Færslur: Malbik

Myndband
Um 170 tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðarinnar
Um 170 ökumenn hafa tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðarinnar vegna skemmda í malbiki það sem af er ári. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir langflestar tilkynningarnar vera vegna vega á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir vetrarþjónustu á þeirra vegum í fullum gangi, en hún hafi verið meira krefjandi nú en síðustu ár.
10.03.2022 - 15:18
Malbiki blæðir á Borgarfirði eystra
Nokkuð er um bikblæðingar úr malbiki á veginum í gegnum þorpið á Borgarfirði eystra. Slíkt er oft afleiðing mikilla hitasveifla á skömmum tíma en síðustu daga hefur hiti náð allt að 25 stigum á Austurlandi.
30.06.2021 - 14:18
Landinn
Stelpurnar sjá um að malbikið sé í lagi
Á rannsóknarstofu Malbikstöðvarinnar á Esjumelum starfa tvær stelpur, þær Tinna Húnbjörg og Íris Vilhjálmsdóttir. Þær eru gæðastjórar.
15.03.2021 - 09:10
Myndskeið
Malbik illa farið þrátt fyrir minni umferð
Þrátt fyrir að umferð á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman um rúm tíu prósent frá árinu áður en malbik illa farið. Holur og djúp hjólför eru víða á Vesturlandsvegi. Forstjóri Vegagerðarinnar segir skýringa að leita í miklum niðurskurði á árunum eftir hrun sem hafi bitnað á viðhaldi vega.
09.02.2021 - 09:31
Hvort er verra fyrir malbik, nagladekk eða salt?
Margir hafa tekið ástfóstri við nagladekk og finna til mikillar öryggiskenndar akandi á þeim í hálku. En þeim hefur verið kennt um að valda svifryki með því að slíta og eyða malbiki. Þá vilja sumir meina að saltið sem borið er á götur í hálku sé meiri skaðvaldur en naglarnir. En hvort slítur malbiki meira? „Nagladekkin en saltið hjálpar til vegna þess að það heldur yfirborðinu blautu. Og blautt yfirborð slitnar miklu meira en þurrt,“ segir malbikssérfræðingur.
03.02.2021 - 18:10
Myndskeið
Hertar kröfur koma ekki í veg fyrir hált malbik
Öryggi vegfarenda verður aukið með því að Vegagerðin ætlar í vor að gera ítarlegri kröfur til verktaka sem malbika og sömuleiðis auka eftirlit. Forstjóri Vegagerðarinnar gefur ekki upp kostnaðinn en segir að hann verði ekki til þess að draga úr viðhaldi vega. Þetta þýðir samt ekki að hált nýlagt malbik heyri sögunni til. „Ég get ekki fullyrt það hundrað prósent en þetta minnkar líkurnar umtalsvert,“ segir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.
02.02.2021 - 20:14
Viðtal
Stórauka kröfur og herða reglur um vegaframkvæmdir
Kröfur til þeirra sem sinna framkvæmdum fyrir Vegagerðina verða stórauknar og reglur um slíkar framkvæmdir verða hertar frá og með vorinu. Tilgangurinn er að auka öryggi, segir forstjóri Vegagerðarinnar. Þótt breytingarnar kosti töluvert segir hún að það komi ekki til með að bitna á almennu viðhaldi.
02.02.2021 - 11:44
Myndskeið
Samgönguráðherra: „Þetta er óásættanleg staða“
Það er grafalvarlegt og óásættanlegt að bikblæðingar skuli verða á vegum landsins. Þetta segir samgönguráðherra. Hann ætlar að kalla eftir upplýsingum um málið frá óháðum sérfræðingum.
Myndskeið
„Ég gæti rotað mann með þessu“
Stórhætta hefur skapast á vegum á Norður- og Vesturlandi vegna bikblæðinga síðustu daga. Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir að tilkynningar um stórtjón hafi borist. Flutningabílstjórar segja farir sínar ekki sléttar.
15.12.2020 - 19:30
Viðtal
Hefur aldrei séð veginn í þessu ástandi
Vegagerðin hvetur fólk til þess að fresta ferðalögum eftir þjóðvegum á Norðurlandi vestra og Vesturlandi vegna tjörublæðingar úr malbiki á vegum. Vegfarendur hafa verið í stórhættu þegar tjörukögglar safnast á dekk og í bretti bíla sem svo spýtast jafnvel á aðra vegfarendur.
15.12.2020 - 17:20
Viðtal
Vegagerðin getur lítið gert vegna tjörublæðinga
Mikið tjón hefur orðið og hætta skapast vegna tjörublæðinga á vegum á Norður- og Vesturlandi á undanförnum dögum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að staðan sé vissulega slæm. Lítið sé hægt að gera annað en að malbika sem sé afar kostnaðarsamt.
15.12.2020 - 12:18
Kveikur
Stór hluti vegakerfisins ber ekki umferðarþungann
Það eru engin nýmæli að malbik og klæðningar á vegum skapi hættu. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim og stundum verða þeir hálir á heitum sumardögum. En hvers vegna er þetta svona? Erum við svona léleg í að leggja vegi? Hvað þarf að gera til að bæta ástandið?
08.10.2020 - 20:00
Malbik víða á höfuðborgarsvæðinu stóðst ekki kröfur
Malbik sem var lagt á nokkra vegkafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar stóðst alls ekki þær kröfur sem gerðar eru í útboði Vegagerðarinnar, hvorki kröfur um holrýmd né um viðnám. Það á meðal annars við um vegkafla á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi í júní. Þetta kemur fram í skýrslu sem Vegagerðin birti í dag og byggir á rannsóknum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og gatnarannsóknarstofnunarinnar VTI í Svíþjóð.
06.10.2020 - 17:13
Fræsa víða í kjölfar slyssins á Vesturlandsvegi
Vegagerðin vinnur nú að því að fræsa götur víða um höfuðborgarsvæðið. Malbikið stenst ekki kröfur um viðnám og er sambærilegt því sem hafði verið lagt á Vesturlandsvegi þegar tveir létust þar í umferðarslysi síðastliðinn sunnudag.
02.07.2020 - 18:58