Færslur: Málefni innflytjenda

Lestin
Staða íslensku sterkari en margir Íslendingar halda
„Staða hennar er sterk því við sjáum að ef maður talar íslensku þá hefur maður fleiri tækifæri,“ segir Jelena Ciric, tónlistarkona og blaðamaður. Hún skrifaði grein í Iceland Review eftir að hafa kannað stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur og komist að því að heildarsýn skorti í þeim málaflokki. Hún hefur þó ekki áhyggjur af framtíð íslenskunnar.
„Þetta reddast“ á ekki við í málefnum innflytjenda
Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir að bæta þurfi upplýsingagjöf til innflytjenda sem hingað koma. Erlendum ríkisborgurum sem skráðir eru með búsetu hér á landi hefur fjölgað um 7,5 prósent frá því í desember í fyrra. 
24.07.2022 - 08:23
Viðtal
Ekki nóg gert til að efla kosningaþátttöku
Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir sveitarfélögin lítt sinna því að reyna að efla kosningaþátttöku. Mun fleira fólk af erlendum uppruna hefur kosningarétt í komandi sveitarstjórnarkosningum en áður því kosningaréttur þeirra hefur verið aukinn verulega. Norrænir ríkisborgarar öðlast kosningarétt um leið og þeir skrá búsetu í sveitarfélagi. Aðrir erlendir ríkisborgarar öðlast kosningarétt eftir þriggja ára búsetu í stað fimm líkt og áður var.
Kastljós
Segir ummæli jaðra við útlendingahatur
„Ég myndi bara kalla það jafnvel útlendingahatur,“ segir Joanna Marcinkowska, verkefnisstjóri ráðgjafarstofu innflytjenda, vegna ummæla um að óbólusettir útlendingar séu þeir sem séu að sliga heilbrigðiskerfið. Hún segist hafa orðið vör við aðra fordóma gegn innflytjendum vegna COVID.
04.01.2022 - 20:51
Fréttaskýring
15 ár og enn að reyna að komast inn í íslenskt samfélag
Um 40% fólks á atvinnuleysisskrá er af erlendum uppruna. Sérfræðingar vilja að stjórnvöld hugi betur að að íslenskukennslu fyrir innflytjendur, enda aftri tungumálið fólki því að fá framgang á vinnumarkaði.
Landsdómsmál gegn Inger Støjberg tekið fyrir í dag
Mál Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda, verður tekið fyrir í Landsdómi Danmerkur í dag. Gögn málsins verða lögð fram en búist er við að málarekstur taki nokkrar vikur.
Kamala Harris við ólöglega innflytjendur: Ekki koma
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli sín í ræðu sem hún hélt í Gvatemala í gær sem jafnframt er fyrsta opinbera ræða hennar utan Bandaríkjanna. Í henni biður Harris þá sem hyggja á að koma ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexikó að gera það ekki. Hún segir að þeim verði snúið aftur til síns heima.
08.06.2021 - 22:56
Spegillinn
Telja innflytjendur hafa góð áhrif
Yfir 75% Íslendinga telja að innflytjendur hafi haft góð áhrif á samfélagið. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var 2018. Þar kemur líka fram að tekjur tæplega 60% innflytjenda voru undir 400 þúsund krónum á mánuði.
Telur fólk eiga rétt á að skilja stjórnvöld
Dæmi eru um að fólk sem talar ekki íslensku átti sig ekki á því að það geti kært ákvarðanir stjórnvalda. Ástæðan er sú að það fær ekki upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta segir Umboðsmaður Alþingis. Hann telur að stjórnsýslulög veiti fólk rétt til að fá þessar upplýsingar. 
Þátttaka fólks af erlendum uppruna verður efld
Alþingi samþykkti í nótt þingsályktunartillögu um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu. Fimmtíu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en sex þingmenn Miðflokksins sátu hjá. Markmið tillögunnar er að mótuð verði stefna fyrir einstaklinga og fjölskyldur af erlendum uppruna með það að markmiði að auka gagnkvæman skilning og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins.
30.06.2020 - 15:17
Viðtal
Innflytjendur hafi misst af nokkrum vikum
Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Í Svíþjóð reyndist slíkur upplýsingaskortur afdrifaríkur. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. 
Pólskukennsla ekki til að troða á tám íslenskunnar
Kennurum og öðru starfsfólki skóla á Suðurnesjum býðst að sækja námskeið í pólsku til að skilja nemendur og foreldra frá Póllandi. Verkefnastjóri miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum segir það ekki gert til að draga úr íslenskukennslu, heldur til að bæta skilning.
06.02.2020 - 17:45
Myndband
Mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers
„Ég er ekki endilega eins og taska sem hann getur bara dregið með sér þegar hann er að fara eitthvert til að sýna,“ segir Eliza Jean Reid forsetafrú. Hún vill leggja sitt af mörkum til að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga. Oftar en ekki séu það konur og litið á þær sem fylgihluti eiginmannanna. Því þurfi að breyta. Það sé mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers.
Viðtal
Ósammála um mikilvægi „Alþingisleiðarinnar“
Alþingisleiðin hefur verið gagnrýnd, til dæmis talað um að fjölskyldur sem hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum fái frekar ríkisborgararétt en aðrar sem minna hefur borið á, afreksíþróttamenn frekar en aðrir, frægir eins og Bobby Fischer. En þetta hefur samt sem áður verið sú leið, sem þeir sem ekki hafa  passað inn í rammann sem lögin setja hafa getað farið, þeir sem hafa fallið milli skips og bryggju í kerfinu. Nú vill dómsmálaráðherra breyta lögum um ríkisborgararétt.
Fötluðum börnum innflytjenda sé mismunað
Hætta er á að fötluð börn innflytjenda fari á mis við ýmis réttindi vegna þess að kerfið mætir þeim ekki sem vera skyldi. Þetta segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið í fimmta sinn í Ráðhúsinu í dag. Fötluð börn af erlendum uppruna, börn innflytjenda og unglingar af erlendum uppruna voru meðal þess sem rætt var á málstofum.
Enskan mikilvægust: Þurfa að skilja fulla Íra
„Það er mikilvægast að starfsfólkið hafi gott vald á ensku," þetta segir einn eigenda krárinnar Dubliners. Um 80% starfsmanna þar eru erlendir og þeir tala ekki allir íslensku. Það hafa aldrei verið fleiri erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði. Sumir staldra stutt við og það að kenna starfsmönnum að segja góðan daginn og vertu bless er ekki alltaf efst á forgangslista atvinnurekenda.