Færslur: Málefni hinsegin fólks

Árásin í Osló
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk og Oslo Pride aflýst
Oslóarlögreglan skilgreinir mannskæða skotárás sem gerð var í miðborg norsku höfuðborgarinnar í nótt sem hryðjuverk. Gleðigöngunni Oslo Pride sem fara átti fram í borginni í dag hefur verið aflýst. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu.
25.06.2022 - 07:32
Árásin í Osló
Árás á kærleikann og frelsið til að elska
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Noregs, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður norska Íhaldsflokksins, eru slegin vegna tíðinda af mannskæðri skotárás í miðborg Oslóar í nótt, þar sem tvennt lét lífið og hátt í tuttugu særðust, þar af þrjú alvarlega. Flest bendir til þess að árásarmaðurinn hafi vísvitandi ráðist að hinsegin fólki sem safnast hafði saman á næturklúbbi í aðdraganda gleðigöngunnar sem á að fara fram í Osló í dag.
25.06.2022 - 06:36
Einn dómara vill líka endurskoða samkynja hjónabönd
Fleiri réttindi en rétturinn til þungunarrofs gætu verið í hættu eftir að meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna birti úrskurð sinn í máli þar sem kveðið er á um að fordæmisgefandi niðurstaða í máli Roe gegn Wade frá því fyrir hálfri öld skyldi felld úr gildi.
Taílendingar nálgast lögleiðingu samkynja hjónabanda
Neðri deild taílenska þingsins samþykkti í morgun tvö frumvörp sem myndu heimila samkynja hjónabönd í landinu og tvö til viðbótar sem myndu heimila staðfesta samvist samkynja para. 
15.06.2022 - 13:50
„Hér er opinn faðmur og allir velkomnir“
Með því að mála regnbogastétt að dyrum Glerárkirkju segir sóknarprestur að kirkjan sé að bjóða alla velkomna og viðurkenna þar með söguna um útilokun og fordóma sem áður ríktu innan Þjóðkirkjunnar.
Idaho
Handtóku tugi öfgamanna sem ætluðu að spilla gleðigöngu
Yfir 30 hvítir öfga-þjóðernissinnar og kynþáttahyggjumenn, sem einnig er mjög í nöp við hinseginfólk, voru handteknir í bænum Coeur d'Alene í Idaho í Bandaríkjunum á laugardag. Mennirnir eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um óeirðir og uppþot í tengslum við gleðigöngu hinseginfólks í bænum. Þeir voru 31 talsins, allir með skíðagrímur og rækilega merktir samtökum sem kalla sig Patriot Front.
Aðstæður hinsegin ungmenna „algjörlega óásættanlegar“
Efla á hinsegin fræðslu í skólum borgarinnar og styrkja Hinsegin félagsmiðstöðina til að bregðast við auknu aðkasti sem hinsegin ungmenni verða fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að ástandið sé algjörlega óásættanlegt. 
Sjónvarpsfrétt
„Ef börnunum okkar líður illa, læra þau ekki neitt“
Arna Magnea Danks, grunnskólakennari, segir að hinsegin nemendum líði mörgum illa í skólanum, séu oftar veik og mæti þar af leiðandi verr en önnur börn. Hún segir að stórefla þurfi fræðslu, bæði fyrir kennara og nemendur. 
31.05.2022 - 19:00
„Það er alveg á hreinu að sýnileikinn ögrar“
Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78, segir að umfjöllun Stundarinnar um læknismeðferðir trans barna geti ýtt undir fordóma í samfélaginu. Landspítalinn þurfi að byggja upp traust við trans-börn og aðstendur þeirra að nýju. Hún segir að hinsegin unglingar í dag séu óhræddir og láti aðra ekki segja sér hvernig þau eigi að klæða sig og koma fram. Slíkur sýnileiki ögri og fordómar verði háværari.
30.05.2022 - 10:14
Biðst afsökunar á ummælum um meðferðir fyrir trans börn
Björn Hjálmarsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, biðst afsökunar á þeim orðum sem höfð voru eftir honum um meðferðir fyrir trans börn í Stundinni í dag.
Ísland upp í níunda sætið á Regnbogakortinu
Alþjóðasamtök hinsegin fólks í Evrópu staðsetja Ísland í níunda sæti á Regnbogakorti ársins 2022, mælikvarða á því hversu vel réttindi hinsegin fólks eru tryggð. Ísland fer upp um fimm sæti frá síðasta lista.
