við Björn Jón Bragason rithöfund og Sigurð Kolbeinsson þáttastjórnanda á Hringbraut. Í bréfi til ráðuneytisins áréttaði Haraldur að hann myndi gæta sín í framtíðinni. Af þeirri ástæðu og til að gæta meðalhófs ákvað ráðuneytið að áminna ekki Harald. 
Lögreglan verður að vera í góðu lagi
Formaður Lögmannafélagsins segir stöðuna innan lögreglunnar slæma vegna málefna ríkislögreglustjóra. Samfélagið geri þá kröfu að löggæslumál í landinu séu í lagi. Þingmaður Samfylkingar segir ráðningu nýs aðstoðarmanns gefa ákveðna vísbendingu i afstöðu dómsmálaráðherra til málsins.
Vildi ekki segja hvort Haraldur nyti trausts
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki tjá sig hvort Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, njóti trausts. „Það er auðvitað bara verið að skoða öll þessi mál í heild sinni í ráðuneytinu og það er mjög mikilvægt líka að embættið nýtur trausts. Þar er verið að vinna góða vinnu og mikið af góðu fólki sem er að sinna því,“ sagði Áslaug eftir fund sinn með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í morgun.
Ríkislögreglustjóri geti ekki setið áfram
Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri geti ekki setið áfram sem ríkislögreglustjóri. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta og segir aðgerðir um sameiningu embætta geti tekið allt of langan tíma.
25.09.2019 - 09:03
Viðtal
Skoða sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH
Verið er að skoða þann möguleika að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá þessu í kvöldfréttum RÚV. 
24.09.2019 - 19:13
Ráðherra ræðir stöðu lögreglu við þingnefnd
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun til að ræða stöðu yfirstjórnar lögreglumála í landinu. 
24.09.2019 - 17:21
Myndskeið
Áslaug: Haraldur áfram ríkislögreglustjóri
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, átti fund með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í morgun. Hún segist ætla að gefa sér nokkrar vikur til að hugsa málið en engin breyting verði á högum Haraldar - hann verði áfram ríkislögreglustjóri.
Ríkislögreglustjóri
Vilja að Áslaug Arna grípi til aðgerða strax
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir það eiginlega með ólíkindum að dómsmálaráðherra skuli ekki hafa tjáð sig um stöðuna innan lögreglunnar nú þegar allir lögreglustjórar nema einn hafa lýst yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir ástandið innan lögreglunnar komið á það stig að grípa verði inn í það strax.
24.09.2019 - 09:35
Viðtal í Mogga var kornið sem fyllti mælinn
Viðtal við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu var dropinn sem fyllti mælinn hjá lögreglumönnum. Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsti í dag yfir vantrausti á Harald. 
23.09.2019 - 19:27
Lögreglumenn lýsa vantrausti á Harald 
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsti í dag yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Segir í yfirlýsingu frá lögreglunni að ljóst sé að Haraldur nýtur ekki trausts lögreglumanna í landinu. 
23.09.2019 - 18:14
Viðtal
Allir nema Ólafur Helgi vantreysta Haraldi
Átta af níu lögreglustjórum á landinu bera ekki traust til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann lét dómsmálaráðuherra vita að hann myndi lýsa þessu yfir áður en hann veitti RÚV viðtalið.
Ríkislögreglustjóri skynjar gremju í sinn garð
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segist vona að deilum innan lögreglunnar fari að ljúka. Hann segist þó enn skynja gremju á meðal lögreglumanna í hans garð.