Færslur: Málefni fólks með þroskahömlun

Kastljós
Nýta sýndarveruleika fyrir fólk með þroskahömlun
Stefnt er að því að nota sýndarveruleika til þess að hjálpa fólki með þroskahömlun að undirbúa sig fyrir aðstæður daglegs lífs, sem gjarnan geta reynst því erfiðar. Samtökin Þroskahjálp og Virtual Dream Foundation standa að verkefninu og frumprófanir fóru fram á dögunum.
Þroskahamlaðir njóta ekki jafnra tækifæra til menntunar
Um fimmtíu nemendur með þroskahömlun komast í framhaldsnám á hverju ári. Séu nemendurnir fleiri komast þeir ekki að og þeirra bíður að gera ekki neitt.
Myndskeið
Foreldrar geta ekki leyst út lyf fyrir fötluð börn
Foreldrar þroskahamlaðra, sem eru eldri en 18 ára og ófær um að veita umboð, geta ekki leyst út lyfseðla fyrir þeirra hönd í apótekum þegar á þarf að halda heldur þurfa að fá lyfin heimsend. Vandinn kom upp eftir reglugerðarbreytingu sem tók gildi fyrir tæpu ári.
Auðskilið mál
Ill meðferð á fólki á Arnarholti kemur upp á yfirborðið
Farið var illa með fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti allt til ársins 1971. Það var til dæmis látið vera í einangrun í litlum fangaklefa í margar vikur.
Viðtal
Ætla að skoða Arnarholt: „Alveg skelfilegar lýsingar“
Lýsingar starfsfólks í Arnarholti eru skelfilegar og nístandi, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann segir að farið verði yfir málið og nauðsynlegt sé að kanna hvort rannsaka þurfi aðbúnað á fleiri vistheimilum. Ráðast verði í slíka skoðun, jafnvel þótt það geti reynst sársaukafullt.
Myndskeið
Lýstu frelsissviptingum og vanrækslu í vitnaleiðslum
Fársjúkt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti til 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa vikum saman. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir starfsfólki sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Þar lýsti starfsfólk órannsökuðum andlátum vistmanna og vanrækslu sem leiddi til andláts. Nefnd sem skipuð var til að rannsaka málið komst að þeirri niðurstöðu að engra aðgerða væri þörf á heimilinu, en þrátt fyrir það var ákveðið á lokuðum fundum borgarstjórnar að grípa til aðgerða.
Viðtal
Vilja láta athuga hvort brotið hafi verið á fleirum
Landsamtökin Þroskahjálp vilja að sérfræðingur í málefnum fatlaðra geri athugun á öllum sem dvöldu í skammtímavistun fyrir fatlaða á Holtavegi á starfstíma karlmanns sem framdi þar kynferðisbrot, til að ganga úr skugga um að ekki hafi verið brotið á fleirum. Ekki hafi verið nóg að gera aðeins aðstandendum viðvart.
15 kynferðisbrot á borði réttindagæslumanna fatlaðra
Hundrað og tuttugu ofbeldismál gegn fötluðum hafa verið til meðferðar hjá réttindagæslumönnum fatlaðs fólks það sem af er þessu ári og í fyrra, þar af fimmtán kynferðisbrotamál. Dómar hafa fallið í þremur málum, en í tveimur þeirra voru gerendurnir starfsfólk í þjónustu við fatlaða.
Var tilkynntur til lögreglu vegna gruns um annað mál
Tæplega fimmtugur karlmaður, sem nýverið var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu í starfi sínu í skammtímavistun á Holtavegi, var tilkynntur til lögreglu vegna gruns um annað brot á sama stað. Málið var látið niður falla. Borgin harmar málið og hefur breytt verkferlum.
Verkferlum breytt eftir kynferðisbrot í skammtímavistun
Verkferlum á skammtímavistuninni að Holtavegi í Reykjavík var breytt eftir að grunur vaknaði um að starfsmaður þar hefði brotið kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var á dögunum verið sakfelldur fyrir brotin.
Viðtal
Ánægð með að vera trúað
Tæplega fimmtugur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að brjóta kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu í starfi sínu á skammtímavistun fyrir fatlaða hjá borginni. Konan segist ánægð með að sér hafi verið trúað.
Spegillinn
„Heldur samfélagið að við séum ódrepandi?“
Fá kórónuveirusmit hafa komið upp á sambýlum og búsetukjörnum á Íslandi. Þetta leiddi eftirgrennslan Landssamtakanna Þroskahjálpar í ljós. Lokanir og skerðing þjónustu bitnuðu þó bæði á fötluðum og aðstandendum þeirra. Móðir fatlaðs unglingspilts segir að í tvær vikur hafi bæði skólinn og öll þjónusta dottið út, sá tími hafi verið nánast óyfirstíganlegur.
Viðtal
„Réttarkerfið stendur ekki með fötluðu fólki“
Þess eru dæmi að fullorðnum einstaklingum með þroskahömlun sé vísað frá geðdeildum þegar þeir leita þangað vegna geðraskana eða -sjúkdóma. Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Viðtal
„Af fyrir fram ákveðinni hillu og út í lífið“
Sumt fólk með þroskahömlun þrífst ekki innan hefðbundinna úrræða, því líður einfaldlega illa. Það átti við um Gísla Björnsson. Líf hans gjörbreyttist til hins betra þegar hann fékk NPA en móðir hans, Gunnhildur Gísladóttir, segir nýja fyrirkomulagið þó ekki gallalaust. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að fólk með þroskahömlun eigi rétt á NPA en segir það einungis nýtast litlum hluta, margir upplifi sig enn ófrjálsa á sambýlum og í búsetukjörnum.