Færslur: Málefni hinsegin fólks

Sjónvarpsfrétt
Fordæma umdeilda lagasetningu í Ungverjalandi
Knattspyrnusamband Evrópu hefur sætt gagnrýni fyrir að banna borgaryfirvöldum í München að lýsa upp leikvang í regnbogalitunum í tilefni viðureignar Þýskalands og Ungverjalands í Evrópumótinu. Angela Merkel og Ursula Von Der Leyen eru á meðal þeirra sem fordæma lagasetningu í Ungverjalandi sem þrengir að réttindum hinsegin fólks.
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Guðmundur Ingi skorar á Frans páfa
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sent Frans páfa bréf þar sem hann skorar á hann að draga til baka umdeilda ákvörðun kirkjunnar um banna það að leggja blessun á sambönd samkynja para.
17.03.2021 - 15:09
Bann við hjónaböndum í bága við stjórnarskrá
Héraðsdómstóll í Sapporo í Japan hefur úrskurðað að það samræmist ekki stjórnarskrá landsins að heimila ekki hjónaband fólks af sama kyni. Þetta er fyrsti úrskurðurinn í fjölda mála sem fólk hefur höfðað á hendur ríkinu frá 2019 þar sem skaðabóta er krafist gegn því að vera meinaður réttur til hjónabands sem gagnkynhneigðir njóta. Úrskurðurinn er talinn áfangasigur fyrir jafnréttissinna í landinu.
17.03.2021 - 13:41
Myndskeið
Hinsegin Vesturland lítur dagsins ljós
Hinsegin Vesturland verður stofnað á morgun. Stofnendurnir segja mikilvægt fyrir hinsegin fólk að hafa vettvang til að koma saman, ekki síst á landsbyggðinni.
Ekki boðlegt að réttindi hinsegin fólk séu ekki tryggð
„Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru ekki nægilega trygg á Íslandi og standast ekki samanburð við fjölda ríkja í Evrópu. Mér finnst það ekki boðlegt fyrir land sem telur sig í fremstu röð í málaflokknum á heimsvísu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ‘78.
Verða fyrir líkamsárásum vegna kynhneigðar
Hinsegin ungmenni hafa mátt þola líkamsárásir í skólanum vegna kynhneigðar sinnar og þriðjungur þeirra upplifir óöryggi. Þörf er á öflugri hinsegin fræðslu í skólum landsins, segir fræðslustýra Samtakanna 78.
Íslensk hinsegin ungmenni upplifa óöryggi í skóla
Könnun á vegum Samtakanna 78, sem snýr að upplifun hinsegin ungmenna í grunn- og framhaldsskólum hér á landi, sýnir að hluti þátttakenda upplifir óöryggi í skólanum vegna kynhneigðar, kyntjáningar eða kyns.
14.08.2020 - 13:56
Mála homma og lesbíur upp sem brjálæðinga
Nýafstaðnar forsetakosningar í Póllandi ollu hinsegin samfélaginu vonbrigðum. Jacob Volsky, sem er búsettur hér á landi, segir að stjórnmálamenn, sem þurfi óvin til að berjast gegn, geri aðför að hinsegin fólki sem taktík í kosningabaráttunni. Samkynhneigðir séu látnir líta út sem hættulegt fólk sem hafni pólskum hefðum og gildum.