Færslur: malbikun

Sjónvarpsfrétt
Gleymda gata Akureyrar
Malarvegir eru orðnir fáséðir innanbæjar á Íslandi. Í rótgróinni götu á Akureyri má þó finna einn slíkan og virðist ekki vera á stefnuskránni að hann verði malbikaður í nánustu framtíð, íbúum við götuna til mikils ama.
16.09.2021 - 13:48
Mikið um vegaframkvæmdir í borginni á næstu dögum
Unnið verður við fjölfarna vegi frá klukkan 20 annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30.júlí, ef veður leyfir. Þá stendur til að ljúka framkvæmdunum fyrir fimmtudagsmorgunn. Framkvæmdirnar verða bæði við Hringbraut og Kringlumýrarbraut í Reykjavík.
29.06.2021 - 17:35
Eitt mesta framkvæmdasumar frá því fyrir hrun er hafið
Nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir Vegagerðarinnar nema alls 31 milljarði króna á árinu. Hellisheiðin er lokuð til klukkan átta í kvöld og umferð verður beint um Þrengsli. Þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal í sumar. Ekki hefur verið varið jafn miklu í vegaframkvæmdir síðan fyrir hrun.
08.06.2021 - 11:15
Viðtal
Malbikun fjölfarinna leiða kæmi í veg fyrir vegblæðingu
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir að fjölfarnir vegir á borð við þjóðveg eitt norður í land ættu fremur að vera malbikaðir en lagðir bundnu slitlagi. 
17.03.2021 - 09:45
Landinn
Stelpurnar sjá um að malbikið sé í lagi
Á rannsóknarstofu Malbikstöðvarinnar á Esjumelum starfa tvær stelpur, þær Tinna Húnbjörg og Íris Vilhjálmsdóttir. Þær eru gæðastjórar.
15.03.2021 - 09:10
Myndskeið
Hertar kröfur koma ekki í veg fyrir hált malbik
Öryggi vegfarenda verður aukið með því að Vegagerðin ætlar í vor að gera ítarlegri kröfur til verktaka sem malbika og sömuleiðis auka eftirlit. Forstjóri Vegagerðarinnar gefur ekki upp kostnaðinn en segir að hann verði ekki til þess að draga úr viðhaldi vega. Þetta þýðir samt ekki að hált nýlagt malbik heyri sögunni til. „Ég get ekki fullyrt það hundrað prósent en þetta minnkar líkurnar umtalsvert,“ segir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.
02.02.2021 - 20:14
Kveikur
Stór hluti vegakerfisins ber ekki umferðarþungann
Það eru engin nýmæli að malbik og klæðningar á vegum skapi hættu. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim og stundum verða þeir hálir á heitum sumardögum. En hvers vegna er þetta svona? Erum við svona léleg í að leggja vegi? Hvað þarf að gera til að bæta ástandið?
08.10.2020 - 20:00
Af vegaframkvæmdum næstu daga
Næstu þrjú kvöld má búast við töfum á Þjóðvegi 1 milli Borgarness og Hafnarfjalls vegna malbiksviðgerða. Þá stendur til að malbika Austurveg á Selfossi og fræsa og malbika gatnamót og beygjuramp við Miklubraut. Gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar verða lokuð annað kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
28.07.2020 - 13:45
Tafir á Miklubraut og Vesturlandsvegi í kvöld
Stefnt er að því að malbika tvo kafla á Miklubraut í kvöld og fræsa hluta af Vesturlandsvegi.
22.07.2020 - 15:18
Miklar tafir vegna malbikunar á Kjalarnesi
Miklar tafir eru á umferð um Kjalarnes vegna malbikunarframkvæmda. Umferðinni er handstýrt um eina akrein og það geta liðið um það bil 20 mínútur á milli þess sem skipt er um aksturstefnu.
06.07.2020 - 16:18