Færslur: Málefni heimilislausra

Sjónvarpsfrétt
Fjöldi heimilislausra í bílastæðahúsi sýnir úrræðaleysi
Það að fólk með fíknivanda leiti í bílastæðahús sýnir úrræðaleysi í málefnum heimilislausra. Þetta segir sérfræðingur um skaðaminnkun. Í sjö klukkutíma á dag hafi karlar án heimilis í engin hús að venda.
Neyðarskýlin ráða ekki við fjölda heimilislausra
Neyðarskýlin ráða ekki við þann mikla fjölda sem nýtir þjónustuna, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Mikil aukning hefur orðið á nýtingu gistiskýla fyrir heimilislausa í Reykjavík undanfarin tvö ár. 
301 heimilislaus í borginni
Um 300 eru heimilislausir í Reykjavík, sem er fækkun frá fyrri árum og meira en tveir af hverjum þremur eru karlar. Flestir nýta sér þau úrræði sem borgin býður, en átta eru á víðavangi við slæmar aðstæður. Formaður Velferðarráðs segir að finna þurfi lausn fyrir þann hóp.
Óvissa um framtíð neyðarathvarfs fyrir konur á götunni
Tíu heimilislausar konur, sem fengu inni í neyðarathvarfi sem sett var á fót vegna heimsfaraldursins, eru komnar í tryggt húsnæði. Sérfræðingur í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg vill að úrræðið verði varanlegt. 
„Mikið öryggi að vita að maður fari ekki út í óvissuna“
„Ég get ekki beðið eftir saumavélunum,“ segir kona sem nýtir sér Skjólið, nýtt dagsetur Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. 
Spegillinn
Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar fjölgar
Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar, hjálparúrræðis Rauða krossins fyrir sprautufíkla og/eða heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu fjórum árum. Um 600 manns leituðu til Frú Ragnheiðar í fyrra.
Opna áfangaheimili fyrir konur í miðborginni
Borgarráð samþykkti í dag þá tillögu velferðarráðs að opna nýtt áfangaheimili fyrir konur í miðborginni. Fjórtán einstaklingsíbúðir verða á heimilinu, sem verður ætlað fyrir konur sem hafa hætt neyslu. Brátt verða hafnar viðræður við félagið Rótina um rekstur Konukots.
Framlengja neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur
Reykjavíkurborg ætlar að framlengja neyðarúrræði sem komið var á fót fyrir heimilislausar konur í upphafi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að sviðið eigi nú í viðræðum við eiganda hússins um áframhaldandi rekstur til skamms tíma. Vilyrði hefur fengist fyrir áframhaldandi fjárframlagi frá félagsmálaráðuneytinu.
18.08.2020 - 15:17
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Smáhýsin: Mikilvægt að stutt sé í þjónustu
Það hefur reynst snúið að finna staði fyrir smáhýsi til leigu fyrir heimilislaust fólk með miklar þjónustuþarfir, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Íbúar í Hlíðum hafa lýst yfir óánægju með áform um að setja slík smáhýsi þar.
Undirbúa opnun á setri fyrir heimilislausar konur
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti á fundi sínum 11. desember síðastliðinn að koma upp dagsetri fyrir heimilislausar konur. Fjárveiting er í fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir þetta ár. Hugmyndin er að setrið verði opið alla daga ársins frá klukkan 11 til 17.
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Viðtal
Pizzukvöld í neyðarskýlinu á Granda
Reykjavíkurborg hefur sett af stað neyðaráætlun til þess að tryggja að enginn liggi úti í nótt. Í nýja neyðarskýlinu á Granda verður pizzukvöld. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir deildarstjóri í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar segir mikilvægt að skapa stemmningu í skýlunum þannig að fólk velji að vera inni. Vettvangs- og ráðgjafarteymi borgarinnar hefur gengið vel að ná til fólks. 
10.12.2019 - 16:01
Viðtal
Eiga að fá að stjórna ferðinni í eigin lífi
Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það gleðiefni. Aldrei hafi fleiri verið heimilislausir svo vitað sé og fólki í þessari stöðu fjölgi. Það sé í takt við þróunina í öðrum vestrænum ríkjum.
Enginn ætti að þurfa að sofa úti
Meginstef nýrrar stefnu í málefnum heimilislausra er að enginn ætti að þurfa sofa úti, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur. Verið sé að fjölga úrræðum fyrir heimilislausa, bæði neyðarúrræðum og langtímabúsetu. Markmiðið sé að fækka neyðartilfellum. Fyrstu drögin að stefnunni voru kynnt í Velferðarkaffi, sem velferðarráð Reykjavíkur stóð fyrir í morgun, um málefni heimilislausra.
26.04.2019 - 16:29
Borgarbókasafnið reynir að mæta útigangsfólki
Það eru allir velkomnir á Borgarbókasafnið við Tryggvagötu svo framarlega sem þeir neyta ekki áfengis eða vímuefna inni á safninu, eru ekki áberandi ölvaðir eða lyfjaðir, ekki með háreysti og ekki leggur af þeim stækan óþef. Það getur stundum reynst krefjandi fyrir bókaverði að mæta útigangsmönnum sem sækja bókasafnið og samræma þarfir þeirra þörfum annarra gesta en það er eitthvað sem miðborgarsöfn um allan heim kannast við. Sumir kvarta öðrum finnst fallegt að þessi hópur eigi skjól á safninu.

Mest lesið