Grikkir banna bælingarmeðferðir
Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir fyrir hinsegin ungmenni. Það er að segja meðferðir sem snúa að því að bæla niður kynhneigð eða kynvitund ólögráða Grikkja.
11.05.2022 - 18:30
Þyngja refsingar við þungunarrofi í Gvatemala
Gvatemalska þingið samþykkti í gær nýja löggjöf sem þyngir refsingar við þungunarrofi, gerir samkynja hjónavígslur ólöglegar og bannar alla hinsegin fræðslu í skólum.
09.03.2022 - 07:56
Arna og Álfur vilja verða formaður Samtakanna '78
Tvö framboð hafa borist til formennsku í Samtökunum '78 en núverandi formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur tilkynnt að hún hyggi ekki á áframhaldandi formennsku. Í tilkynningu frá samtökunum segir að leikkonan Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason, landvörður og líffræðinemi, sækist eftir að taka við formennskunni.
Kynna fjögur ný hinsegin tákn
Samtökin 78 og málnefnd um íslenskt táknmál hafa valið ný tákn fyrir fjögur hinsegin orð sem til urðu í Hýryrðum, nýyrðasamkeppni á íslensku raddmáli sem Samtökin héldu áður.
16.02.2022 - 13:31
Fagna frumvarpi um bann við bælingarmeðferðum
Samtökin 78 fagna nýju frumvarpi sem myndi gera svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar. Formaður samtakanna segir slíkar meðferðir stundaðar á laun hér á landi.
21.01.2022 - 17:17
Vilja banna bælingarmeðferðir
Tólf þingmenn fimm flokka hafa lagt fram frumvarp til laga um að gera skuli svokallaðar bælingarmeðferðir að refsiverðu athæfi að viðlagðri allt að fimm ára fangelsisvist. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar er flutningsmaður frumvarpsins ásamt ellefu þingmönnum sama flokks, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Flokks fólksins.
Samkynja hjónabönd lögleidd í Síle
Síleska þingið samþykkti í dag að lögleiða samkynja hjónavígslur. Mikill meirihluti var fyrir málinu í báðum deildum þingsins en öldungadeildin hafði vísað frumvarpinu aftur í nefnd í nóvember.
07.12.2021 - 23:40
Baráttukonan Kim Friele látin
Kim Friele, norsk baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks, er látin. Fjölskylda hennar greindi frá þessuen Friele var 86 ára.
23.11.2021 - 09:58
Hernum bannað að reka transkonu
Suður-kóreski herinn var í morgun dæmdur fyrir að hafa ranglega vísað Byun Hee-soo úr hernum eftir að hún fór í kynleiðréttingaraðgerð. Sjö mánuðir eru síðan Byun fyrirfór sér vegna ákvörðunar hersins.
Hinsegin dagar glæða borgina lífi þessa vikuna
Hinsegin dagar hefjast í dag með setningarathöfn á hádegi við Ingólfsstræti. Ekki verður af Gleðigöngunni í ár frekar en í fyrra en ljóst er að mikil litagleði, regnbogar, tónlist og skreyttir hópar muni prýða borgina næstu daga. Ragnar Veigar Guðmundsson, sem er í stjórn Hinsegin daga, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að dagskráin í ár væri fjölbreytt og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
03.08.2021 - 09:50
Ungverjaland
Fjöldi í gleðigöngu – mótmæla umdeildum lögum
Fjöldi fólks kom saman í Búdapest í Ungverjalandi í dag þar sem nú fer fram gleðiganga. Nýlega tóku lög gildi í landinu sem þykja þrengja mikið að réttindum hinsegin fólks. Samkvæmt nýju lögunum er bannað að birta myndir af hinsegin fólki í bókum og sjónvarpsefni fyrir 18 ára og yngri.
24.07.2021 - 14:38
ESB í hart við Ungverja og Pólverja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði í gær mál gegn Ungerjalandi og Póllandi til varnar réttindum hinsegin fólks í ríkjunum tveimur. Stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi hafa nýverið samþykkt lög sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks.
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Sjónvarpsfrétt
Fordæma umdeilda lagasetningu í Ungverjalandi
Knattspyrnusamband Evrópu hefur sætt gagnrýni fyrir að banna borgaryfirvöldum í München að lýsa upp leikvang í regnbogalitunum í tilefni viðureignar Þýskalands og Ungverjalands í Evrópumótinu. Angela Merkel og Ursula Von Der Leyen eru á meðal þeirra sem fordæma lagasetningu í Ungverjalandi sem þrengir að réttindum hinsegin fólks.