Færslur: Málefni flóttafólks

Funda um flóttann yfir Ermarsund - Bretar ekki með
Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu, Hollands og Þýskalands koma saman til fundar í frönsku hafnarborginni Calais í dag. Þar munu þeir ræða ástandið við Frakklandsstrendur Ermarsunds og leiðir til að koma í veg fyrir að flóttafólk leggi þaðan á djúpið á manndrápsfleytum á vegum smyglara, í von um að komast til Bretlands. Þúsundir flótta- og förufólks hafa lagt í slíka hættuför á síðustu misserum.
28.11.2021 - 05:35
Misklíð Breta og Frakka eykst enn og flækist
Krytur Breta og Frakka heldur áfram að vinda upp á sig. Innanríkisráðherra Frakklands afturkallaði í gær boð sitt til breska innanríkisráðherrans á fund um straum flóttafólks yfir Ermarsundið. Ástæðan er bréf Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, þar sem hann leggur til að Frakkar taki aftur við hverjum þeim flóttamanni sem þaðan kemur til Bretlands.
27.11.2021 - 03:34
Pólverjar og Hvítrússar brjóta á flóttafólki
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, fullyrða í nýrri skýrslu sinni að brotið sé á mannréttindum þúsunda flótta- og förufólks við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi þar sem þau búa við illan kost og komast hvergi. Bæði ríki eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni.
Macron vill neyðarfund vegna stöðu flóttafólks í Evrópu
Frakklandsforseti kallar eftir leiðtogafundi í Evrópusambandinu vegna stöðunnar í málefnum flóttafólks í aðildarríkjum sambandsins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gaf út tilkynningu þessa efnis eftir að 27 flóttamenn drukknuðu þegar gúmmíbátur þeirra sökk á Ermarsundinu á miðvikudag. Fólkið var á leið frá Frakklandi til Bretlands þegar loft tók að leka úr yfirfullum gúmmíbátnum með þeim afleiðingum að hann sökk. Ásakanir ganga á milli Frakklands og Bretlands vegna ástandsins við sundið.
25.11.2021 - 04:23
Litáen
Fjölga hermönnum við landamæri Hvíta Rússlands
Stjórnvöld í Litáen hyggjast auka enn viðbúnað við landamærin að Hvíta Rússlandi. Ætlunin er að fjölga hermönnum sem þar ganga vaktir með landamæralögreglunni um 1.000 á næstu dögum. Litáen á landamæri að bæði Hvíta Rússlandi og Póllandi, auk Lettlands og rússnesku hólmlendunni Kaliningrad.
24.11.2021 - 03:32
Búa sig undir áhlaup flóttafólks á pólsku landamærin
Pólska landamæragæslan býr sig undir mögulegt áhlaup föru- og flóttafólks á pólsku landamærin og sakar yfirvöld og öryggissveitir Hvítrússa um að standa á bak við það. Fullyrt er að fjöldi tjalda sem fólkið hafðist við í rétt við landamærastöðina Kuznica hafi verið fjarlægður af þessum ástæðum. „Útlendingarnir fá fyrirmæli, búnað og táragas frá hvítrússneskum yfirvöldum,“ segir í Twitterfærslu pólsku landamæragæslunnar sem birt var í gærkvöld.
15.11.2021 - 03:12
Rússneskir hermenn fórust á heræfingu í Hvíta Rússlandi
Tveir rússneskir fallhlífahermenn fórust við æfingar í Hvíta Rússlandi í gær, þegar snarpar vindhviður urðu til þess að fallhlífar þeirra opnuðust ekki almennilega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Mennirnir tóku þátt í sameiginlegri heræfingu Rússa og Hvítrússa nærri landamærum Póllands og Litáens.
Fólk fast í Afganistan þó það hafi fengið vernd hér
Frá því í júní hafa Afganir, sem búsettir eru hér á landi, sent alls 40 umsóknir um að fjölskyldumeðlimir þeirra fái hér vernd. Hluti umsóknanna hefur verið samþykktur en óljóst er hvenær fólkið kemur til landsins. Hungursneyð er í uppsiglingu í Afganistan og neyðin mikil.