Færslur: Málefni fólks með heilabilun

Vilja létta álagi af heimilum fólks með heilabilun
Nýju þróunarverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er ætlað að létta álagi af heimilum fólks með heilabilun og bæta lífsgæði þess og aðstandenda sömuleiðis. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að fjölga þeim sem njóta þjónustunnar. Tilgangurinn er að fólk geti búið á heimilum sínum sem lengst.
Myndskeið
Furðar sig á því að fólk sé útskrifað af heimili sínu
Dæmi eru um að fólk með heilabilun sé útskrifað af hjúkrunarheimilum og sent á Landspítalann vegna þess að of lítið er af faglærðu starfsfólki er á hjúkrunarheimilum. Þetta segir yfirlækni heilabilunareiningar Landspítalans. Ástand fólks með heilabilun versni af því að starfsfólk hjúkrunarheimila hafi ekki fagþekkingu. „Hjúkrunarheimili er heimili fólks. Þannig að það sé hægt að útskrifa einhvern af hjúkrunarheimili, af sínu heimili ætti að vera óhugsandi,“ segir yfirlæknir heilabilunareiningar.
Fagnar alzheimer-lyfi en varar við of mikilli bjartsýni
Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna fagnar tilkomu lyfsins Aduhelm en varar þó við of mikilli bjartsýni enda fylgi lyfinu aukaverkanir, það sé dýrt og enn í þróun. Hafa þurfi í huga að það sé ekki ætlað til meðferðar við öðrum heilabilunarsjúkdómum.
Starfsmaður dagdvalar Eirar greindur með COVID
Einn starfsmaður á dagdvöl fyrir heilabilaða á Eir í Grafarvogi í Reykjavík hefur verið greindur með COVID-19. Dagdvölin var því lokuð í dag og verður lokuð í fyrramálið. Stjórnendur funda um stöðuna í fyrramálið og ákveða næstu skref, að sögn Kristínar Högnadóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs á Eir, Hömrum, Skjóli og öryggisíbúðum Eirar.
Spegillinn
Tilfinningin sem situr eftir er aðalatriðið
Í setustofu á deild L4, lokaðri endurhæfingardeildar Landakotsspítala fyrir sjúklinga með heilabilun, situr fólk í hring og syngur undir stjórn Jónu Þórsdóttur, músíkþerapista. Á deildinni eru fimmtán sjúklingar sem þurfa mikla aðstoð. Öll glíma þau við atferlisraskanir af völdum heilabilunarsjúkdóma eða heilablæðingar; má þar nefna verkstol, málstol, ranghugmyndir og ofskynjanir. Sjúklingahópurinn er breiður, þarna er eldra fólk en líka fólk um fimmtugt.
Heilabilun eykst næstu áratugi
Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem greinast með heilabilun á næstu áratugum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt þjóðir til að setja sér stefnu í þessum málaflokki.
Engin sértæk rými í dagþjálfun í Eyjum
Engin sértæk rými eru í Vestmannaeyjum í dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun og á Suðurlandinu öllu er slík þjónusta aðeins veitt á Selfossi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og haft eftir Sólrúnu Erlu Gunnarsdóttur, deildarstjóra öldrunarmála á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, að varla sé hægt að ætlast til þess að fólk með heilabilun sé sent með Herjólfi daglega til að njóta þeirrar þjónustu.
30 rými í dagþjálfun á áætlun í Reykjavík
Dagrýmum fyrir fólk með heilabilun verður fjölgað um hundrað á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 179 manns á höfuðborgarsvæðinu bíða nú eftir að komast að í dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun.
Fjögur rými í dagþjálfun og 18 á biðlista
Fjögur rými eru í Garðabæ í dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun en átján eru á biðlista. Níu einstaklingar nýta þessi fjögur rými sem eru í þjónustumiðstöðinni Ísafold. Þar til um síðustu áramót voru engin slík úrræði í bæjarfélaginu.
Óviðunandi ástand og fátt um svör frá ríkinu
Bæjarstjóri Kópavogs segir algjörlega óviðunandi hve margir með heilabilun séu á biðlista eftir dagþjálfun í sveitarfélaginu. Biðlisti í Roðasali, þar sem veitt er slík þjónusta í Kópavogi, hefur lengst um þriðjung á undanförnum tíu árum.
32 bíða eftir dagþjálfun í Kópavogi
Biðlistar eftir dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun hafa víða lengst undanfarin ár. Í júlí voru 32 á biðlista hjá Roðasölum, dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun í Kópavogi. Þar er rými fyrir tuttugu einstaklinga á dag.
Þurfa dagþjálfun núna, ekki seinna
Smiður, sem er með heilabilun, fékk tækifæri til að sinna iðn sinni í dagþjálfun og upplifði þannig aukin lífsgæði og sjálfstæði. Dóttir hans segir sorglegt að heyra að á höfuðborgarsvæðinu bíði um tvö hundruð manns eftir slíkri þjálfun.
Lítil sem engin viðbót úrræða síðan 2010
Mikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði og Kópavogi undanfarin ár hefur ekki fylgt fjölgun á rýmum í dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Þrjátíu manns eru nú á biðlista í Hafnarfirði.
Kallar eftir stefnu um fólk með heilabilun
Engin stefna hefur verið mótuð hér á landi í málefnum einstaklinga með heilabilun og engar tölur eru til um raunverulegan fjölda einstaklinga með heilabilun hérlendis, hvað þá um beinan og óbeinan kostnað um meðferð og umönnun þeirra. Þetta kemur fram í ritstjórnargrein Steinunnar Þórðardóttur, sérfræðings í öldrunarlækningum á Landspítala, í Læknablaðinu.
Safna tónhlöðum fyrir fólk með heilabilun
Tónlist hefur gefið góða raun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Hér á landi er hafin söfnun á tónhlöðum, eða Ipod Shuffle, litlum tækjum sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum og geyma tónlist. Hugmyndin er að fylla tækin af tónlist sem einstaklingar með heilabilun tengja við fortíð sína.
Úrræðaleysi og „fáránlegir“ biðlistar
Stefnuleysi og úrræðaleysi er áberandi hér á landi þegar kemur að málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna er þó bjartsýnn á að þetta breytist á næstunni. Þingsályktunartillaga um stefnu í málaflokknum liggur fyrir Alþingi.