Færslur: málefni fatlaðra

Þurfa tíu milljarða til að geta náð endum saman
Undanfarin ár hefur halli á rekstri málaflokks fatlaðs fólks aukist og áætla má að árið 2021 hafi hallinn numið um þrettán milljörðum króna. Fulltrúar sveitarfélaga landsins hafa lýst yfir áhyggjum og krefjast úrbóta.
Mikill halli sveitarfélaga á rekstri málefna fatlaðra
Það stefnir í að halli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, á rekstri málefna fatlaðra, verði á þriðja hundrað milljóna króna á þessu ári. Þá lítur út fyrir að tekjuframlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna minnki um 120 milljónir króna frá síðasta ári.
Segir brýnt að hækka framfærslu og draga úr skerðingum
„Mann langar til að búa við góðar aðstæður,“ segir fötluð einstæð móðir. Ný rannsókn á fjárhagsstöðu fatlaðs fólks var kynnt í dag, formaður Öryrkjabandalagsins segir stöðuna slæma og bregðast verði við henni.
13.09.2021 - 19:32
Áskorun að halda úti hefðbundnu frístundastarfi
Starfsfólk í sértæku frístundastarfi fyrir börn með fatlanir er hrætt við að smita skjólstæðinga sína af COVID-19. Smit hafa komið upp á frístundaheimilum víðs vegar um borgina í þessari fjórðu og stærstu bylgju faraldursins. Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, segir að erfitt sé að halda úti algerlega hefðbundnu frístundastarfi.
Ekki sjálfgefið að komast í sumarfrí
Á Húsavík er nú haldin um helgina sumarhátíð fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Þar koma saman fjölskyldur af öllu landinu og gera sér glaðan dag.
18.06.2021 - 12:20
Segir lögreglu með gamaldags skilning á fötlun
Í skýrslu sem greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur gert um ofbeldi gegn fötluðum og Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeildinni, ræddi í Kastljósi í gær kemur fram að ekki er skráð í lögreglukerfið, LÖKE, hvort brotaþoli er fatlaður við skráningu mála. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála sem varða fatlað fólk og hafa komið á borð lögreglu.
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða á Akureyri
Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk var vígður við Klettaborg á Akureyri í dag. Þar verður nýtt heimili sex einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegar athafnir. Aðstaða íbúa og starfsfólks gjörbreytist til hins betra.
01.07.2020 - 16:11
100 milljóna halli á rekstri málaflokks fatlaðs fólks
Akureyrarbær fær átta milljónir frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að gera úttekt á málaflokki fatlaðs fólks. Hallarekstur bæjarins vegna þjónustunnar síðastliðið ár er um 100 milljónir.
06.04.2020 - 12:43
Viðtal
Snýst ekki aðeins um bætur, líka viðurkenningu
Fatlaðir sem voru vistaðir sem börn á tilteknum vistheimilum fá greiddar sanngirnisbætur. Umsjónarmaður sanngirnisbóta, Halldór Þormar Halldórsson, segir að eðlilegt væri að greiða líka þeim sem voru vistaðir á fullorðinsaldri.
11.04.2019 - 18:19
Myndskeið
Úrelt lyfta skerðir aðgengi að læknisþjónustu
Mjög slæmt aðgengi er fyrir hreyfihamlaða að heilsugæslustöðinni á Akureyri. Maður sem þarf að nota hjólastól segist varla komast hjálparlaust á allar deildir. Gömul og úr sér gengin lyfta er eina leið hans um húsið.
01.02.2019 - 19:20
Vont að líða eins og fatlaðir séu minna virði
Mér sýnist stjórnvöld ætla að líta framhjá þroskahömluðum börnum sem vistuð voru á öðrum heimilum en Kópavogshæli. Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar um skýrslu um uppgjör sanngirnisbóta, sem birt var fyrir helgi, og afstöðu stjórnvalda til frekari bótagreiðslna.
Óánægðir með að Strætó semji við sömu eigendur
Nokkrir bílstjórar, sem vinna sem verktakar hjá Strætó, eru afar óánægðir með að Strætó samþykkti að framselja samning við gjaldþrota fyrirtæki vegna aksturs fyrir fatlaða. Kennitöluflakk segir einn þeirra. Lögmaður þeirra hefur farið fram á skaðabætur. 
06.11.2018 - 22:17
Viðtal
Boðar byltingu í málefnum fólks með fötlun
Ríkisstjórnin ætlar að gera byltingu í málefnum fólks með fötlun, að sögn félagsmálaráðherra. Hann segir að ríki og sveitarfélögum beri skylda til að leysa úr ágreiningi um kostnað við þjónustu við fólk með fötlun. Slíkur ágreiningur megi ekki bitna á þjónustunni.
09.01.2018 - 20:43
Ólíðandi að mannréttindi víki fyrir fjárlögum
Ekki er með neinu móti hægt að fallast á það að lágmarks mannréttindi séu látin víkja fyrir ákvæðum fjárlaga. Þetta segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur, ungrar daufblindrar konu, sem synjað var um túlkaþjónustu í sumarbúðum.
11.11.2017 - 15:01
Skagfirskir Lionsmenn bæta lífsgæði fatlaðra
Lífsgæði fatlaðs fólks í Skagafirði bötnuðu til muna þegar Lionsmenn þar færðu samfélaginu veglega gjöf. Það var svokallað skynörvunarherbergi, þar sem miðað er að því að hjálpa fólki með alvarlega fötlun.
Telja brotið á níu ára fatlaðri stúlku
Öryrkjabandalagið þarf oft að hafa afskipti af málum þar sem talið er að sveitarfélög uppfylli ekki skyldur gagnvart fötluðum. Níu ára stúlka í Hveragerði missti nokkrar vikur úr skóla í haust vegna þessa og beðið er lausnar. Faðir stúlkunnar vilja að bærinn uppfylli lög og reglur dóttur sinni til handa.
Höfðar mál vegna ójafnræðis
Freyja Haraldsdóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur höfðað mál á hendur Barnaverndarstofu. Málið er höfðað á þeim forsendum að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð umsóknar hennar um að taka barn í fóstur.
Viðtal
Ekki rétt að öllum Downs-fóstrum sé eytt
Fullyrðingar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að nær öllum fóstrum með Downs-einkenni sé eytt hér á landi, eru ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans. Vísindasiðfræðingur telur þó ástæðu til að endurskoða þá stefnu að skima fyrir Downs.
16.08.2017 - 21:47
Borgarstjórn vill lögleiða NPA þjónustu
Borgarstjórn samþykkti í dag einróma að skora á Alþingi að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, við fatlað fólk.
04.10.2016 - 16:24

Mest lesið