Færslur: Málefni aldraðra

Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
Herða reglur um heimsóknir á hjúkrunarheimili
Þeir sem hafa verið erlendis eiga ekki að heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilum aldraðra eða heimilum fatlaðs fólks í Reykjavík fyrstu 14 dagana frá heimkomu. Þetta eru tilmæli neyðarstjórnar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til að hamla útbreiðslu COVID-19. Staðan verður metin að nýju 13. júlí.
Íslenskir karlar verða elstir í Evrópu
Íslenskir karlar verða nú elstir allra evrópskra karla, meðalævilengd þeirra var 81 ár í fyrra og meðalævilengd íslenskra kvenna var 84,2 ár. Munurinn á meðalævilengd karla og kvenna fer minnkandi.
29.06.2020 - 10:02
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Varnarmúrarnir
„Aðgerðaleysið er það versta sem kemur fyrir fólk“
„Víðir talaði um veirufrían klukkutíma en við tökum eiginlega meiripartinn af deginum í að hugsa um annað,“ segir eldri borgari í Vestmannaeyjum. Annar eldri borgari í Eyjum hefur tekið upp á því að kenna félögum sínum í Félagi eldri borgara að hlaða niður púsl-appi. Báðir telja þeir að Kórónuveirufaraldurinn eigi eftir að breyta heiminum.
Viðtal
Varnarmúrarnir: „Við eigum að fá að lifa aðeins lengur“
Iðjuþjálfi aðstoðar Ingibjörgu Guðmundsdóttur, íbúa á Hrafnistu, við að komast í samband við dóttur sína. Ingibjörg er fædd árið 1926, hún er gamall sjúkraliði. Dóttir hennar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, var vön að heimsækja hana oft í viku en nú er allt breytt. Þessa dagana eiga þær í samskiptum á netinu, í gegnum myndspjall. Ingibjörg skilur þá ákvörðun stjórnenda heimilisins að reisa varnarvegg um íbúa. Sigurbjörg dóttir hennar vonar innilega að veggurinn haldi.
Fyrsta skóflustungan tekin í dag
Uppbygging sextíu rýma hjúkrunarheimilis í Árborg, sem ætlað er íbúum sveitarfélaga á Suðurlandi, hófst í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, tóku fyrstu skóflustunguna á öðrum tímanum í dag. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist af fullum krafti í desember. Stefnt er á að fyrstu íbúarnir flytji inn um haustið 2021.
Spegillinn
Tilfinningin sem situr eftir er aðalatriðið
Í setustofu á deild L4, lokaðri endurhæfingardeildar Landakotsspítala fyrir sjúklinga með heilabilun, situr fólk í hring og syngur undir stjórn Jónu Þórsdóttur, músíkþerapista. Á deildinni eru fimmtán sjúklingar sem þurfa mikla aðstoð. Öll glíma þau við atferlisraskanir af völdum heilabilunarsjúkdóma eða heilablæðingar; má þar nefna verkstol, málstol, ranghugmyndir og ofskynjanir. Sjúklingahópurinn er breiður, þarna er eldra fólk en líka fólk um fimmtugt.
Viðtal
Vill heimila öldruðum hjónum að búa saman
Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, hefur lagt fram frumvarp um að íbúum hjúkrunarheimila verði heimilað að búa þar með mökum sínum, þar sem það sé á annað borð hægt. Stundum komi aðbúnaður á heimilunum eða veikindi íbúans í veg fyrir þetta, en hins vegar sýni dæmin að það sé vont að ekki sé gert ráð fyrir þessum möguleika.
25.10.2018 - 09:42
Vilja styrkja kerfið og girða fyrir misnotkun
Þörf er á víðtækum úrbótum eigi matskerfi sem er notað til að meta gæði umönnunar á hjúkrunarheimilum og ákvarða greiðslur til þeirra að þjóna tilgangi sínum. Fagfólk skortir þjálfun til að nýta kerfið og eftirlit stofnana þarf að bæta, meðal annars til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað. 
Fréttaskýring
„Matskerfið úrelt og hvatarnir óheppilegir“
„Þetta er gamalt kerfi og úrelt og óljóst hvort það mælir það sem það á að mæla.“ Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um það kerfi sem stjórnvöld nota til þess að meta gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir fjárhagslega hvata í kerfinu óheppilega. SFV vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd og gagnrýna meðal annars ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar.
Fréttaskýring
Hjúkrunarheimili: Stór munur á mönnun og gæðum
Á hjúkrunarheimili á Dalvík er hverjum íbúa sinnt í rúmar þrjár klukkustundir á dag að meðaltali. Í Grindavík eru þær tæplega sex. Sums staðar úir og grúir af fagmenntuðu fólki. Annars staðar er skortur. Aðbúnaður íbúa er líka misjafn. Ríkið gerir ekki skýrar kröfur um lágmarksmönnun á hjúkrunarheimilum. 
