Færslur: Málefni fólks með fötlun

Spegillinn
Hindranir í stafrænum heimi
Undir merkjum Stafræns Íslands er unnið að því að meginsamskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera verði stafræn. Stöðugt stærri hluti samskipta við banka er um netið og notkun á Heilsuveru, þar sem fólk getur átt samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, sótt sér vottorð og endurnýjað lyfseðla, hefur margfaldast. Allt er þetta gert til að einfalda líf fólks en þarna getur fólk með þroskahömlum til dæmis rekist á hindranir.
Myndskeið
Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur
Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðinngu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og réttindagæslumaður fatlaðra, má taka barn í fóstur. Hún er spennt fyrir þessu nýja hlutverki og vonar að málið ryðji brautina fyrir annað fatlað fólk.
Myndskeið
Telur hann tilheyra viðkvæmasta hópnum
Móðir manns með fjölþætta fötlun furðar sig á því að fá ekki svör um hvaða forgangshópi hann tilheyri, margir í svipaðri stöðu hafi þegar verið bólusettir. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fullyrðir að enginn hafi gleymst.
Starfsmenn kröfðust brottvikningar árið 1983
Allt virðist hafa logað í illdeilum á vistheimilinu Arnarholti árið 1983, tólf árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Nítján þáverandi og fyrrverandi starfsmenn á heimilinu skrifuðu undir undirskriftalista það sama ár, þar sem þess var krafist af Borgarspítalanum að starfsmanni á heimilinu yrði vikið úr starfi „vegna mikillar óánægju fyrr og síðar“. Viðtöl við starfsmenn voru tekin í kjölfarið. Borgarskjalasafn hefur hafnað beiðni fréttastofu um aðgang að viðtölunum.
Vill að forsætisráðuneytið kanni aðbúnað á vistheimilum
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum vegna umfangs og reynslu ráðuneytisins af sambærilegum verkefnum.
Einhuga um að ráðast í rannsókn á Arnarholti
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að ráðist verði í rannsókn á aðbúnaði í Arnarholti og á öðrum vistheimilum. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort sérstök rannsóknarnefnd Alþingis eigi að skoða málið, eða nefnd á vegum forsætisráðuneytisins.
Fréttaskýring
„Æskilegast að hér færi fram opinber rannsókn“
Einhverjir borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur voru á þeirri skoðun að skipa ætti opinbera rannsóknarnefnd til þess að kanna aðbúnað á vistheimilinu Arnarholti árið 1971. Þetta kom fram í umræðum í borgarstjórn sem fóru fram á lokuðum fundum í júlí sama ár. Borgarfulltrúarnir fengu aðgang að vitnaleiðslum yfir starfsmönnum heimilisins. Mikil samstaða var um það innan borgarstjórnar, að fela Borgarspítalanum rekstur heimilsins.
Myndskeið
Krefjast óháðrar rannsóknar 80 ár aftur í tímann
Geðhjálp og Landssamtökin Þroskahjálp hafa farið formlega fram á það við Alþingi að fram fari óháð rannsókn á aðbúnaði fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda síðastliðin 80 ár. Tilefnið er fréttaflutningur af málefnum Arnarholts. Fjöldi fólks hefur haft samband við samtökin í kjölfar umfjöllunarinnar.
Myndskeið
Bannað að heimsækja Arnarholt eftir svarta skýrslu
Sjálfboðaliðahreyfing ungs fólks á sviði geðheilbrigðismála skrifaði svarta skýrslu um aðbúnað í Arnarholti árið 1969. Skýrslan barst stjórnendum í Arnarholti, sem í kjölfarið bönnuðu hópnum að heimsækja vistheimilið. Skýrslan var aldrei gerð opinber.
Viðtal
Ætla að skoða Arnarholt: „Alveg skelfilegar lýsingar“
Lýsingar starfsfólks í Arnarholti eru skelfilegar og nístandi, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann segir að farið verði yfir málið og nauðsynlegt sé að kanna hvort rannsaka þurfi aðbúnað á fleiri vistheimilum. Ráðast verði í slíka skoðun, jafnvel þótt það geti reynst sársaukafullt.
Bætt við úrræðum fyrir fatlaða einstaklinga
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja um 190 millljónum króna til að fjölga tímabundnum úrræðum fyrir langveik og fötluð börn og fullorðna. Framtakinu er ætlað að hlaupa undir bagga með þeim hópum sem finna mikið fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins.
Okkar á milli
„Vissum ekki hvort hún myndi geta lært að tala“
Þegar Kristín Ýr Gunnarsdóttir eignaðist dóttur sína árið 2013 áttaði hún sig fljótlega á því að ekki væri allt með felldu. Það tók hins vegar tíma að sannfæra sérfræðinga um að hún væri ekki að glíma sjálf við þreytu eða fæðingarþunglyndi heldur amaði raunverulega eitthvað að barninu.
