Færslur: Málefni öryrkja

„Þetta var virkilega vel gert"
Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld sem þýðir meðal annars að eingreiðsla til öryrkja uppá rúmar 50 þúsund krónur verður greidd út. Formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir samstöðuna á þingi sýna að fólk hafi skilning á þörfinni. 
Óttast að fólk fari að neita sér um læknisþjónustu
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að það bitni á viðkvæmustu hópnunum í samfélaginu og þeim sem minnst mega sín geri sérfræðilæknar alvöru úr að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga til sjúklinga. 
Samþykktu eingreiðslu til öryrkja
Þingmenn samþykktu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um framfærsluuppbót og eingreiðslu til þeirra sem eru á örorku og á endurhæfingarlífeyri.
09.12.2020 - 16:36
„Áfram ríkir sú helstefna að halda fólki í fátækt“
Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar ríkir áfram sú helstefna að halda fólki í fátækt. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún óttast að biðraðir hjá hjálparsamtökum eigi eftir að lengjast.
Ekki nokkur leið að lifa af 220.000 krónum á mánuði
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands styður kröfur verkalýðshreyfingarinnar um hærri atvinnuleysisbætur en harmar á sama tíma að kjör öryrkja séu ekki bætt, samkvæmt ályktun stjórnar bandalagsins á fimmtudag. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir öryrkja mæta sinnuleysi hjá stjórnvöldum, örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum.
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Hænuskref í rétta átt, segir formaður ÖBÍ
Ný lagabreyting dregur úr skerðingu bóta þeirra öryrkja sem hafa aðrar tekjur. Breytingin er afturvirk og þeir sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greidda fyrstu átta mánuði ársins í lok ágúst. „Hænuskref í rétta átt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Myndskeið
Ekki til meira fé til að bæta kjör öryrkja
Félagsmálaráðherra segir að ekki sé til meira fé til að bæta kjör öryrkja en raun ber vitni. Talsmaður Öryrkjabandalagsins segir að nýtt frumvarp ráðherra hafi lítil áhrif, þótt öðru sé haldið fram af ráðuneytinu.
03.06.2019 - 19:56
„Gátu þau ekki allavega farið niður í helming“
Draga á úr krónu á móti krónu skerðingu í 65 aura á móti krónu. Félagsmálaráðherra á að mæla fyrir frumvarpi þess efnis í dag. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins segir þetta ekki nóg.
03.06.2019 - 11:33
Skerðing fer úr krónu í 65 aura á móti krónu
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þar sem dregið er úr tekjutengdri skerðingu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að hún nemi sextíu og fimm aurum á móti hverri krónu sem líferyisþegar afla sér í stað krónu á móti krónu eins og nú er raunin. Einnig er kveðið á um að þessar skerðingar skuli gerðar upp mánaðarlega, í stað þess að senda fólki bakreikning fyrir heilt ár í árslok.
Öryrkjabandalagið gagnrýnir fjármálaráðherra
Öryrkjabandalagið sendi frá sér tilkynningu vegna ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær undir yfirskriftinni fullyrðingar fjármálaráðherra leiðréttar. Aðstoðarmaður ráðherra segir túlkun bandalagsins ranga. 
15.11.2018 - 11:54