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?
Kanna hvernig bæta megi kjör aldraðra
Velferðarráðuneytið áformar að skipa starfshóp til að kanna kjör aldraðra og gera tillögur um hvernig bæta megi kjör þeirra. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Sigurður Jónsson, varaformaður Landssamtaka eldri borgara líst vel á skipun starfshópsins. „Við finnum jákvætt viðhorf frá stjórnvöldum um að það þurfi að setjast niður og gera eitthvað þannig við erum bjartsýn,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu.
08.03.2018 - 11:31
Tannlæknakostnaður lífeyrisþega til skoðunar
Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega hefur verið óbreytt frá árinu 2004 og endurspeglar því á engan hátt raunverulegan tannlækniskostnað þeirra sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra 1. apríl næstkomandi.
„Umbæturnar fara ekki fram við Barónsstíg“
Ef yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum telur viðmið um notkun sterkra geðlyfja á hjúkrunarheimilum of rúm á hann að koma með tillögur að nýjum. Það er ekki á ábyrgð Landlæknisembættisins. Þetta segir Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir. 
09.02.2018 - 16:21
Ævikvöldið litast af úrræðaleysi kerfisins
„Við eigum stundum erfitt með að horfa á hlutina eins og þeir eru,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Brýnt sé að fjölga hjúkrunarrýmum verulega á næstu árum. Það er ekki nýtt að á Landspítala bíði aldrað fólk sem ekki fær inni á hjúkrunarheimili þrátt fyrir að hafa verið metið í þörf fyrir það. Sigríður segist ekki muna eftir öðru, svo virðist sem fyrir þessu hafi skapast hefð og Sigríður segir það slæmt fyrir alla hlutaðeigandi.
21.11.2017 - 17:16
Viðtal
Aldraðir með helming meðallauna vinnandi fólks
Kjör eldri borgara hér á landi eru orðin betri en eftir hrun og eru nú svipuð og árið 2007. Slakinn sem varð á kjörum aldraðra við hrunið hefur þó ekki verið unninn upp. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar dr. Hauks Arnþórssonar, stjórnsýslufræðings, sem gerð var fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík.
17.11.2017 - 08:50
Kosningaloforð upp á tugi milljarða
Loforð flokkanna um að bæta hag þeirra eldri kosta frá 1,3 milljörðum upp í 35 milljarðar króna. Að hækka lífeyrisgreiðslur og örorkubætur í 300 þúsund gæti aukið útgjöld ríkisins um tugi milljarða. Ellilífeyrisþegar eru um 32 þúsund. 5.500, sem eru komnir á eftirlaunaaldur, hafa aldrei sótt um greiðslur frá Tryggingastofnun.
10.11.2017 - 17:00
Krefjast 300 þúsund króna í eftirlaun
Vel var mætt á Austurvelli í gær þegar um eitt þúsund manns komu þar saman til fundar á vegum samtakanna Gráa hersins til þess að knýja á um að eldri borgurum verði tryggð lágmarks framfærsla. Meginkrafa fundarmanna var að fólki séu tryggð 300 þúsund króna eftirlaun og engar skerðingar, og að stjórnvöld láti lífeyrisréttindi í friði sem fólk hefur áunnið sér.
09.09.2016 - 09:49
Ekki alltaf auðsótt að verða gömul saman
Óalgengt er að báðir makar séu metnir í þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili. Þegar annar maki flytur á slíkt heimili felur það því oft í sér aðskilnað. Þegar svo ber undir að báðir eru metnir í þörf fyrir vistun er ekki gefið að þeir komist inn á sama tíma eða fái inni á sama hjúkrunarheimili. Það að sambúðarfólk fái að verða gamalt saman er sem sagt ekki endilega auðsótt þó báðir nái háum aldri. 
01.09.2016 - 17:53
Sjálfræði aldraðra á gráu svæði
Réttur aldraðra á hjúkrunarheimilum til þess að ráða sér sjálfir er skertur með ýmsum hætti þrátt fyrir að lög kveði á um að hann sé virtur. Aldraðir eru ekki alltaf hafðir með í ráðum þegar kemur að því að sækja um pláss á hjúkrunarheimili og dæmi eru um að fólk með fullt lagalegt sjálfræði sé beitt fjötrum eða vistað á læstum deildum. Lögin eru skýr en að sögn viðmælenda Spegilsins er grá svæði að finna í framkvæmdinni. Ekki ríkir eining um hvort þörf sé á lagasetningu til að útrýma þeim.
31.08.2016 - 17:30
Aldraðir íhuga að stefna ríkinu
Stór hluti ellilífeyrisþega er ágætlega settur en þeim sem líða skort hefur fjölgað. Björgvin Guðmundsson, formaður kjaranefndar félags eldri borgara í Reykjavík, segir að til greina komi að stefna ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar.
26.08.2015 - 17:21