Viðtal
Bjargarlaus ef eitthvað kemur upp á
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, þarf aðstoð allan sólarhringinn. Það hefur borgin viðurkennt. Fjármagnið sem hann fær nægir þó ekki til að tryggja þessa aðstoð. Nokkrar nætur í viku þarf Rúnar, sem er með hálsmænuskaða og þarf aðstoð við flesta hluti, að vera einn. Hann segir að þá sé erfitt að horfa á eftir aðstoðarmanninum á kvöldin. 
Viðtal
„Fær að vera venjuleg tíu ára stelpa“
Líf Þórdísar Elísabetar Arnarsdóttur, tíu ára, hreyfihamlaðrar stelpu í Kópavogi, breyttist í byrjun þessa mánaðar þegar hún fékk NPA. Aðstoðin sem hún fær heyrir ekki lengur undir mörg svið hjá bænum. Þar sem Þórdís er barn þarf hún aðstoð við að verkstýra aðstoðarkonum sínum. Þá aðstoð fær hún frá móður sinni, Guðnýju Steinunni Jónsdóttur. Guðný er þá í tvöföldu hlutverki gagnvart dóttur sinni, uppalandi en líka sú sem á að tryggja að aðstoðin sem Þórdís fær sé á hennar forsendum.
Viðtal
„Af fyrir fram ákveðinni hillu og út í lífið“
Sumt fólk með þroskahömlun þrífst ekki innan hefðbundinna úrræða, því líður einfaldlega illa. Það átti við um Gísla Björnsson. Líf hans gjörbreyttist til hins betra þegar hann fékk NPA en móðir hans, Gunnhildur Gísladóttir, segir nýja fyrirkomulagið þó ekki gallalaust. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að fólk með þroskahömlun eigi rétt á NPA en segir það einungis nýtast litlum hluta, margir upplifi sig enn ófrjálsa á sambýlum og í búsetukjörnum. 
Fréttaskýring
Óvenjulegt starf: „Kannski ekki allra“
Það er frekar óljóst hvað nákvæmlega felst í starfi aðstoðarmanns í NPA, þrátt fyrir að um hálft ár sé liðið frá því lög um NPA tóku gildi og fyrstu NPA samningarnir hafi verið gerðir fyrir nokkrum árum. Starfið er óvenjulegt og vaktirnar geta verið allt að tveggja sólarhringa langar. Oftast gengur vel en fulltrúi Eflingar segir dæmi um að þangað leiti niðurbrotnir aðstoðarmenn. Það eru líka dæmi um að aðstoðarmenn brjóti á notendum, NPA miðstöðin hefur kært slíkt mál til lögreglu. 
Viðtal
Mikilvægt að geta mætt of seint í skólann
„Ég byrjaði í háskólanum og byrjaði á að setjast í sæti sem ég gat ekki staðið upp úr þannig að ég þurfti bara að pikka í næsta mann. Ég kynntist hellingi af fólki þannig en það var mjög óþægilegt,“ svona lýsir Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára háskólanemi, lífinu fyrir NPA. Hún er nú búin að vera með notendastýrða persónulega aðstoð í fjögur ár. Aðstoðarkona hennar, Sylvía Ösp Símonardóttir, gleymir því stundum að hún sé í vinnunni.
Reglugerð bannar kynlaus klósett hjá borginni
Áform mannréttindaráðs borgarinnar um að koma upp ókyngreindri salernisaðstöðu í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlitsins, telur að borgin geti ekki látið verða af þessum framkvæmdum nema reglunum verði breytt. 
Viðtal
Mál Freyju: „Fornaldarviðhorf gagnvart fötlun“
„Manni finnst í fljótu bragði að dómurinn sé háður sömu annmörkum og málsmeðferð stjórnvalda og feli jafnvel í sér brot á alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ þetta segir annar lögmanna Freyju Haraldsdóttur um þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri hafi fengið sanngjarna málsmeðferð hjá Barnaverndarstofu. Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu segir dóminn afdráttarlausan, málsmeðferðin hafi ekki falið í sér mismunun.
Telja það andstætt samningi SÞ að takmarka NPA
Forsvarsmenn NPA-miðstöðvarinnar segja að ekki megi mismuna fólki með því að bjóða einungis útvöldum hópi þjónustuna. Hún henti kannski ekki öllum en eigi að vera valkostur fyrir allt fólk með fötlun; óháð þjónustuþörf, aldri og tegund skerðingar. Frumvarp félagsmálaráðherra, sem nú er á borði velferðarnefndar þingsins, sé að einhverju leyti í mótsögn við Samning Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk. 
10.01.2018 - 14:44
„Furðulegt að setja kvóta á mannréttindi“
Stjórnvöld hyggjast innleiða Notendastýrða persónulega aðstoð í skrefum. Formaður velferðarnefndar segir að með því sé settur kvóti á mannréttindi. Stefnt er að því að lögfesta aðstoðina í ár en fyrst þarf að leysa fjölda ágreiningsmála. Hversu hátt hlutfall kostnaðar á ríkið að taka á sig? Hvað á að innleiða þjónustuna hratt? Eiga börn og fólk með þroskahömlunað geta sótt um hana eða hentar hún einungis þeim sem sjálfir geta verkstýrt aðstoðarmanneskju sinni?