Færslur: Málefni fatlaðs fólks

Maður í öryggisvistun kærður fyrir líkamsárás á barn
Ósakhæfur maður sem vistaður er í öryggisvistun á Akureyri hefur verið kærður fyrir líkamsárás gegn átta ára dreng. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan lítur málið alvarlegum augum.
07.09.2020 - 22:00
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
Herða reglur um heimsóknir á hjúkrunarheimili
Þeir sem hafa verið erlendis eiga ekki að heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilum aldraðra eða heimilum fatlaðs fólks í Reykjavík fyrstu 14 dagana frá heimkomu. Þetta eru tilmæli neyðarstjórnar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til að hamla útbreiðslu COVID-19. Staðan verður metin að nýju 13. júlí.
Viðtal
Fagnar forsendum dóms í máli Freyju
Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar þeim forsendum sem Hæstiréttur byggir dóms sinn í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að hafna umsókn Freyju um að verða fósturforeldri áður en hún hafði farið í gegnum matsferli. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir dóm Hæstaréttar skýran. Við mat á hæfni fósturforeldra eigi hagsmunir barns að vera í fyrirrúmi.
Viðtal
Á ekki að dæma fatlaða foreldra strax úr leik
Freyja Haraldsdóttir fagnar dómi Hæstaréttar í morgun. Þetta er „viðurkenning á því að það eigi ekki að dæma fatlaða foreldra strax úr leik og allir eiga rétt á tækifæri til að sanna sig,“ segir Freyja. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að hafna umsókn Freyju um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að sækja námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka að sér fósturbörn.
Vilja ná samningum málefni fatlaðra
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lýst sig reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu. Samstarfið hefur verið í uppnámi eftir að sveitarstjórn Húnaþings vestra sagði sig upp samningnum.
30.09.2019 - 11:32
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Myndskeið
Lítilsvirðandi að vera skilinn eftir af strætó
Manni í hjólastól sem neitað var um aðgang að strætó vegna þess að hann var einsamall, segir að það hafi verið lítilsvirðandi og niðurbrjótandi. Það er brot á starfsreglum Strætó að neita honum um aðstoð.
21.07.2019 - 20:33
Segir bréf Katrínar boða mikla réttarbót
Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Þroskahjálpar boðar mikla réttarbót, að mati Gísla Tryggvasonar lögmanns Margrétar Estherar Erludóttur, sem hefur barist árangurslaust fyrir því að fá sanngirnisbætur vegna vanrækslu og illrar meðferðar á fósturheimilum í æsku.
11.04.2019 - 08:18
Verði að svara þeim sem sættu illri meðferð
Formaður Þroskahjálpar segir brýnt að stjórnvöld svari kröfu þeirra sem hafa sætt illri meðferð á vistheimilum. Forsætisráðherra hyggst hefja undirbúning að lagafrumvarpi vegna vistunar fatlaðra barna á stofnunum.
10.04.2019 - 19:29
Akstur með fatlað fólk undanþeginn verkföllum
Akstursþjónusta fyrir fólk með fötlun verður óröskuð þótt til verkfalls strætó- og rútubílstjóra komi. Þetta kemur fram í tilkynntinu frá Eflingu. Þar segir að undanþágunefnd vegna verkfallsaðgerða hafi tekið til starfa. Ákveðið hafi verið að allur akstur með fólk með fatlanir verði sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum.
Viðtal
„Dagarnir mínir eru hættir að vera einsleitir“
Brandur Bjarnason Karlsson er frumkvöðull og listmálari á fertugsaldri. Hann hefur meðal annars vakið athygli á aðgengismálum og komið að ýmsum frumkvæðisverkefnum sem miða að því að bæta samfélagið. Brandur hefur verið með NPA í um hálft ár en hann hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Spegillinn ræddi við Brand um lífið með NPA, það að vera verkstjóri allan sólarhringinn og hvort hægt sé að biðja starfsfólk um aðstoð við hvað sem er.